Veður

Á­fram hvasst við suður­ströndina

Atli Ísleifsson skrifar
Frost verður á bilinu eitt til fimmtán stig og kaldast norðan heiða.
Frost verður á bilinu eitt til fimmtán stig og kaldast norðan heiða. Vísir/Vilhelm

Hæð er nú yfir Grænlandi, en víðáttumikið lægðasvæði allangt suður af landinu. Gera má ráð fyrir austlægri átt í dag, yfirleitt fimm til þrettán metrum á sekúndu en talsvert hvassara við suðurströndina með snörpum vindhviðum. Aðstæður geta verið varasamar ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að víða verði léttskýjað, en skýjað og stöku él suðaustan- og austantil.

Frost verður á bilinu eitt til fimmtán stig og kaldast norðan heiða. Sums staðar verður þó frostlaust við suður- og vesturströndina.

Hægari vindur á morgun og laugardag, en svipað veður áfram.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag og laugardag: Hæg austlæg átt, en 8-15 m/s syðst. Skýjað og líkur á stöku éljum austanlands, annars bjart að mestu. Frost 0 til 15 stig, kaldast á Norðurlandi.

Á sunnudag: Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 og bjart með köflum, en skýjað og lítilsháttar él austanlands. Hiti breytist lítið.

Á mánudag: Hæg breytileg átt og dálítil él á víð og dreif. Áfram kalt í veðri.

Á þriðjudag: Sunnanátt og þykknar upp, rigning eða snjókoma vestantil síðdegis eða um kvöldið. Hlýnandi veður.

Á miðvikudag: Sunnanátt og rigning, en úrkomulítið á norðaustanverðu landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×