Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2023 08:01 Ásmundur og Moustafa voru saman á fyrstu tveimur leikjum Íslands í riðlakeppninni í Stafangri. Ásmundur reyndi að sannfæra þann egypska um að veita Norðurlöndunum HM 2029 eða 2031, þar á meðal nýrri höll á Íslandi. Vísir/Samsett Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Ásmundur Einar var fyrst og fremst mættur til Stafangurs í Noregi til að styðja stelpurnar okkar áfram en þær hafa spilað við Slóveníu og Frakkland það sem af er riðlakepppni HM og eiga fram undan úrslitaleik við Angóla um sæti í milliriðli. Ásmundur var tekinn tali fyrir leikinn við Frakka í gær. „Mér finnst þær bara ótrúlega flottar. Það er flott að sjá kraftinn í þeim og orkuna. Þetta er ungt lið og ég held að framtíðin sé gríðarlega björt. Það er gaman að sjá að þær séu komnar á þetta stig og þær gera miklu meira en að valda því.“ Klippa: Lofaði Hasan Moustafa Þjóðarhöll Hasan Moustafa er forseti IHF, og hefur verið frá því um aldamót. Hann er afar umdeildur en var sessunautur Ásmundar Daða í Stafangri á leikjunum tveimur. Vert var að spyrja hvernig samskiptin hefðu verið við hinn 79 ára gamla Moustafa. „Hann er kannski aðeins af annarri kynslóð en ég. En ég hvatti hann til þess að taka vel í umsókn Norðurlandanna um að halda HM 2029 eða 2031 og sagði honum að þá yrðum við Íslendingar að sjálfsögðu búnir að byggja þjóðarhöll. Þannig að hann þyrfti bara að koma með heimsmeistaramótið heim. Við hvöttum til þess en annars horfðum við bara á leikinn og má segja að hann hafi setið aðeins meira kjurr heldur en ég,“ segir Ásmundur. Ásmundur var þá spurður um möguleikann á því að brjóta loforð gegn manni eins og Moustafa. „Ég hef minnstar áhyggjur af því að brjóta loforð gegn þessum manni. En gagnvart íþróttunum þá ætlum við að byggja þjóðarhöll af því það verður að bæta aðstöðu íþróttanna okkkar. Við erum á síðustu metrunum með að klára samkomulag um þjóðarhöll með borginni og ríkinu. Það verður gaman að sjá það verkefni fara af stað og geta þá farið í fleiri slík verkefni,“ segir Ásmundur. Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Ásmundur Einar var fyrst og fremst mættur til Stafangurs í Noregi til að styðja stelpurnar okkar áfram en þær hafa spilað við Slóveníu og Frakkland það sem af er riðlakepppni HM og eiga fram undan úrslitaleik við Angóla um sæti í milliriðli. Ásmundur var tekinn tali fyrir leikinn við Frakka í gær. „Mér finnst þær bara ótrúlega flottar. Það er flott að sjá kraftinn í þeim og orkuna. Þetta er ungt lið og ég held að framtíðin sé gríðarlega björt. Það er gaman að sjá að þær séu komnar á þetta stig og þær gera miklu meira en að valda því.“ Klippa: Lofaði Hasan Moustafa Þjóðarhöll Hasan Moustafa er forseti IHF, og hefur verið frá því um aldamót. Hann er afar umdeildur en var sessunautur Ásmundar Daða í Stafangri á leikjunum tveimur. Vert var að spyrja hvernig samskiptin hefðu verið við hinn 79 ára gamla Moustafa. „Hann er kannski aðeins af annarri kynslóð en ég. En ég hvatti hann til þess að taka vel í umsókn Norðurlandanna um að halda HM 2029 eða 2031 og sagði honum að þá yrðum við Íslendingar að sjálfsögðu búnir að byggja þjóðarhöll. Þannig að hann þyrfti bara að koma með heimsmeistaramótið heim. Við hvöttum til þess en annars horfðum við bara á leikinn og má segja að hann hafi setið aðeins meira kjurr heldur en ég,“ segir Ásmundur. Ásmundur var þá spurður um möguleikann á því að brjóta loforð gegn manni eins og Moustafa. „Ég hef minnstar áhyggjur af því að brjóta loforð gegn þessum manni. En gagnvart íþróttunum þá ætlum við að byggja þjóðarhöll af því það verður að bæta aðstöðu íþróttanna okkkar. Við erum á síðustu metrunum með að klára samkomulag um þjóðarhöll með borginni og ríkinu. Það verður gaman að sjá það verkefni fara af stað og geta þá farið í fleiri slík verkefni,“ segir Ásmundur. Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira