Það sem Birgir og Biden sáu - en sáu ekki Hjálmtýr Heiðdal skrifar 7. desember 2023 18:00 Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins (sem var kosinn á þing með atkvæðum Miðflokksins) hefur verið óspar á lýsingar á „ólýsanlegum hryllingi“ sem hann segist hafa litið augum í heimsókn til Ísraels í nóvember s.l. Í grein sem hann birti í Morgunblaðinu og í ræðustól Alþingis hefur Birgir skýrt frá kvikmynd sem Ísraelsher sýndi honum og fleirum í ferð hans til Ísraels fyrir skömmu. Í ræðustól Alþingis 9. nóvember s.l. sagði Birgir: „Það er til 47 mínútna löng mynd um þessi hroðalegu hryðjuverk og við fengum að sjá þessa mynd. Og hver hefði trúað því, hv. þingmenn, að ungbarn yrði sett inn í bakarofn og hver hefði trúað því að kornabörn væru afhöfðuð og farið með höfuðið inn á Gaza? Hver hefði trúað því að unglingar væru afhöfðaðir með garðyrkjuverkfærum? Þetta er þvílík hörmung, ágætu þingmenn, að það er vart hægt að lýsa því. Fjölskyldur brenndar, fólk skotið í rúmum sínum sofandi, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. Þetta er mannvonska sem orð fá ekki lýst. Þetta er ástæða þess að hörmungar dynja yfir saklaust fólk á Gaza.“ Í Morgunblaðinu þ. 8. nóvember s.l. var haft eftir Birgi: „Þeir drápu alla sem á vegi þeirra urðu. Konur, ungbörn og eldra fólk. Brenndu fjölskyldur lifandi, pyntuðu, aflimuðu. Drógu konur á hárinu, nauðguðu og drápu, ýmist með byssuskotum eða stórum hnífum. Þeir afhöfðuðu ungbarn og hefur höfuð þess ekki fundist.“ Þetta „fengum við að sjá“ segir Birgir. En Birgir sá ekki allt það sem hann segist hafa séð - því Birgir er ekki sá eini sem hefur séð þessa mynd sem ísraelski herinn sýnir útvöldum. Blaðamenn, m.a. frá breska blaðinu Guardian, sáu þessa mynd - en þeir sáu ekki allt það sem Birgir segist hafa séð. Owen Jones, blaðamaður hjá Guardian segir að Ísraelsher hafi boðið honum ofl. að sjá myndina. Owen segir að hann hafi vissulega séð hroðaleg manndráp og að Hamasliðar hafi gerst sekir um stríðsglæpi. En Owen tekur það fram að í myndinni sjást ekki pyntingar, engar afhöfðanir, engin börn sjást drepin og engar nauðganir né fóstur skorin úr móðurkviði. Owen og fleiri blaðamenn sem sáu myndina furðuðu sig síðar á því að aðrir sem sáu sömu sýningu sögðust hafa hafa séð sumt af því hryllilega sem Bigir lýsir. Owen undrast það því hann myndi örugglega muna það ef hann hefði séð þann hrylling - sem hann sá ekki í myndinni. En hvað segist Birgir hafa séð? „Við fengum að sjá“ segir Birgir, ungabarn sett inn í bakarofn, kornabörn afhöfðuð, fjölskyldur brenndar, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. En þetta er ekki það sem Birgir sá, þetta er það sem Birgir segist hafa séð. En Birgir er ekki sá eini sem sá án þess að sjá. Biden forseti Bandaríkjanna sá líka afhöfðuð börn - sem hann sá ekki. Enda var þessi „sýn“ Bidens borin til baka af fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins. Blaðamaður Guardian bendir á að engir óháðir rannsakendur hafa fengið myndina í hendur til þess að rannsaka trúverðuleika myndefnisins. Sagan hefur kennt okkur að þjóðarmorð krefst alltaf afmennskunar og djöfulvæðingar fólksins sem á að myrða. Forystumenn Ísraels hafa lýst Hamasliðum sem skepnum í mannsmynd og ýmsir í þeim hópi hafa sagt að baráttan sé gegn öllum Palestínumönnum. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa margir flutt frásagnir sem er ætlað að djöflavæða Palestínumenn. Slíkar frásagnir þjóna ráðamönnum Ísraels, þeim sem stjórna þjóðernishreinsunum sem eiga sér nú stað á Gaza og á Vesturbakkanum. Birgir er í þessum félagsskap. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins (sem var kosinn á þing með atkvæðum Miðflokksins) hefur verið óspar á lýsingar á „ólýsanlegum hryllingi“ sem hann segist hafa litið augum í heimsókn til Ísraels í nóvember s.l. Í grein sem hann birti í Morgunblaðinu og í ræðustól Alþingis hefur Birgir skýrt frá kvikmynd sem Ísraelsher sýndi honum og fleirum í ferð hans til Ísraels fyrir skömmu. Í ræðustól Alþingis 9. nóvember s.l. sagði Birgir: „Það er til 47 mínútna löng mynd um þessi hroðalegu hryðjuverk og við fengum að sjá þessa mynd. Og hver hefði trúað því, hv. þingmenn, að ungbarn yrði sett inn í bakarofn og hver hefði trúað því að kornabörn væru afhöfðuð og farið með höfuðið inn á Gaza? Hver hefði trúað því að unglingar væru afhöfðaðir með garðyrkjuverkfærum? Þetta er þvílík hörmung, ágætu þingmenn, að það er vart hægt að lýsa því. Fjölskyldur brenndar, fólk skotið í rúmum sínum sofandi, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. Þetta er mannvonska sem orð fá ekki lýst. Þetta er ástæða þess að hörmungar dynja yfir saklaust fólk á Gaza.“ Í Morgunblaðinu þ. 8. nóvember s.l. var haft eftir Birgi: „Þeir drápu alla sem á vegi þeirra urðu. Konur, ungbörn og eldra fólk. Brenndu fjölskyldur lifandi, pyntuðu, aflimuðu. Drógu konur á hárinu, nauðguðu og drápu, ýmist með byssuskotum eða stórum hnífum. Þeir afhöfðuðu ungbarn og hefur höfuð þess ekki fundist.“ Þetta „fengum við að sjá“ segir Birgir. En Birgir sá ekki allt það sem hann segist hafa séð - því Birgir er ekki sá eini sem hefur séð þessa mynd sem ísraelski herinn sýnir útvöldum. Blaðamenn, m.a. frá breska blaðinu Guardian, sáu þessa mynd - en þeir sáu ekki allt það sem Birgir segist hafa séð. Owen Jones, blaðamaður hjá Guardian segir að Ísraelsher hafi boðið honum ofl. að sjá myndina. Owen segir að hann hafi vissulega séð hroðaleg manndráp og að Hamasliðar hafi gerst sekir um stríðsglæpi. En Owen tekur það fram að í myndinni sjást ekki pyntingar, engar afhöfðanir, engin börn sjást drepin og engar nauðganir né fóstur skorin úr móðurkviði. Owen og fleiri blaðamenn sem sáu myndina furðuðu sig síðar á því að aðrir sem sáu sömu sýningu sögðust hafa hafa séð sumt af því hryllilega sem Bigir lýsir. Owen undrast það því hann myndi örugglega muna það ef hann hefði séð þann hrylling - sem hann sá ekki í myndinni. En hvað segist Birgir hafa séð? „Við fengum að sjá“ segir Birgir, ungabarn sett inn í bakarofn, kornabörn afhöfðuð, fjölskyldur brenndar, konum nauðgað ítrekað, fóstur skorin úr móðurkviði. En þetta er ekki það sem Birgir sá, þetta er það sem Birgir segist hafa séð. En Birgir er ekki sá eini sem sá án þess að sjá. Biden forseti Bandaríkjanna sá líka afhöfðuð börn - sem hann sá ekki. Enda var þessi „sýn“ Bidens borin til baka af fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins. Blaðamaður Guardian bendir á að engir óháðir rannsakendur hafa fengið myndina í hendur til þess að rannsaka trúverðuleika myndefnisins. Sagan hefur kennt okkur að þjóðarmorð krefst alltaf afmennskunar og djöfulvæðingar fólksins sem á að myrða. Forystumenn Ísraels hafa lýst Hamasliðum sem skepnum í mannsmynd og ýmsir í þeim hópi hafa sagt að baráttan sé gegn öllum Palestínumönnum. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa margir flutt frásagnir sem er ætlað að djöflavæða Palestínumenn. Slíkar frásagnir þjóna ráðamönnum Ísraels, þeim sem stjórna þjóðernishreinsunum sem eiga sér nú stað á Gaza og á Vesturbakkanum. Birgir er í þessum félagsskap. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar