Ulrik Wilbek vill losna við kvennalandsliðið úr Viborg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. desember 2023 10:31 Ulrik Wilbek vill ekki fleiri landsleiki í Viborg. vísir/getty/epa Borgarstjórinn í Viborg vill að danska kvennalandsliðið í fótbolta finni sér nýjan heimavöll, utan borgarinnar. Danmörk tapaði fyrir Íslandi, 0-1, í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni í gær. Vegna tapsins misstu Danir af möguleikanum á að spila á Ólympíuleikunum á næsta ári. Leikurinn fór fram á Energi Viborg Arena sem hefur verið heimavöllur danska kvennalandsliðsins undanfarin átta ár. Það gæti þó breyst því borgarstjórinn í Viborg vill að losna við danska liðið úr borginni. Borgarstjórinn í Viborg er Íslendingum að góðu kunnur, handboltaþjálfarinn fyrrverandi Ulrik Wilbek. Hann var þjálfari danska karlalandsliðsins þegar það átti margar eftirminnilegar rimmur við það íslenska fyrir nokkrum árum. Í viðtali við bold.dk sagði Wilbek að það tæki sinn toll að halda landsleiki í borginni og það gæti verið erfitt að fá áhorfendur til að mæta á svona marga leiki á svona mörgum árum. „Þú þarft að passa að markaðurinn verði ekki mettur. Ég held líka að leikmennirnir hugsi með sér að þeir hafi verið lengi hérna. Svo það er líklega rétt fyrir okkur að framlengja ekki samninginn,“ sagði Wilbek og bætti við að danska knattspyrnusambandið skildi afstöðu borgarstjórnar Viborg. Að sögn Wilbek ráða fjármunir ekki för enda kostar það borgina ekki mikið að halda landsleiki. Því fylgi hins vegar talsvert umstang og hann hafi svo heyrt að landsliðskonurnar hafi áhuga á að breyta til og spila annars staðar sem auðveldi ákvörðunina. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Danski boltinn Danmörk Tengdar fréttir Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6. desember 2023 09:31 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Danmörk tapaði fyrir Íslandi, 0-1, í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni í gær. Vegna tapsins misstu Danir af möguleikanum á að spila á Ólympíuleikunum á næsta ári. Leikurinn fór fram á Energi Viborg Arena sem hefur verið heimavöllur danska kvennalandsliðsins undanfarin átta ár. Það gæti þó breyst því borgarstjórinn í Viborg vill að losna við danska liðið úr borginni. Borgarstjórinn í Viborg er Íslendingum að góðu kunnur, handboltaþjálfarinn fyrrverandi Ulrik Wilbek. Hann var þjálfari danska karlalandsliðsins þegar það átti margar eftirminnilegar rimmur við það íslenska fyrir nokkrum árum. Í viðtali við bold.dk sagði Wilbek að það tæki sinn toll að halda landsleiki í borginni og það gæti verið erfitt að fá áhorfendur til að mæta á svona marga leiki á svona mörgum árum. „Þú þarft að passa að markaðurinn verði ekki mettur. Ég held líka að leikmennirnir hugsi með sér að þeir hafi verið lengi hérna. Svo það er líklega rétt fyrir okkur að framlengja ekki samninginn,“ sagði Wilbek og bætti við að danska knattspyrnusambandið skildi afstöðu borgarstjórnar Viborg. Að sögn Wilbek ráða fjármunir ekki för enda kostar það borgina ekki mikið að halda landsleiki. Því fylgi hins vegar talsvert umstang og hann hafi svo heyrt að landsliðskonurnar hafi áhuga á að breyta til og spila annars staðar sem auðveldi ákvörðunina.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Danski boltinn Danmörk Tengdar fréttir Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6. desember 2023 09:31 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6. desember 2023 09:31