„Það sem skiptir mestu máli er að maður er búinn að njóta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2023 19:56 Hildigunnur Einarsdottir spilaði sinn 100. A-landsleik í dag. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Hildigunnur Einarsdóttir spilaði sinn hundraðasta A-landsleik í dag fyrir Íslands hönd þegar liðið beið lægri hlut gegn Frökkum, 22-31, á HM í handbolta. Hildigunnur er að sjálfsögðu stolt af þessum áfanga og var nokkuð jákvæð eftir leik þrátt fyrir tap í dag gegn sjálfum Ólympíumeisturunum. „Hún er bara mjög blönduð. Þetta er öðruvísi en síðasti leikur. Við vissum að við værum að mæta bara einu af fimm bestu liðum í heimi þannig við voru meira að horfa á hvernig við myndum spila frekar en einhverjar niðurstöður og geta bætt okkar leik, bætt okkar sóknarleik og varnarleik. Í raun er níu marka tap ekkert hræðilegt miðað við að við byrjum í 7-0. Aftur verður fyrsta korterið okkur að miklu falli sóknarlega þar sem þær refsa okkur fyrir einfaldar sóknar tæknifeila. Þannig í raun að mörgu leyti margt frábært og kannski ekkert hræðilegt að enda þetta með níu á móti þessu liði,“ sagði Hildigunnur um tilfinninguna eftir leikinn. Franska liðið spilar gríðarlega hraðan bolta sem er hálfgerður ógjörningur við að eiga. „Þær eru geggjaðar sko. Hornamennirnir eru oft liggur við komnar upp á miðju og það er ekki búið að slútta, þær eru ógeðslega góðar að stela, dúndra fram og svo eru þær með svona leikmenn sem þú hugsar bara að þær geta komið á þig í allar áttir. Við þurfum að vera rosalega þéttar á þær, þetta eru svona skopparakringlur og svo koma bara einhverjar dúndrur. Þetta eru bara einar af bestu íþróttakonum í heimi, bestu handboltakonum í heimi, þær geta gert allt og eru ógeðslega góðar. Það var mjög gaman að mæta þeim en betra þegar við náðum aðeins að stjórna sóknarleiknum okkar og klára sóknirnar okkar betur og þá minnkuðum við líka hraðaupphlaupin hjá þeim og það er það sem breytti svolítið leiknum hjá okkur.“ Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti sannkallaðan stórleik en hún varði fjögur vítaskot í leiknum ásamt ótal dauðafærum og endaði með 14 varða bolta. Hildigunnur gat ekki annað en hrósað liðsfélaga sínum eftir slíka frammistöðu. „Elín Jóna á daginn, ég skal gefa henni daginn,“ sagði Hildigunnur brosandi og hélt áfram: „Hún var sturluð, hélt okkur bara inn í leiknum, ég veit alveg að þetta var enginn spennandi leikur, en hún hélt okkur frá því að þetta yrði eitthvað hræðilegt. Hún var ógeðslega góð, hún var stórkostleg! Þriðja vítið, þá sagði ég við Gústa (Ágúst Jóhannsson): „Hún tekur þetta“ og hún tók þetta. Hún var ógeðslega góð, aldrei séð annað eins hjá henni.“ Hildigunnur spilaði sinn hundraðasta A-landsleik í dag og var að sjálfsögðu stolt af áfanganum. „Bara gaman, geggjað, ógeðslega gaman að ná þessum árangri. Ég var ekkert viss í kringum áttatíu og eitthvað að ég færi svona langt og ég myndi spila svona lengi þannig þetta er bara ógeðslega gaman. Gaman að ná þessu og gaman að gera þetta hér og fjölskyldan er hérna og fullt af Íslendingum og ég er bara mjög stolt með þennan árangur.“ Hildigunnur einbeitt.EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Það er alltaf svona einn og einn einhver frábær leikur sem stendur upp úr og einhverjir óvæntir sigrar jafnvel og man meira segja hvort við unnum ekki Austurríki og komumst inn á EM fyrst, það var frábært. Fyrsti landsleikurinn ég mun aldrei gleyma honum á móti Hollandi í Hollandi, það er fullt af svona leikjum, þeir eru orðnir svo margir sko. Það sem skiptir mestu máli er að maður er búinn að njóta og það er það sem ég er að gera núna. Það er alltaf gaman að tikka inn tölur og allt það en vegferðin er búin að vera frábær og með frábærum stelpum og þjálfurum þannig það er það sem stendur og maður getur labbað stoltur frá sínum landsliðsferli þegar að því kemur og það er kannski svona það sem mun standa upp úr hjá mér á endanum; bara sátt með langan og góðan feril,“ sagði Hildigunnur enn fremur þegar hún var spurð hvaða stæði upp úr á sínum langa landsliðsferli. Klippa: Viðtal: Hildigunnur Einarsdóttir Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Sport Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Hildigunnur er að sjálfsögðu stolt af þessum áfanga og var nokkuð jákvæð eftir leik þrátt fyrir tap í dag gegn sjálfum Ólympíumeisturunum. „Hún er bara mjög blönduð. Þetta er öðruvísi en síðasti leikur. Við vissum að við værum að mæta bara einu af fimm bestu liðum í heimi þannig við voru meira að horfa á hvernig við myndum spila frekar en einhverjar niðurstöður og geta bætt okkar leik, bætt okkar sóknarleik og varnarleik. Í raun er níu marka tap ekkert hræðilegt miðað við að við byrjum í 7-0. Aftur verður fyrsta korterið okkur að miklu falli sóknarlega þar sem þær refsa okkur fyrir einfaldar sóknar tæknifeila. Þannig í raun að mörgu leyti margt frábært og kannski ekkert hræðilegt að enda þetta með níu á móti þessu liði,“ sagði Hildigunnur um tilfinninguna eftir leikinn. Franska liðið spilar gríðarlega hraðan bolta sem er hálfgerður ógjörningur við að eiga. „Þær eru geggjaðar sko. Hornamennirnir eru oft liggur við komnar upp á miðju og það er ekki búið að slútta, þær eru ógeðslega góðar að stela, dúndra fram og svo eru þær með svona leikmenn sem þú hugsar bara að þær geta komið á þig í allar áttir. Við þurfum að vera rosalega þéttar á þær, þetta eru svona skopparakringlur og svo koma bara einhverjar dúndrur. Þetta eru bara einar af bestu íþróttakonum í heimi, bestu handboltakonum í heimi, þær geta gert allt og eru ógeðslega góðar. Það var mjög gaman að mæta þeim en betra þegar við náðum aðeins að stjórna sóknarleiknum okkar og klára sóknirnar okkar betur og þá minnkuðum við líka hraðaupphlaupin hjá þeim og það er það sem breytti svolítið leiknum hjá okkur.“ Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti sannkallaðan stórleik en hún varði fjögur vítaskot í leiknum ásamt ótal dauðafærum og endaði með 14 varða bolta. Hildigunnur gat ekki annað en hrósað liðsfélaga sínum eftir slíka frammistöðu. „Elín Jóna á daginn, ég skal gefa henni daginn,“ sagði Hildigunnur brosandi og hélt áfram: „Hún var sturluð, hélt okkur bara inn í leiknum, ég veit alveg að þetta var enginn spennandi leikur, en hún hélt okkur frá því að þetta yrði eitthvað hræðilegt. Hún var ógeðslega góð, hún var stórkostleg! Þriðja vítið, þá sagði ég við Gústa (Ágúst Jóhannsson): „Hún tekur þetta“ og hún tók þetta. Hún var ógeðslega góð, aldrei séð annað eins hjá henni.“ Hildigunnur spilaði sinn hundraðasta A-landsleik í dag og var að sjálfsögðu stolt af áfanganum. „Bara gaman, geggjað, ógeðslega gaman að ná þessum árangri. Ég var ekkert viss í kringum áttatíu og eitthvað að ég færi svona langt og ég myndi spila svona lengi þannig þetta er bara ógeðslega gaman. Gaman að ná þessu og gaman að gera þetta hér og fjölskyldan er hérna og fullt af Íslendingum og ég er bara mjög stolt með þennan árangur.“ Hildigunnur einbeitt.EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Það er alltaf svona einn og einn einhver frábær leikur sem stendur upp úr og einhverjir óvæntir sigrar jafnvel og man meira segja hvort við unnum ekki Austurríki og komumst inn á EM fyrst, það var frábært. Fyrsti landsleikurinn ég mun aldrei gleyma honum á móti Hollandi í Hollandi, það er fullt af svona leikjum, þeir eru orðnir svo margir sko. Það sem skiptir mestu máli er að maður er búinn að njóta og það er það sem ég er að gera núna. Það er alltaf gaman að tikka inn tölur og allt það en vegferðin er búin að vera frábær og með frábærum stelpum og þjálfurum þannig það er það sem stendur og maður getur labbað stoltur frá sínum landsliðsferli þegar að því kemur og það er kannski svona það sem mun standa upp úr hjá mér á endanum; bara sátt með langan og góðan feril,“ sagði Hildigunnur enn fremur þegar hún var spurð hvaða stæði upp úr á sínum langa landsliðsferli. Klippa: Viðtal: Hildigunnur Einarsdóttir
Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Sport Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira