„Þær eru eins og staðan er í dag því miður bara töluvert betri en við“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. desember 2023 21:56 Hjalti Þór, þjálfari Vals, á ærið verkefni fyrir höndum að stilla saman strengi hjá sínu liði Vísir/Bára Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var nokkuð beygður eftir tap hans kvenna gegn Grindavík á heimavelli í kvöld, lokatölur 72-93 í Origo höllinni og annað tap Vals í röð staðreynd og það sjötta í tólf leikjum. Valsliðið byrjaði síðustu tvo leiki ansi flatt en Hjalta tókst að afstýra því að þessu sinni. Eftir ágæta byrjun á 3. leikhluta tóku Grindvíkingar svo öll völd á vellinum og leiddu með 20 stigum fyrir lokaátökin. „Við svo sem byrjum ágætlega þannig og byrjum 3. leikhluta reyndar ágætlega, náum þessu niður í átta eða sex. Svo einhvern veginn var vindurinn búinn. Þær fóru að hitta öllu og fengu í raun það sem þær vildu. Kredit líka á Grindavík, bara þrælgóðar. „Þær eru eins og staðan er í dag því miður bara töluvert betri en við.“ Grindvíkingar spiluðu fast og hratt í kvöld og pressuðu Val stíft nánast allan leikinn. Voru leikmenn Vals mögulega ekki klárir í þessi átök? „Við vorum svo sem búnar að fara yfir það að það eru mjög „agressívar“ stelpur hjá Grindavík. Við vissum það en einhvern veginn náðum við ekki að framkvæma hlutina. En Grindavík gerði vel og við vorum hálf týndar í okkar aðgerðum.“ Nú er einn leikur eftir fyrir jól og svo tekur við langt jólafrí. Aðspurður sagði Hjalti að hann tæki fríinu alveg fagnandi að þessu sinni, liðið þyrfti að æfa vel saman og þá sérstaklega varnarleikinn. „Við þurfum að æfa, það er alveg klárt mál. Við þurfum að ná okkur betur saman og varnarlega þurfum við að tengja betur saman. Við erum alltof mikið að fara tvær, þrjár og fjórar í sama manninn og „róteringarnar“ eru bara ekki á tæru. Svo erum við alltof langt frá mönnunum okkar og þær fá galopin skot, bæði í þessum leik og á móti Haukum. Þetta er bara eitthvað sem við erum að vinna í, alveg klárlega.“ Það verður þá kannski lítið jólafrí hjá Val þetta árið? „Við auðvitað tökum eitthvað frí en við þurfum að æfa vel, það er klárt mál.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira
Valsliðið byrjaði síðustu tvo leiki ansi flatt en Hjalta tókst að afstýra því að þessu sinni. Eftir ágæta byrjun á 3. leikhluta tóku Grindvíkingar svo öll völd á vellinum og leiddu með 20 stigum fyrir lokaátökin. „Við svo sem byrjum ágætlega þannig og byrjum 3. leikhluta reyndar ágætlega, náum þessu niður í átta eða sex. Svo einhvern veginn var vindurinn búinn. Þær fóru að hitta öllu og fengu í raun það sem þær vildu. Kredit líka á Grindavík, bara þrælgóðar. „Þær eru eins og staðan er í dag því miður bara töluvert betri en við.“ Grindvíkingar spiluðu fast og hratt í kvöld og pressuðu Val stíft nánast allan leikinn. Voru leikmenn Vals mögulega ekki klárir í þessi átök? „Við vorum svo sem búnar að fara yfir það að það eru mjög „agressívar“ stelpur hjá Grindavík. Við vissum það en einhvern veginn náðum við ekki að framkvæma hlutina. En Grindavík gerði vel og við vorum hálf týndar í okkar aðgerðum.“ Nú er einn leikur eftir fyrir jól og svo tekur við langt jólafrí. Aðspurður sagði Hjalti að hann tæki fríinu alveg fagnandi að þessu sinni, liðið þyrfti að æfa vel saman og þá sérstaklega varnarleikinn. „Við þurfum að æfa, það er alveg klárt mál. Við þurfum að ná okkur betur saman og varnarlega þurfum við að tengja betur saman. Við erum alltof mikið að fara tvær, þrjár og fjórar í sama manninn og „róteringarnar“ eru bara ekki á tæru. Svo erum við alltof langt frá mönnunum okkar og þær fá galopin skot, bæði í þessum leik og á móti Haukum. Þetta er bara eitthvað sem við erum að vinna í, alveg klárlega.“ Það verður þá kannski lítið jólafrí hjá Val þetta árið? „Við auðvitað tökum eitthvað frí en við þurfum að æfa vel, það er klárt mál.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjá meira