Stakk Chauvin 22 sinnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. desember 2023 11:07 Chauvin var stunginn 22 sinnum í FCI-alríkisfangelsinu í Tuscon í Arizona. AP Samfangi Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem myrti George Floyd í maí 2020, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk Chauvin 22 sinnum í alríkisfangelsi í Arizona í síðasta mánuði. Fanginn sem um ræðir heitir John Tursack og er 52 ára. Hann afplánar nú 30 ára fangelsisdóm vegna hinna ýmsu brota sem hann framdi á meðan hann var uppljóstrari á vegum bandarísku alríkislögreglunnar. Tursack hefur setið inni frá árinu 2001. Í yfirheyrslum sagðist Tursack, sem áður var meðlimur í mexíkósku glæpagengi, fyrst hafa fengið þá hugdettu að ráða Chauvin bana fyrir um mánuði. Hann hafi valið daginn, föstudaginn í síðustu viku, af táknrænum ástæðum. Þann daginn halda Bandaríkjamenn upp á „Svartan föstudag“ (e. Black Friday), og þótti Tursack viðeigandi að ráðast þá á Chauvin, með vísan til Black Lives Matter-hreyfingarinnar. Morð Chauvins, sem var lögreglumaður í Minnesota, á Floyd í vakti gríðarlega hörð viðbrögð víða um heim og vakti upp háværar umræður um ofbeldi lögreglumanna í garð svarts fólks. Dró fyrri yfirlýsingar til baka Tursack er þá sagður hafa haldið því fram að hann hefði drepið Chauvin ef fangaverðir hefðu ekki stöðvað hann. Hann virðist þó nú hafa dregið til baka yfirlýsingar um að hann hefði haft ásetning til að myrða Chauvin. Dómsmálaráðherra Minnesota, Keith Ellison, sagðist hryggur yfir árásinni. Chauvin var sóttur til saka í krafti embættis hans. „Hann var réttilega dæmdur fyrir afbrot sín og rétt eins og hver annar maður í fangelsi ætti hann að geta afplánað dóm sinn án þess að lifa í ótta um hefndaraðgerðir eða ofbeldi,“ sagði í yfirlýsingu frá ráðherranum. Chauvin var sakfelldur í sjö ákæruliðum og afplánar nú 22 og hálfs árs fangelsisdóm. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira
Fanginn sem um ræðir heitir John Tursack og er 52 ára. Hann afplánar nú 30 ára fangelsisdóm vegna hinna ýmsu brota sem hann framdi á meðan hann var uppljóstrari á vegum bandarísku alríkislögreglunnar. Tursack hefur setið inni frá árinu 2001. Í yfirheyrslum sagðist Tursack, sem áður var meðlimur í mexíkósku glæpagengi, fyrst hafa fengið þá hugdettu að ráða Chauvin bana fyrir um mánuði. Hann hafi valið daginn, föstudaginn í síðustu viku, af táknrænum ástæðum. Þann daginn halda Bandaríkjamenn upp á „Svartan föstudag“ (e. Black Friday), og þótti Tursack viðeigandi að ráðast þá á Chauvin, með vísan til Black Lives Matter-hreyfingarinnar. Morð Chauvins, sem var lögreglumaður í Minnesota, á Floyd í vakti gríðarlega hörð viðbrögð víða um heim og vakti upp háværar umræður um ofbeldi lögreglumanna í garð svarts fólks. Dró fyrri yfirlýsingar til baka Tursack er þá sagður hafa haldið því fram að hann hefði drepið Chauvin ef fangaverðir hefðu ekki stöðvað hann. Hann virðist þó nú hafa dregið til baka yfirlýsingar um að hann hefði haft ásetning til að myrða Chauvin. Dómsmálaráðherra Minnesota, Keith Ellison, sagðist hryggur yfir árásinni. Chauvin var sóttur til saka í krafti embættis hans. „Hann var réttilega dæmdur fyrir afbrot sín og rétt eins og hver annar maður í fangelsi ætti hann að geta afplánað dóm sinn án þess að lifa í ótta um hefndaraðgerðir eða ofbeldi,“ sagði í yfirlýsingu frá ráðherranum. Chauvin var sakfelldur í sjö ákæruliðum og afplánar nú 22 og hálfs árs fangelsisdóm.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira