Vanda ræðir við Hareide: „Vitum að hann hefur áhuga“ Sindri Sverrisson skrifar 8. desember 2023 13:53 Åge Hareide og Jóhannes Karl Guðjónsson, sem verið hefur aðstoðarmaður hans, glaðbeittir á Laugardalsvelli í haust. Hareide er áhugasamur um að stýra íslenska landsliðinu áfram. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, er bjartsýn á að samningar takist við norska þjálfarann Åge Hareide um að stýra íslenska karlalandsliðinu áfram eftir að núgildandi samningur rennur út. Stjórn KSÍ samþykkti fyrir skömmu að gefa Vöndu umboð til að ræða við Hareide um endurnýjun samnings. Þær viðræður eru ekki hafnar en Vanda kveðst vongóð um að þær muni ganga vel. „Við ætlum að eiga opið og hreinskilið samtal við hann. Það er vilji beggja að ná saman,“ segir Vanda í samtali við Vísi. Hareide var ráðinn þjálfari Íslands í apríl síðastliðnum, eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn. Stuttur samningur Norðmannsins framlengdist sjálfkrafa fram yfir EM-umspilið í lok mars, eftir að ljóst varð að Ísland yrði með í því. Þar mætir Ísland liði Ísraels í undanúrslitum, og svo mögulega Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM. Næsta verkefni Íslands eftir það, og þá verkefni Hareide ef samningar nást, verður svo vonandi lokakeppni EM í sumar en annars ný leiktíð Þjóðadeildar UEFA sem hefst í september. „Við vitum að hann hefur áhuga á að vera með okkur áfram. Þannig að ég á ekki von á öðru en að við náum saman og höldum áfram þessari uppbyggingu, með þennan reynslumikla þjálfara í brúnni. Ég vona að það gangi allt saman upp,“ segir Vanda. Hareide, sem varð sjötugur í haust, býr yfir gríðarlegri reynslu sem þjálfari en auk þess að stýra landsliðum Danmerkur og Noregs hefur hann stýrt fjölda félagsliða og fagna meistaratitlum í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Stjórn KSÍ samþykkti fyrir skömmu að gefa Vöndu umboð til að ræða við Hareide um endurnýjun samnings. Þær viðræður eru ekki hafnar en Vanda kveðst vongóð um að þær muni ganga vel. „Við ætlum að eiga opið og hreinskilið samtal við hann. Það er vilji beggja að ná saman,“ segir Vanda í samtali við Vísi. Hareide var ráðinn þjálfari Íslands í apríl síðastliðnum, eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn. Stuttur samningur Norðmannsins framlengdist sjálfkrafa fram yfir EM-umspilið í lok mars, eftir að ljóst varð að Ísland yrði með í því. Þar mætir Ísland liði Ísraels í undanúrslitum, og svo mögulega Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM. Næsta verkefni Íslands eftir það, og þá verkefni Hareide ef samningar nást, verður svo vonandi lokakeppni EM í sumar en annars ný leiktíð Þjóðadeildar UEFA sem hefst í september. „Við vitum að hann hefur áhuga á að vera með okkur áfram. Þannig að ég á ekki von á öðru en að við náum saman og höldum áfram þessari uppbyggingu, með þennan reynslumikla þjálfara í brúnni. Ég vona að það gangi allt saman upp,“ segir Vanda. Hareide, sem varð sjötugur í haust, býr yfir gríðarlegri reynslu sem þjálfari en auk þess að stýra landsliðum Danmerkur og Noregs hefur hann stýrt fjölda félagsliða og fagna meistaratitlum í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira