,,Búinn að vera hérna nánast daglega síðan 1998” Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2023 22:52 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét ,,Það voru tilfinningar fyrir þennan leik, ég lýg því ekki,” sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, eftir magnaðan sigur gegn Stjörnunni í nágrannaslag í Subway-deild karla í kvöld. Kjartan Atli þekkir Stjörnuna vel eftir að hafa spilað þar lengi sem leikmaður og eftir það var hann líka þjálfari hjá félaginu. Í kvöld mætti hann sem andstæðingur og náði í flottan sigur með sitt lið. ,,Okkur fannst við pínu pressulausir eftir sigurinn gegn Val. Við komum inn í þennan leik og upplifðum ekki mikla pressu þannig. Fyrir mig persónulega, þá er ég búinn að vera hérna nánast daglega síðan 1998. Mér langaði í þennan sigur. Ég ætla ekki að ljúga því að þetta hafði ekki þýðingu. Þetta var skemmtilegur leikur og ég er ótrúlega stoltur af strákunum.” ,,Stjarnan er frábært lið. Þeir eru rosalega góðir að keyra niður tempóið og hægja á því. Þeir eru alltaf að reyna að finna glufur á vörninni og eru rosalega góðir í því. Við töluðum um það fyrir leik að fara ekki of hátt og ekki of lágt, halda okkur við leikplanið. Mér fannst strákarnir vera mjög einbeittir. Ville Tahvanainen kom svo með risaþrista. Hann skaut okkur aftur inn í leikinn.” Tahvanainen var fenginn frá Haukum í leikmannaskiptum - sem er nýjung í íslenskum körfubolta - fyrr í þessari viku og var hann að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Hann átti stórleik og setti mikilvæg skot. ,,Þessi skipti gengu fullkomlega upp fyrir bæði lið í fyrstu umferð. Ville var gæinn sem okkur vantaði, sem er tilbúinn að teygja á gólfinu. Haukarnir fengu frábæran leikmann og frábæra persónu í Daniel Love. Þetta eru tveir öðlingar. Þeir eru sáttir, Haukar eru sáttir og Álftanes er sátt. Ég held að það séu allir sáttir við þetta,” sagði Kjartan Atli að lokum. ,,Þetta gerist ekki í úrslitakeppninni” Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Álftanesi í Subway-deildinni í kvöld. Stjarnan náði tvisvar níu stiga forskoti í leiknum en missti það frá sér í bæði skiptin. ,,Fyrra forskotið, hvernig við komum út úr fyrri hálfleiknum var mjög slæmt. Hitt forskotið, í minningunni, þá fannst mér við gera ágætlega. Þeir setja erfið skot. Mér fannst við spila allt í lagi á þeim tíma en þeir mjög vel. Í fyrra áhlaupinu þá vorum við ekki að spila vel og það var erfiðara,” sagði Arnar eftir leik. Stjörnumenn gerðu heimskuleg mistök sem reyndust dýrkeypt. Þeir voru þá að setja Álftnesinga of mikið á vítalínuna. ,,Við töluðum um það núna. Antti fær tæknivillu sem er dýr og Kevin fær á sig óíþróttamannslega villu sem er dýr. Við setjum þá of mikið á vítalínuna. Þeir skjóta 20 og eitthvað vítum. Þegar við erum að spila vel varnarlega erum við að gera okkur seka um að gefa þeim vítaskot.” ,,Við erum í desember og núna lögum við þetta hjá okkur. Við lærum af þessu og þetta gerist ekki í úrslitakeppninni. Þetta er drullufúlt og við þurfum að laga þetta,” sagði Arnar og bætti við: ,,Við erum það lið í deildinni sem er að brjóta mest, við erum að gefa flest vítaskot í deildinni miðað við hlutfall sókn. Við þurfum að bæta það. Alls staðar annars staðar erum við eitt besta liðið. Um leið og við lögum þetta, þá held ég að við verðum mjög góðir.” Subway-deild karla Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira
Kjartan Atli þekkir Stjörnuna vel eftir að hafa spilað þar lengi sem leikmaður og eftir það var hann líka þjálfari hjá félaginu. Í kvöld mætti hann sem andstæðingur og náði í flottan sigur með sitt lið. ,,Okkur fannst við pínu pressulausir eftir sigurinn gegn Val. Við komum inn í þennan leik og upplifðum ekki mikla pressu þannig. Fyrir mig persónulega, þá er ég búinn að vera hérna nánast daglega síðan 1998. Mér langaði í þennan sigur. Ég ætla ekki að ljúga því að þetta hafði ekki þýðingu. Þetta var skemmtilegur leikur og ég er ótrúlega stoltur af strákunum.” ,,Stjarnan er frábært lið. Þeir eru rosalega góðir að keyra niður tempóið og hægja á því. Þeir eru alltaf að reyna að finna glufur á vörninni og eru rosalega góðir í því. Við töluðum um það fyrir leik að fara ekki of hátt og ekki of lágt, halda okkur við leikplanið. Mér fannst strákarnir vera mjög einbeittir. Ville Tahvanainen kom svo með risaþrista. Hann skaut okkur aftur inn í leikinn.” Tahvanainen var fenginn frá Haukum í leikmannaskiptum - sem er nýjung í íslenskum körfubolta - fyrr í þessari viku og var hann að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Hann átti stórleik og setti mikilvæg skot. ,,Þessi skipti gengu fullkomlega upp fyrir bæði lið í fyrstu umferð. Ville var gæinn sem okkur vantaði, sem er tilbúinn að teygja á gólfinu. Haukarnir fengu frábæran leikmann og frábæra persónu í Daniel Love. Þetta eru tveir öðlingar. Þeir eru sáttir, Haukar eru sáttir og Álftanes er sátt. Ég held að það séu allir sáttir við þetta,” sagði Kjartan Atli að lokum. ,,Þetta gerist ekki í úrslitakeppninni” Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Álftanesi í Subway-deildinni í kvöld. Stjarnan náði tvisvar níu stiga forskoti í leiknum en missti það frá sér í bæði skiptin. ,,Fyrra forskotið, hvernig við komum út úr fyrri hálfleiknum var mjög slæmt. Hitt forskotið, í minningunni, þá fannst mér við gera ágætlega. Þeir setja erfið skot. Mér fannst við spila allt í lagi á þeim tíma en þeir mjög vel. Í fyrra áhlaupinu þá vorum við ekki að spila vel og það var erfiðara,” sagði Arnar eftir leik. Stjörnumenn gerðu heimskuleg mistök sem reyndust dýrkeypt. Þeir voru þá að setja Álftnesinga of mikið á vítalínuna. ,,Við töluðum um það núna. Antti fær tæknivillu sem er dýr og Kevin fær á sig óíþróttamannslega villu sem er dýr. Við setjum þá of mikið á vítalínuna. Þeir skjóta 20 og eitthvað vítum. Þegar við erum að spila vel varnarlega erum við að gera okkur seka um að gefa þeim vítaskot.” ,,Við erum í desember og núna lögum við þetta hjá okkur. Við lærum af þessu og þetta gerist ekki í úrslitakeppninni. Þetta er drullufúlt og við þurfum að laga þetta,” sagði Arnar og bætti við: ,,Við erum það lið í deildinni sem er að brjóta mest, við erum að gefa flest vítaskot í deildinni miðað við hlutfall sókn. Við þurfum að bæta það. Alls staðar annars staðar erum við eitt besta liðið. Um leið og við lögum þetta, þá held ég að við verðum mjög góðir.”
Subway-deild karla Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira