Íbúum í Skagafirði fjölgar og fjölgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. desember 2023 14:31 Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri í Skagafirði, sem er að sjálfsögðu mjög ánægður með hvað íbúum er að fjölga mikið í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum Skagafjarðar fjölgar og fjölgar og eru nú orðnir rúmlega fjögur þúsund og fjögur hundruð en alls hefur fjölgað um 80 íbúa á árinu. Mikið er byggt út um allt í sveitarfélaginu en það, sem skortir eru vinnandi hendur því næga atvinnu er að hafa í Skagafirði. Skagafjörður er sveitarfélag, sem varð til 6. júní 1998 við sameiningu 11 sveitarfélaga í Skagafirði. Sauðárkrókur er lang stærst bærinn en svo eru það þéttbýlisstaðirnir Hofsós, Hólar í Hjaltadal og Varmahlíð, sem tilheyra sveitarfélaginu. Sigfús Ingi Sigfússon er sveitarstjóri í Skagafirði. „Hér er lífið bara mjög gott nú sem endranær. Það er uppgangur hér og talsverð fjölgun íbúa í öllum póstnúmerum, bæði dreifbýli og þéttbýli. Hér vantar í rauninni fleiri hendur til starfa og við glímum við það eins og önnur sveitarfélög að fylgja á eftir þessum vexti með því að fjölga íbúðum þannig að fólk geti flutt hingað. Ætli okkur hafi ekki fjölgað um svona 80 manns á þessu ári og gæti verið enn meira eins og ég segi með auknum byggingarhraða og framkvæmdum,“ segir Sigfús Ingi. Sauðárkrókur er langstærsti bærinn en svo eru það þéttbýlisstaðirnir Hofsós, Hólar í Hjaltadal og Varmahlíð, sem tilheyra sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í Skagafjörðinn? „Það er það gleðilega að þetta eru bæði heimamenn, sem eru kannski að snúa aftur eða fólk, sem hefur einhverja tengingu hingað en svo er bara í vaxandi mæli fólki að flytja hingað, sem sér kosti dreifbýlis umfram þéttbýlis, sem hefur enga tengingu við staðinn og líkar hér mjög vel og festir rætur.“ Og atvinnumálin, hvernig er staðan þar? „Já, ætli við séum ekki með eitthvert læsta atvinnuleysið á landinu. Eins og ég segi, hér vantar bara hendur og það er margt fram undan á næsta ári, bæði af hálfu okkar sveitarfélagsins í framkvæmdum og einnig annarra aðila,“ segir Sigfús Ingi. Skagafjörður Mannfjöldi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Skagafjörður er sveitarfélag, sem varð til 6. júní 1998 við sameiningu 11 sveitarfélaga í Skagafirði. Sauðárkrókur er lang stærst bærinn en svo eru það þéttbýlisstaðirnir Hofsós, Hólar í Hjaltadal og Varmahlíð, sem tilheyra sveitarfélaginu. Sigfús Ingi Sigfússon er sveitarstjóri í Skagafirði. „Hér er lífið bara mjög gott nú sem endranær. Það er uppgangur hér og talsverð fjölgun íbúa í öllum póstnúmerum, bæði dreifbýli og þéttbýli. Hér vantar í rauninni fleiri hendur til starfa og við glímum við það eins og önnur sveitarfélög að fylgja á eftir þessum vexti með því að fjölga íbúðum þannig að fólk geti flutt hingað. Ætli okkur hafi ekki fjölgað um svona 80 manns á þessu ári og gæti verið enn meira eins og ég segi með auknum byggingarhraða og framkvæmdum,“ segir Sigfús Ingi. Sauðárkrókur er langstærsti bærinn en svo eru það þéttbýlisstaðirnir Hofsós, Hólar í Hjaltadal og Varmahlíð, sem tilheyra sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í Skagafjörðinn? „Það er það gleðilega að þetta eru bæði heimamenn, sem eru kannski að snúa aftur eða fólk, sem hefur einhverja tengingu hingað en svo er bara í vaxandi mæli fólki að flytja hingað, sem sér kosti dreifbýlis umfram þéttbýlis, sem hefur enga tengingu við staðinn og líkar hér mjög vel og festir rætur.“ Og atvinnumálin, hvernig er staðan þar? „Já, ætli við séum ekki með eitthvert læsta atvinnuleysið á landinu. Eins og ég segi, hér vantar bara hendur og það er margt fram undan á næsta ári, bæði af hálfu okkar sveitarfélagsins í framkvæmdum og einnig annarra aðila,“ segir Sigfús Ingi.
Skagafjörður Mannfjöldi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira