Körfubolti

Lög­mál leiksins um skrokkinn á Klay: „Getur bara verið góður í fjórða hverjum leik“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skrokkurinn á Klay Thompson var til umræðu.
Skrokkurinn á Klay Thompson var til umræðu. Christian Petersen/Getty Images

„Maður spyr sig eftir þennan leik, það hefur verið pínu stef að liðið hefur verið að missa niður forystu,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Lögmál leiksins, um lið Golden State Warriors.

Lögmál leiksins er á dagskrá klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Þar verður farið yfir gengi Stephen Curry og félaga í Golden State Warriors.

„Fjórði leikurinn sem þeir missa niður tíu stiga forystu eða meira,“ bætti Tómas Steindórsson við.

„Eru að missa flugið í miðjum leikjum, ekki að ná takti. Höfum séð Andrew Wiggins og Klay Thompson eiga slakt tímabil á þeirra mælikvarða. Hvað er í gangi hjá Warriors,“ spurði Kjartan Atli svo.

„Wiggins er að eiga öll tímabilin sín nema í rauninni í fyrra,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson áður en Tómas greip orðið á lofti.

„Skrokkurinn á Klay er bara þannig að hann getur bara verið góður í fjórða hverjum leik.“

„Ef þú ætlar að vera þannig og með litla breidd ofan á það ásamt því að treysta á að Brandin Podziemski setji 15 stig þá kann það ekki góðri lukku að stýra,“ bætti Sigurður Orri svo við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×