Heimamenn skoruðu fyrsta markið og var leikurinn í járnum í upphafi leiks. Um miðjan fyrri hálfleiks náðu heimamenn góðri rispu og komust þremur mörkum yfir, 10-7. Þrátt fyrir að Valsmenn næði að jafna metin þá voru Víkingar tveimur mörkum yfir í hálfleik, staðan 15-13.
Áfram leiddu heimamenn í upphafi síðari hálfleiks en á endanum náðu gestirnir tökum á leiknum, jöfnuðu metin og fóru í kjölfarið að raða inn mörkum. Á endanum vann Valur öruggan sex marka sigur, 27-21.
Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur í liði Vals með 6 mörk, þar af 3 úr vítum. Úlfar Páll Monsi Þórðarson kom þar á eftir með 5 mörk og Ísak Gústafsson skoraði 4 mörk. Í markinu varði Björgvin Páll Gústavsson 10 skot, skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu.
Hjá heimamönnum var Þorfinnur Máni Björnsson markahæstur með 7 mörk og Daníel Andri Valtýsson varði 15 skot í markinu.
Valur er með 18 stig í 2. sæti deildarinnar, þremur minna en FH sem hefur leikið leik meira. Víkingar eru í 11. sæti með sex stig.