„Svo situr maður grátandi með honum á kvöldin að tala við mömmu hans“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 4. desember 2023 12:16 Sameer hefur búið hjá íslenskri fósturfjölskyldu síðustu mánuði og hefur aðlagast íslensku samfélagi vel. Samsett mynd Fósturfjölskylda tólf ára drengs frá Palestínu sem synjað hefur verið um vernd á Íslandi segir tilhugsunina um að hann verði sendur aftur til Grikklands foreldralaus skelfilega. Þau gagnrýna upplýsingaskort stjórnvalda og vona að Palestínumönnum verði veitt sérstök vernd. Sameer, sem er tólf ára, kom til Íslands fyrir rúmum átta mánuðum í fylgd fjórtán ára frænda og föðurbróður frá Grikklandi eftir að hafa yfirgefið fjölskyldu sína í Palestínu fyrir rúmu ári. Hann hefur búið hjá íslenskri fósturfjölskyldu frá því í júní og segir Anna Guðrún Ingadóttir fósturmóðir hans hann hafa aðlagast vel, gangi í skóla og æfi fótbolta. Fyrir rúmum mánuði hafi þeim síðan verið tjáð að þeir frændur hafi fengið synjun um vernd hér á landi og í kjölfarið hafi þau farið að leita svara frá stjórnvöldum. „Sem við fáum í rauninni ekki því við erum ekki forráðamenn og það má ekki að tjá sig um þeirra mál við okkur þannig við við vitum rosa lítið,“ segir Anna og bætir við að málið sé nú í ferli hjá kærunefnd Útlendingastofnunar. „Við höfum núna verið að senda tölvupóst á alla ráðherra og þingmenn og ítrekanir en fáum engin svör þar heldur og maður einhvern veginn heyrir ekki í neinum og veit ekki neitt og svo situr maður grátandi með honum á kvöldin að tala við mömmu hans sem er einhvers staðar undir berum himni sofandi og sprengjurnar eru að springa í kringum hana og við getum ekki einu sinni svarað honum hvort hann fái að vera hérna eða hvort hann fari til Grikklands þar sem hann er á götunni,“ segir Anna. Sameer hafi þurft að berjast fyrir lífi sínu á Grikklandi ásamt frændum sínum og hann fái martraðir um það á hverri nóttu. Þá berist nánast daglega upplýsingar um að ættmenni hans hafi dáið í sprengingum. „Þetta er alveg mjög mjög erfitt og þurfa bæta því ofan á að vita ekki hvort hann fái að vera er alveg gjörsamlega galið og maður verður svo ótrúlega reiður,“ segir Anna jafnframt. Fjölskyldan vilji sjá stjórnvöld virkja 44. grein útlendingalaga um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta frá ákvæðnum svæðum fyrir Palestínumenn líkt og gert var til að mynda fyrir fólk frá Úkraínu. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins um hvort það kæmi til greina og fékk þau svör frá aðstoðarmanni að það hafi ekki verið rætt en verði örugglega rætt. Þá muni ráðherra ekki tjá sig um einstaka mál. Palestína Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Grikkland Tengdar fréttir Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Palestínska fánanum flaggað við Ráðhúsið, Háskólann og Hallgrímskirkju Palestínski fáinn blakti við hún við Ráðhús Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Hallgrímskirkju í morgun. Svo virðist sem um gjörning sé að ræða. 29. nóvember 2023 11:28 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Sameer, sem er tólf ára, kom til Íslands fyrir rúmum átta mánuðum í fylgd fjórtán ára frænda og föðurbróður frá Grikklandi eftir að hafa yfirgefið fjölskyldu sína í Palestínu fyrir rúmu ári. Hann hefur búið hjá íslenskri fósturfjölskyldu frá því í júní og segir Anna Guðrún Ingadóttir fósturmóðir hans hann hafa aðlagast vel, gangi í skóla og æfi fótbolta. Fyrir rúmum mánuði hafi þeim síðan verið tjáð að þeir frændur hafi fengið synjun um vernd hér á landi og í kjölfarið hafi þau farið að leita svara frá stjórnvöldum. „Sem við fáum í rauninni ekki því við erum ekki forráðamenn og það má ekki að tjá sig um þeirra mál við okkur þannig við við vitum rosa lítið,“ segir Anna og bætir við að málið sé nú í ferli hjá kærunefnd Útlendingastofnunar. „Við höfum núna verið að senda tölvupóst á alla ráðherra og þingmenn og ítrekanir en fáum engin svör þar heldur og maður einhvern veginn heyrir ekki í neinum og veit ekki neitt og svo situr maður grátandi með honum á kvöldin að tala við mömmu hans sem er einhvers staðar undir berum himni sofandi og sprengjurnar eru að springa í kringum hana og við getum ekki einu sinni svarað honum hvort hann fái að vera hérna eða hvort hann fari til Grikklands þar sem hann er á götunni,“ segir Anna. Sameer hafi þurft að berjast fyrir lífi sínu á Grikklandi ásamt frændum sínum og hann fái martraðir um það á hverri nóttu. Þá berist nánast daglega upplýsingar um að ættmenni hans hafi dáið í sprengingum. „Þetta er alveg mjög mjög erfitt og þurfa bæta því ofan á að vita ekki hvort hann fái að vera er alveg gjörsamlega galið og maður verður svo ótrúlega reiður,“ segir Anna jafnframt. Fjölskyldan vilji sjá stjórnvöld virkja 44. grein útlendingalaga um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta frá ákvæðnum svæðum fyrir Palestínumenn líkt og gert var til að mynda fyrir fólk frá Úkraínu. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins um hvort það kæmi til greina og fékk þau svör frá aðstoðarmanni að það hafi ekki verið rætt en verði örugglega rætt. Þá muni ráðherra ekki tjá sig um einstaka mál.
Palestína Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Grikkland Tengdar fréttir Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Palestínska fánanum flaggað við Ráðhúsið, Háskólann og Hallgrímskirkju Palestínski fáinn blakti við hún við Ráðhús Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Hallgrímskirkju í morgun. Svo virðist sem um gjörning sé að ræða. 29. nóvember 2023 11:28 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33
Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55
Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07
Palestínska fánanum flaggað við Ráðhúsið, Háskólann og Hallgrímskirkju Palestínski fáinn blakti við hún við Ráðhús Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Hallgrímskirkju í morgun. Svo virðist sem um gjörning sé að ræða. 29. nóvember 2023 11:28