„Átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2023 21:41 Karólína Lea skoraði sigurmarkið í Viborg. ANP/Getty Images „Tilfinningin er frábær, geggjað að vinna Dani eftir að þær byrjuðu á flugeldasýningu fyrir framan okkur,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, markaskorari Íslands, eftir frækinn 1-0 sigur á Viborg í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Ísland vann 1-0 sigur í Viborg en hitastigið var nær alkuli heldur en eitthvað annað og leikmenn Íslands flestar búnar að vefja utan um sig teppi á leið sinni inn í klefann. Það var þó ljóst að flugeldasýning Dana í upphafi leiks kveikti í íslenska liðinu sem sá til þess að þær dönsku voru ekki með neina flugeldasýningu inn á vellinum. „Við ætluðum inn í þennan leik til að vinna og ekkert annað. Sýndum góða frammistöðu í dag og sigldum þessu heim.“ „Ég átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar samt sem áður. Fanney (Inga Birkisdóttir) frábær í markinu, mikið hrós á hana. Varnarlínan hélt gríðarlega vel og svo vorum við oft góðar á boltann svo ég er gríðarlega stolt af mínu liði.“ „Það var gaman (að skora sigurmarkið). Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) sagði við mig í hálfleik að ég myndi skora ef ég ætti eitt skot í viðbót, var búin að klúðra einhverjum færum í fyrri hálfleik. Gríðarlega gaman að skora loksins, langt síðan ég skoraði fyrir Ísland.“ „Ég er búin á því. Nú er endurheimt fyrir risaleik með Bayer Leverkusen á mánudaginn. Mætum Bayern Munchen sem verður gríðarlega sérstakur leikur en ég er góð,“ sagði Karólína Lea – leikmaður Bayern sem er á láni hjá Leverkusen - um stöðuna á sér en hún fór tvívegis niður meidd í leiknum. Að lokum var Karólína Lea spurð um komandi jólafrí og þó hún elski fótbolta þá fagnar hún smá pásu. „Ég ætla að njóta í botn. Ég elska að spila fótbolta og búin að njóta þess mikið að fá mikinn spiltíma en ég ætla að njóta vel að vera í fríi.“ Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Ísland vann 1-0 sigur í Viborg en hitastigið var nær alkuli heldur en eitthvað annað og leikmenn Íslands flestar búnar að vefja utan um sig teppi á leið sinni inn í klefann. Það var þó ljóst að flugeldasýning Dana í upphafi leiks kveikti í íslenska liðinu sem sá til þess að þær dönsku voru ekki með neina flugeldasýningu inn á vellinum. „Við ætluðum inn í þennan leik til að vinna og ekkert annað. Sýndum góða frammistöðu í dag og sigldum þessu heim.“ „Ég átti erfitt með að anda því mér var svo kalt í fyrri hálfleik en við vorum sjóðheitar samt sem áður. Fanney (Inga Birkisdóttir) frábær í markinu, mikið hrós á hana. Varnarlínan hélt gríðarlega vel og svo vorum við oft góðar á boltann svo ég er gríðarlega stolt af mínu liði.“ „Það var gaman (að skora sigurmarkið). Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) sagði við mig í hálfleik að ég myndi skora ef ég ætti eitt skot í viðbót, var búin að klúðra einhverjum færum í fyrri hálfleik. Gríðarlega gaman að skora loksins, langt síðan ég skoraði fyrir Ísland.“ „Ég er búin á því. Nú er endurheimt fyrir risaleik með Bayer Leverkusen á mánudaginn. Mætum Bayern Munchen sem verður gríðarlega sérstakur leikur en ég er góð,“ sagði Karólína Lea – leikmaður Bayern sem er á láni hjá Leverkusen - um stöðuna á sér en hún fór tvívegis niður meidd í leiknum. Að lokum var Karólína Lea spurð um komandi jólafrí og þó hún elski fótbolta þá fagnar hún smá pásu. „Ég ætla að njóta í botn. Ég elska að spila fótbolta og búin að njóta þess mikið að fá mikinn spiltíma en ég ætla að njóta vel að vera í fríi.“
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31 Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 5. desember 2023 21:31
Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10