Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Samningar milli þeirra og Isavia hafa verið lausir í rúma tvo mánuði.
Samtök atvinnulífsins sjá um að semja fyrir hönd Isavia og sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við fréttastofu fyrr í dag að fráleitt sé að flugumferðarstjórar boði nú til þriðja verkfallsins á fimm árum á meðan unnið sé að gerð nýrrar þjóðarsáttar á meðal allra aðila vinnumarkaðarins.