Lögmál leiksins er á dagskrá klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Þar verður farið yfir gengi Stephen Curry og félaga í Golden State Warriors.
„Fjórði leikurinn sem þeir missa niður tíu stiga forystu eða meira,“ bætti Tómas Steindórsson við.
„Eru að missa flugið í miðjum leikjum, ekki að ná takti. Höfum séð Andrew Wiggins og Klay Thompson eiga slakt tímabil á þeirra mælikvarða. Hvað er í gangi hjá Warriors,“ spurði Kjartan Atli svo.
„Wiggins er að eiga öll tímabilin sín nema í rauninni í fyrra,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson áður en Tómas greip orðið á lofti.
„Skrokkurinn á Klay er bara þannig að hann getur bara verið góður í fjórða hverjum leik.“
„Ef þú ætlar að vera þannig og með litla breidd ofan á það ásamt því að treysta á að Brandin Podziemski setji 15 stig þá kann það ekki góðri lukku að stýra,“ bætti Sigurður Orri svo við.