Ellefu handteknir vegna dreifingar á „falsaðri“ ólífuolíu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2023 12:06 Framboð á olífuolíu í ár mun ekki svara eftirspurn. Ellefu hafa verið handteknir í aðgerðum lögregluyfirvalda á Ítalíu og Spáni og hald lagt á rúmlega 5.000 lítra af ólífuolíu. Um er að ræða glæpagengi sem er grunað um að hafa freistað þess að selja unna olíu sem hreina „virgin“ og „extra virgin“ olíu. Grunur vaknaði fyrst við skoðun olíuflutningabifreiðar í borginni Ciudad Real. Rannsókn leiddi í ljós umfangsmikla starfsemi sem miðaði að því að dreifa unni olíu undir fölsku flaggi út um allan heim. Á Spáni var lággæða olía unnin til að auka tærleika hennar og gögn fölsuð til að selja olíuna sem hreina og óunna olíu. Þá var dýrari olíu einnig blandað út í ódýrari olíuna til að drýgja hana. Rannsóknin teygði sig að lokum til Ítalíu, þar sem sama starfsemi átti sér stað. Eins og fyrr segir voru ellefu handteknir, í átta húsleitum á Ítalíu og Spáni. Lagt var hald á 5.200 lítra af olíu, fjórar bifreiðar og 91 þúsund evrur í peningum. Þá voru bankareikningar frystir. Verð á ólífuolíu hefur hækkað vegna þurrka og óhagstæðra veðurskilyrða í Evrópu. Ársframleiðslan á heimsvísu er talin munu verða um 2,4 milljón tonn en eftirspurnin er áætluð nema um 3 tonnum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem upp kemst um umfangsmikla glæpastarfsemi í kringum matvæli en árið 2021 voru sautján handteknir í aðgerðum yfirvalda á Spáni vegna svika með saffron. Kryddið var flutt inn frá Íran en selt undir vernduðu og mikilsmetnu spænsku vörumerki. Hald var lagt á hálft tonn af saffroni í aðgerðunum. Matvælaframleiðsla Spánn Ítalía Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Grunur vaknaði fyrst við skoðun olíuflutningabifreiðar í borginni Ciudad Real. Rannsókn leiddi í ljós umfangsmikla starfsemi sem miðaði að því að dreifa unni olíu undir fölsku flaggi út um allan heim. Á Spáni var lággæða olía unnin til að auka tærleika hennar og gögn fölsuð til að selja olíuna sem hreina og óunna olíu. Þá var dýrari olíu einnig blandað út í ódýrari olíuna til að drýgja hana. Rannsóknin teygði sig að lokum til Ítalíu, þar sem sama starfsemi átti sér stað. Eins og fyrr segir voru ellefu handteknir, í átta húsleitum á Ítalíu og Spáni. Lagt var hald á 5.200 lítra af olíu, fjórar bifreiðar og 91 þúsund evrur í peningum. Þá voru bankareikningar frystir. Verð á ólífuolíu hefur hækkað vegna þurrka og óhagstæðra veðurskilyrða í Evrópu. Ársframleiðslan á heimsvísu er talin munu verða um 2,4 milljón tonn en eftirspurnin er áætluð nema um 3 tonnum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem upp kemst um umfangsmikla glæpastarfsemi í kringum matvæli en árið 2021 voru sautján handteknir í aðgerðum yfirvalda á Spáni vegna svika með saffron. Kryddið var flutt inn frá Íran en selt undir vernduðu og mikilsmetnu spænsku vörumerki. Hald var lagt á hálft tonn af saffroni í aðgerðunum.
Matvælaframleiðsla Spánn Ítalía Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira