Heilsusveinki vekur athygli á TikTok Artasan 6. desember 2023 09:04 „þú mátt segja öllum fullorðnu vinum mínum að muna að taka inn After Party á áramótunum, ég nenni ekki að vera eini sem verður í góðu skapi þegar nýtt ár byrjar.“ Hinn svokallaði Heilsusveinki hefur vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlinum TikTok en við skulum skyggnast inn í heim hans og kynnast hans venjum á jólunum. Heilsusveinki er enginn venjulegur jólasveinn en hann hefur skotist upp á stjörnuheiminn á TikTok og margir eflaust tekið eftir þessum nýja jólasvein sem enginn hefur orðið var við síðustu árin. Heilsusveinki hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl og heilsu og vill óðum koma boðskap sínum til fólks nú um hátíðirnar. Heilsusveinki var tekinn í stutt viðtal en við skulum sjá hvað hann hefur að segja um tilkomu sína á TikTok og hvað hann er að bralla. @heilsuhillan Kevin,, ert þú bara einn heima???? #heilsusveinki #kevin #homealone #desember #jól #fyp original sound - heilsuhillan Hver er Heilsusveinki? „Já ég skal nú segja ykkur það að ég er fjórtándi jólasveininn og ég elska allt sem tengist heilsu, og þá meina ég bæði andlegri og líkamlegri heilsu því öll viljum við líða vel, held ég alveg örugglega. Jólin mín eru reyndar ekki alveg eins og ykkar, mín jól eru í janúar en ekki núna í desember, þannig að þegar þið eruð að gúffa í ykkur óþarflega miklu magni (að mínu mati) af sælgæti og sukkeríi þá er ég enn þá bara að gæða mér á tómötum og bláberjum, það er svo gott fyrir heilsuna og lætur mér líða svo vel. Málið er reyndar líka að allir hinir þrettán bræður mínir fá alla athyglina í desember því ég er alltaf svo sokkinn í heilsuna og hef aldrei viljað vera með, en ég sé smá eftir því núna, því að jólin eru svo skemmtileg og allir bræður mínir elska þessa hátíð. Annars er líka flott að ég eigi mín jól eftir í janúar því að þegar þið ætlið að fara að rífa ykkur í gang í janúar þá eru mín jól rétt að byrja og ég á alla gleðina eftir, aleinn út af fyrir sjálfan mig.“ Hverju má fólk búast við í desember? „Vó, góð spurning herra fréttamaður! Fólk má búast við algjörri veislu í desember, ég ætla að heimsækja nokkrar vel þekktar bíómyndir sem mörg ykkar þekkið líklega og horfið á í kringum hátíðirnar, þar er ég svona aðallega að kenna þessu fólki hvað heilsan er mikilvæg, Kevin verður til dæmis að fara að taka inn Disney vítamín, ég hef aldrei séð hann taka vítamín þegar ég hef kíkt úr fjöllunum og hann er nú bara barn og er í þokkabót einn heima um jólin. Ég ætla líka að leyfa ykkur að hitta aðeins hana Grýlu en grey konan er komin á breytingaskeiðið sem fer ekki fram hjá neinum, eins frábær kafli og þetta er samt í lífi kvenna. Ég átti svo bókaðan símatíma með tannálfinum um daginn, ég skil ekkert af hverju öll þessi börn hérna eru tannlaus, getur hann ekki sett GUM tannkrem undir koddann hjá þeim og þá kannski haldast tennurnar upp í þeim? Seinna í desember ætla ég svo að hitta kattliðugan jólaköttinn sem er góður félagi minn og páskakanínuna sem er með súkkulaði á heilanum, ég átta mig ekki alveg á því en ég ætla að reyna kenna honum hvað heilsan er mikilvæg fyrir börnin sem hann er alltaf að troða endalausu súkkulaði í. Kannski er það honum að kenna að öll börn eru tannlaus, ég bara veit það ekki. Ef að ég ætti að gefa ykkur eitt ráð fyrir jólin þá er það að fylgjast vel með mér á TikTok því eins og ég segi enn og aftur, þetta verður algjör veisla!“ @heilsuhillan Ert þú með allt á hreinu fyrir jólaboðin?? #heilsusveinki #christmasvacation #desember #jól #fyp #samstarf original sound - heilsuhillan Hvað er svo framundan hjá Heilsusveinka? „Í stuttu máli sagt þá nenni ég ekkert að pæla neitt fram í tímann, mér finnst nóg að pæla bara í deginum í dag og njóta. Enn fyrst að þú spyrð að þessari spurningu þá get ég farið í langa svarið og viðurkennt að ég er búinn að plana allskonar hittinga og símtöl í desember auðvitað eins og ég sagði hér áðan. Svo er ég líka bara rétt að byrja á TikTok en fólkið þarna úti má heldur betur spenna beltin og bíða spennt eftir mér, Heilsusveinka. Ég er svo spenntur að vera með ykkur og sýna ykkur aðeins frá mér í desember og hvað ég er svona yfirleitt að bralla fyrir mín jól. Ég gæti alveg eins bara verið kominn til að vera, en við skulum sjá til, ég nenni ekki að pæla of mikið í því núna, ekki vera að stressa mig svona herra fréttamaður.“ „Ég vona líka að ég fái kannski smá athygli núna, þar sem bræður mínir eru klikkað athyglissjúkir í desember. Þeir eru líka allir svo miklir nammigrísir og elska piparkökur og kakó á nóttunni sem börn setja í gluggann þegar þeir brjótast inn hjá saklausu fólki til þess að þefa úr táfýlu skóm hjá börnum, meira ruglið af hverju býður þeim enginn jarðarber? Já eða epli?, stundum fá þeir reyndar mandarínur, en af hverju leyfir Grýla þeim að láta svona, hún kannski stoppar þetta eftir að hún er byrjuð að taka inn Femarelle. Ekki misskilja samt, ég elska bræður mína mjög mikið og við erum allir góðir vinir, en nú er komið að mér, Heilsusveinka. Eitt enn fréttamaður, þú mátt segja öllum fullorðnu vinum mínum að muna að taka inn After Party á áramótunum, ég nenni ekki að vera eini sem verður í góðu skapi þegar nýtt ár byrjar.“ Heilsa Jól Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
Heilsusveinki er enginn venjulegur jólasveinn en hann hefur skotist upp á stjörnuheiminn á TikTok og margir eflaust tekið eftir þessum nýja jólasvein sem enginn hefur orðið var við síðustu árin. Heilsusveinki hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl og heilsu og vill óðum koma boðskap sínum til fólks nú um hátíðirnar. Heilsusveinki var tekinn í stutt viðtal en við skulum sjá hvað hann hefur að segja um tilkomu sína á TikTok og hvað hann er að bralla. @heilsuhillan Kevin,, ert þú bara einn heima???? #heilsusveinki #kevin #homealone #desember #jól #fyp original sound - heilsuhillan Hver er Heilsusveinki? „Já ég skal nú segja ykkur það að ég er fjórtándi jólasveininn og ég elska allt sem tengist heilsu, og þá meina ég bæði andlegri og líkamlegri heilsu því öll viljum við líða vel, held ég alveg örugglega. Jólin mín eru reyndar ekki alveg eins og ykkar, mín jól eru í janúar en ekki núna í desember, þannig að þegar þið eruð að gúffa í ykkur óþarflega miklu magni (að mínu mati) af sælgæti og sukkeríi þá er ég enn þá bara að gæða mér á tómötum og bláberjum, það er svo gott fyrir heilsuna og lætur mér líða svo vel. Málið er reyndar líka að allir hinir þrettán bræður mínir fá alla athyglina í desember því ég er alltaf svo sokkinn í heilsuna og hef aldrei viljað vera með, en ég sé smá eftir því núna, því að jólin eru svo skemmtileg og allir bræður mínir elska þessa hátíð. Annars er líka flott að ég eigi mín jól eftir í janúar því að þegar þið ætlið að fara að rífa ykkur í gang í janúar þá eru mín jól rétt að byrja og ég á alla gleðina eftir, aleinn út af fyrir sjálfan mig.“ Hverju má fólk búast við í desember? „Vó, góð spurning herra fréttamaður! Fólk má búast við algjörri veislu í desember, ég ætla að heimsækja nokkrar vel þekktar bíómyndir sem mörg ykkar þekkið líklega og horfið á í kringum hátíðirnar, þar er ég svona aðallega að kenna þessu fólki hvað heilsan er mikilvæg, Kevin verður til dæmis að fara að taka inn Disney vítamín, ég hef aldrei séð hann taka vítamín þegar ég hef kíkt úr fjöllunum og hann er nú bara barn og er í þokkabót einn heima um jólin. Ég ætla líka að leyfa ykkur að hitta aðeins hana Grýlu en grey konan er komin á breytingaskeiðið sem fer ekki fram hjá neinum, eins frábær kafli og þetta er samt í lífi kvenna. Ég átti svo bókaðan símatíma með tannálfinum um daginn, ég skil ekkert af hverju öll þessi börn hérna eru tannlaus, getur hann ekki sett GUM tannkrem undir koddann hjá þeim og þá kannski haldast tennurnar upp í þeim? Seinna í desember ætla ég svo að hitta kattliðugan jólaköttinn sem er góður félagi minn og páskakanínuna sem er með súkkulaði á heilanum, ég átta mig ekki alveg á því en ég ætla að reyna kenna honum hvað heilsan er mikilvæg fyrir börnin sem hann er alltaf að troða endalausu súkkulaði í. Kannski er það honum að kenna að öll börn eru tannlaus, ég bara veit það ekki. Ef að ég ætti að gefa ykkur eitt ráð fyrir jólin þá er það að fylgjast vel með mér á TikTok því eins og ég segi enn og aftur, þetta verður algjör veisla!“ @heilsuhillan Ert þú með allt á hreinu fyrir jólaboðin?? #heilsusveinki #christmasvacation #desember #jól #fyp #samstarf original sound - heilsuhillan Hvað er svo framundan hjá Heilsusveinka? „Í stuttu máli sagt þá nenni ég ekkert að pæla neitt fram í tímann, mér finnst nóg að pæla bara í deginum í dag og njóta. Enn fyrst að þú spyrð að þessari spurningu þá get ég farið í langa svarið og viðurkennt að ég er búinn að plana allskonar hittinga og símtöl í desember auðvitað eins og ég sagði hér áðan. Svo er ég líka bara rétt að byrja á TikTok en fólkið þarna úti má heldur betur spenna beltin og bíða spennt eftir mér, Heilsusveinka. Ég er svo spenntur að vera með ykkur og sýna ykkur aðeins frá mér í desember og hvað ég er svona yfirleitt að bralla fyrir mín jól. Ég gæti alveg eins bara verið kominn til að vera, en við skulum sjá til, ég nenni ekki að pæla of mikið í því núna, ekki vera að stressa mig svona herra fréttamaður.“ „Ég vona líka að ég fái kannski smá athygli núna, þar sem bræður mínir eru klikkað athyglissjúkir í desember. Þeir eru líka allir svo miklir nammigrísir og elska piparkökur og kakó á nóttunni sem börn setja í gluggann þegar þeir brjótast inn hjá saklausu fólki til þess að þefa úr táfýlu skóm hjá börnum, meira ruglið af hverju býður þeim enginn jarðarber? Já eða epli?, stundum fá þeir reyndar mandarínur, en af hverju leyfir Grýla þeim að láta svona, hún kannski stoppar þetta eftir að hún er byrjuð að taka inn Femarelle. Ekki misskilja samt, ég elska bræður mína mjög mikið og við erum allir góðir vinir, en nú er komið að mér, Heilsusveinka. Eitt enn fréttamaður, þú mátt segja öllum fullorðnu vinum mínum að muna að taka inn After Party á áramótunum, ég nenni ekki að vera eini sem verður í góðu skapi þegar nýtt ár byrjar.“
Heilsa Jól Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira