Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2023 21:10 Leikmenn Íslands fagna með markverðinum unga, Fanneyju Ingu Birkisdóttur. EPA-EFE/Johnny Pedersen „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. Ísland vann öflugan sigur í Viborg sem gerði það að verkum að Danmörk tókst ekki að vinna riðilinn en fyrir var ljóst að Ísland myndi enda í 3. sæti og væri á leið í umspil um að halda sæti sínu í A-deild. Það er mikilvægt fyrir undankeppni næsta Evrópumóts. Dregið verður á mánudag en Ísland getur mætt Ungverjalandi, Króatíu, Serbíu eða Bosníu. Fanney Inga var hreint út sagt frábær í kvöld og sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að þrátt fyrir að það stæði 18 ára í vegabréfinu þá væri hún um það bil þrítug í anda. „Ég hef heyrt það nokkuð oft sem er smá fyndið því foreldrar mínir eru nýorðin þrítug, eða svona, þau eru 37 ára,“ sagði Fanney Inga og hló. Fanney Inga lét alkulið í Viborg ekki fá á sig og var mjög yfirveguð í öllum sínum aðgerðum. Að öðrum ólöstuðum var hún besti leikmaður Íslands og vallarins í kvöld. „Mér leið mjög vel. Er með frábæra leikmenn fyrir framan mig, þegar maður er með svona góða leikmenn með sér í liði þarf maður ekkert að vera stressaður.“ „Ég held þetta setjist ekkert inn fyrr en ég kem heim til Íslands. Ég er enn að jafna mig eftir þjóðsönginn, það var geggjuð stund og frábært að spila þennan leik,“ sagði Fanney Inga að endingu. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Ísland vann öflugan sigur í Viborg sem gerði það að verkum að Danmörk tókst ekki að vinna riðilinn en fyrir var ljóst að Ísland myndi enda í 3. sæti og væri á leið í umspil um að halda sæti sínu í A-deild. Það er mikilvægt fyrir undankeppni næsta Evrópumóts. Dregið verður á mánudag en Ísland getur mætt Ungverjalandi, Króatíu, Serbíu eða Bosníu. Fanney Inga var hreint út sagt frábær í kvöld og sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að þrátt fyrir að það stæði 18 ára í vegabréfinu þá væri hún um það bil þrítug í anda. „Ég hef heyrt það nokkuð oft sem er smá fyndið því foreldrar mínir eru nýorðin þrítug, eða svona, þau eru 37 ára,“ sagði Fanney Inga og hló. Fanney Inga lét alkulið í Viborg ekki fá á sig og var mjög yfirveguð í öllum sínum aðgerðum. Að öðrum ólöstuðum var hún besti leikmaður Íslands og vallarins í kvöld. „Mér leið mjög vel. Er með frábæra leikmenn fyrir framan mig, þegar maður er með svona góða leikmenn með sér í liði þarf maður ekkert að vera stressaður.“ „Ég held þetta setjist ekkert inn fyrr en ég kem heim til Íslands. Ég er enn að jafna mig eftir þjóðsönginn, það var geggjuð stund og frábært að spila þennan leik,“ sagði Fanney Inga að endingu.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira