Hafnaði boði forsætisráðuneytisins vegna afstöðuleysis í Palestínumálum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. desember 2023 08:24 Þórdís Helgadóttir rithöfundur mun ekki lesa upp úr bók sinni á starfsmannafundi forsætisráðuneytisins. Bjartur/Vísir/Vilhelm Þórdísi Helgadóttur rithöfundi barst boð um að kynna nýútgefna bók sína Armeló á starfsmannafundi í forætisráðuneytinu næstkomandi mánudag. Hún segist hafa hafnað boðinu á grundvelli aðgerðaleysis ráðuneytisins í málefnum Palestínu. Í Facebook-færslu segir Þórdís að henni hafi borist bréf úr „húsi valdsins“ þess efnis að áhugi væri fyrir því að hún kæmi á starfsmannafund á mánudaginn næsta, kynnti bók sína og læsi úr henni. Þórdís segist hafa svarað bréfinu á þann veg að hún yrði að afþakka boðið. „Þetta eru undarlegir tímar þar sem hver dagur er nýtt áfall og maður fylgist með því þar sem verið er að myrða börn í þúsundavís – ég næ varla utan um það að ég sé einu sinni að skrifa þessi orð. Eins og svo mörg önnur upplifi ég gríðarlegan vanmátt, okkur finnst við vera að hrópa út í tómið hvern einasta dag, þar sem við biðlum til stjórnvalda að gera þó að minnsta kosti það litla sem í þeirra valdi stendur til að spyrna á móti bókstaflegu þjóðarmorði,“ segir í svari Þórdísar. Vill að allir Palestínumenn fái alþjóðlega vernd Hún segist gera sér fulla grein fyrir því að margt af starfsfólki ráðuneytisins sé í sjálfu sér ekki í stöðu til að hafa áhrif. En innan veggja húss valdsins séu svo sannarlega líka þau sem fara með ákvörðunarvaldið fyrir hönd þjóðarinnar. Þá biður hún sendandann um að kom á framfæri þremur einlægum óskum hennar. „Um a) að veita öllum Palestínumönnum hér á landi alþjóðlega vernd af mannúðarástæðum, b) greiða fyrir tafarlausri fjölskyldusameiningu, c) fordæma þjóðarmorðið fullum fetum á alþjóðavettvangi og d) slíta stjórnmálasambandi við Ísraelsríki,“ segir jafnframt í svarinu. Ekki venjulegar kringumstæður „Þetta eru okkar börn. Það er undir okkur öllum komið að gera það sem við getum. Ég er svo sem bara átakafælinn rithöfundur úti í bæ sem vill auglýsa eigin verk sem mest og best, og undir venjulegum kringumstæðum væri auðvitað hægt að halda notalega bókmenntastund á aðventunni án þess að spyrja um pólitíska afstöðu. En kringumstæðurnar eru ekki venjulegar og ég veit yfirhöfuð ekki alveg hvernig við eigum að fara að því að njóta aðventunnar. Þess vegna mun ég líka birta afrit af þessu svari á samfélagsmiðlum,“ segir loks í færslunni. Átök í Ísrael og Palestínu Bókmenntir Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Í Facebook-færslu segir Þórdís að henni hafi borist bréf úr „húsi valdsins“ þess efnis að áhugi væri fyrir því að hún kæmi á starfsmannafund á mánudaginn næsta, kynnti bók sína og læsi úr henni. Þórdís segist hafa svarað bréfinu á þann veg að hún yrði að afþakka boðið. „Þetta eru undarlegir tímar þar sem hver dagur er nýtt áfall og maður fylgist með því þar sem verið er að myrða börn í þúsundavís – ég næ varla utan um það að ég sé einu sinni að skrifa þessi orð. Eins og svo mörg önnur upplifi ég gríðarlegan vanmátt, okkur finnst við vera að hrópa út í tómið hvern einasta dag, þar sem við biðlum til stjórnvalda að gera þó að minnsta kosti það litla sem í þeirra valdi stendur til að spyrna á móti bókstaflegu þjóðarmorði,“ segir í svari Þórdísar. Vill að allir Palestínumenn fái alþjóðlega vernd Hún segist gera sér fulla grein fyrir því að margt af starfsfólki ráðuneytisins sé í sjálfu sér ekki í stöðu til að hafa áhrif. En innan veggja húss valdsins séu svo sannarlega líka þau sem fara með ákvörðunarvaldið fyrir hönd þjóðarinnar. Þá biður hún sendandann um að kom á framfæri þremur einlægum óskum hennar. „Um a) að veita öllum Palestínumönnum hér á landi alþjóðlega vernd af mannúðarástæðum, b) greiða fyrir tafarlausri fjölskyldusameiningu, c) fordæma þjóðarmorðið fullum fetum á alþjóðavettvangi og d) slíta stjórnmálasambandi við Ísraelsríki,“ segir jafnframt í svarinu. Ekki venjulegar kringumstæður „Þetta eru okkar börn. Það er undir okkur öllum komið að gera það sem við getum. Ég er svo sem bara átakafælinn rithöfundur úti í bæ sem vill auglýsa eigin verk sem mest og best, og undir venjulegum kringumstæðum væri auðvitað hægt að halda notalega bókmenntastund á aðventunni án þess að spyrja um pólitíska afstöðu. En kringumstæðurnar eru ekki venjulegar og ég veit yfirhöfuð ekki alveg hvernig við eigum að fara að því að njóta aðventunnar. Þess vegna mun ég líka birta afrit af þessu svari á samfélagsmiðlum,“ segir loks í færslunni.
Átök í Ísrael og Palestínu Bókmenntir Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira