611 þúsund íbúar á Íslandi árið 2074 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2023 10:19 Þessi krakkar verða um sextugt árið 2074. Þau skemmtu forseta Íslands í Hólabrekkuskóla á dögunum. vísir/Vilhelm Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða íbúar á Íslandi 611 þúsund árið 2074 og gætu orðið 500 þúsund innan 20 ára. Íbúum á Íslandi fjölgar úr 388 þúsund skráðum einstaklingum árið 2023 í 518 til 760 þúsund íbúa á næstu 50 árum, með 90% líkum. Samkvæmt háspá eru 5% líkur á að íbúar verði fleiri en 760 þúsund og 95% líkur á þeir verði færri. Lágspá gefur til kynna að 5% líkur séu á að íbúar verði færri en 518 þúsund og 95% líkur á að þeir verði fleiri. Mannfjöldaspáin byggir á líkönum um frjósemi, dánartíðni og búferlaflutninga og eru niðurstöðurnar notaðar fyrir heildarmannfjöldaspána. Með uppfærðu tölfræðilíkani er hægt að reikna staðbundnar spár þar sem leiðrétt er fyrir ofmati á íbúafjölda, til dæmis vegna þeirra sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutningana auk þess sem hægt er að nýta fyrirfram þekkingu í líkönunum. Niðurstöður nýju mannfjöldaspárinnar sýna bæði gildi og óvissumælingar. Spáin felur ekki í sér áhrif hugsanlegra áfalla af völdum náttúrulegra, félagslegra eða efnahagslegra orsaka. Frjósemishlutfall verður 1,4 barn á hverja konu (13-55 ára) árið 2073 samkvæmt miðgildi spárinnar. Frjósemishlutfallið gæti orðið á bilinu 1,3 til 1,5 (með 90% líkum) árið 2073. Til samanburðar er lægsta áætlaða hlutfall (1,4) fyrir Ísland árið 2073 hærra en meðalfrjósemishlutfall innan Evrópusambandsins sem var 1,4 börn á hverja konu árið 2022. Samkvæmt miðgildi spárinnar aukast lífslíkur kvenna við fæðingu og verða 89 ár árið 2073, samanborið við 84 ár árið 2022, og lífslíkur karla hækka úr 81 ári í 84 ár, þ.e. aukast um 0,1 ár hvert ár. Fjöldi aðfluttra verður meiri en fjöldi brottfluttra allt tímabilið, fyrst og fremst vegna búferlaflutninga erlendra ríkisborgara. Nettó leitni búferlaflutninga mun liggja á milli 1000 og 9000 einstaklinga næstu 50 árin með 90% líkindum. Samkvæmt mannfjöldaspánni er gert ráð fyrir eftirfarandi breytingum: Hlutfall íbúa á vinnualdri (16 til 74 ára) mun lækka úr 74% árið 2023 í 68% árið 2074 samkvæmt miðgildi spárinnar. Eftir 2057 verður elsti aldurshópurinn (eldri en 65 ára) fjölmennari en sá yngsti (yngri en 20 ára) samkvæmt miðgildi spárinnar. Miðaldur Íslendinga var 36 ár árið 2023 og gert er ráð fyrir að hann verði 45 ár árið 2074. Öldrun þjóðarinnar stafar af minnkandi frjósemi og auknum lífslíkum. Þessi þróun er þó hægari á Íslandi en í ríkjum ESB vegna ungs aldurs erlendra ríkisborgara sem flytjast til landsins og hás frjósemishlutfalls miðað við meðaltal innan sambandsins. Til samanburðar var miðaldur í ríkjum ESB 44 ár árið 2021 en gert er ráð fyrir að því gildi verði ekki náð á Íslandi fyrr en árið 2069. Mannfjöldi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Samkvæmt háspá eru 5% líkur á að íbúar verði fleiri en 760 þúsund og 95% líkur á þeir verði færri. Lágspá gefur til kynna að 5% líkur séu á að íbúar verði færri en 518 þúsund og 95% líkur á að þeir verði fleiri. Mannfjöldaspáin byggir á líkönum um frjósemi, dánartíðni og búferlaflutninga og eru niðurstöðurnar notaðar fyrir heildarmannfjöldaspána. Með uppfærðu tölfræðilíkani er hægt að reikna staðbundnar spár þar sem leiðrétt er fyrir ofmati á íbúafjölda, til dæmis vegna þeirra sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutningana auk þess sem hægt er að nýta fyrirfram þekkingu í líkönunum. Niðurstöður nýju mannfjöldaspárinnar sýna bæði gildi og óvissumælingar. Spáin felur ekki í sér áhrif hugsanlegra áfalla af völdum náttúrulegra, félagslegra eða efnahagslegra orsaka. Frjósemishlutfall verður 1,4 barn á hverja konu (13-55 ára) árið 2073 samkvæmt miðgildi spárinnar. Frjósemishlutfallið gæti orðið á bilinu 1,3 til 1,5 (með 90% líkum) árið 2073. Til samanburðar er lægsta áætlaða hlutfall (1,4) fyrir Ísland árið 2073 hærra en meðalfrjósemishlutfall innan Evrópusambandsins sem var 1,4 börn á hverja konu árið 2022. Samkvæmt miðgildi spárinnar aukast lífslíkur kvenna við fæðingu og verða 89 ár árið 2073, samanborið við 84 ár árið 2022, og lífslíkur karla hækka úr 81 ári í 84 ár, þ.e. aukast um 0,1 ár hvert ár. Fjöldi aðfluttra verður meiri en fjöldi brottfluttra allt tímabilið, fyrst og fremst vegna búferlaflutninga erlendra ríkisborgara. Nettó leitni búferlaflutninga mun liggja á milli 1000 og 9000 einstaklinga næstu 50 árin með 90% líkindum. Samkvæmt mannfjöldaspánni er gert ráð fyrir eftirfarandi breytingum: Hlutfall íbúa á vinnualdri (16 til 74 ára) mun lækka úr 74% árið 2023 í 68% árið 2074 samkvæmt miðgildi spárinnar. Eftir 2057 verður elsti aldurshópurinn (eldri en 65 ára) fjölmennari en sá yngsti (yngri en 20 ára) samkvæmt miðgildi spárinnar. Miðaldur Íslendinga var 36 ár árið 2023 og gert er ráð fyrir að hann verði 45 ár árið 2074. Öldrun þjóðarinnar stafar af minnkandi frjósemi og auknum lífslíkum. Þessi þróun er þó hægari á Íslandi en í ríkjum ESB vegna ungs aldurs erlendra ríkisborgara sem flytjast til landsins og hás frjósemishlutfalls miðað við meðaltal innan sambandsins. Til samanburðar var miðaldur í ríkjum ESB 44 ár árið 2021 en gert er ráð fyrir að því gildi verði ekki náð á Íslandi fyrr en árið 2069.
Mannfjöldi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira