Halli Egils fagnaði sigri eftir æsispennandi úrslitakvöld Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. desember 2023 11:45 Til vinstri er Halli Egils, sigurvegari kvöldsins, hægra megin við hann er Hörður Guðjónsson Vísir/ Egill Birgisson Hallgrímur Egilsson stóð uppi sem sigurvegari Úrvalsdeildarinnar í pílukasti árið 2023 eftir gríðarlega fjörugt og æsispennandi úrslitakvöld á Bullseye. Hann vann undanúrslitin 5-3 gegn Páli Péturssyni og lagði svo Hörð Guðjónsson 6-4 af velli í úrslitaleiknum. Í undanúrslitaviðureignum þurfti að vinna fimm leggi en í úrslitaleiknum sjálfum þurfti sex til sigurs. Ríkjandi meistari Úrvalsdeildarinnar í pílukasti, Vitor Charrua, tókst ekki að verja titilinn að þessu sinni. Undanúrslitin hófust með viðureign Harðar Guðjónssonar frá Pílufélagi Grindavíkur og Haralds Birgissonar frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar. Eftir spennandi rimmu þar sem Haraldur tók 3-1 forystu tókst Herði að snúa gengi sínu við, vann næstu fjóra leggi og kom sér í úrslitin. Hinum megin í undanúrslitunum voru þeir Hallgrímur Egilsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur og Páll Árni Pétursson úr Pílufélagi Grindavíkur. Jafnræði ríkti milli þeirra lengst af, þegar staðan var 4-3 Hallgrími í vil fékk Páll tækifæri til að jafna metin með útskoti á tvöföldum 20 en honum brást bogalistin. Hallgrímur hafði þrjár pílur til að skjóta sig út og komast í úrslitin en þurfti ekki nema eina. Klippa: Hápunktar úrslitakvölds Úrvalsdeildarinnar í pílukasti Það voru því þeir Hallgrímur og Hörður sem kepptu til úrslita. Hörður tók fyrsta legginn en Hallgrímur vann svo fimm af næstu sex leggjum eftir það. Spennuþrungið andrúmsloft ríkti og brekkan var orðin ansi brött fyrir Hörð. Hann klóraði vel í bakkann og vann næstu tvo leggi til að minnka muninn í 5-4. Herði gafst svo tækifæri til að jafna leikinn með útskoti á tvöföldum 20, en líkt og Páli í undanúrslitum brást honum bogalistin. Aftur hafði Hallgrímur þrjár pílur í hendi til að skjóta sig út og fagna sigri. Tvær þurfti til í þetta sinn en sigurinn engu að síður í hús. Klippa: Halli Egils hampaði sigri í Úrvalsdeildinni í pílukasti Hápunkta úrslitakvöldsins og viðtal við sigurvegarann Halla má finna í spilurunum hér að ofan. Eftirvæntingin er ekki síðri fyrir Stjörnupílunni sem fram fer annað kvöld þar sem keppendur spreyta sig sem frægir eru fyrir allt annað en pílukast. Stjörnupílan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld, laugardaginn 2. desember klukkan 19:30. Pílukast Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira
Í undanúrslitaviðureignum þurfti að vinna fimm leggi en í úrslitaleiknum sjálfum þurfti sex til sigurs. Ríkjandi meistari Úrvalsdeildarinnar í pílukasti, Vitor Charrua, tókst ekki að verja titilinn að þessu sinni. Undanúrslitin hófust með viðureign Harðar Guðjónssonar frá Pílufélagi Grindavíkur og Haralds Birgissonar frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar. Eftir spennandi rimmu þar sem Haraldur tók 3-1 forystu tókst Herði að snúa gengi sínu við, vann næstu fjóra leggi og kom sér í úrslitin. Hinum megin í undanúrslitunum voru þeir Hallgrímur Egilsson frá Pílukastfélagi Reykjavíkur og Páll Árni Pétursson úr Pílufélagi Grindavíkur. Jafnræði ríkti milli þeirra lengst af, þegar staðan var 4-3 Hallgrími í vil fékk Páll tækifæri til að jafna metin með útskoti á tvöföldum 20 en honum brást bogalistin. Hallgrímur hafði þrjár pílur til að skjóta sig út og komast í úrslitin en þurfti ekki nema eina. Klippa: Hápunktar úrslitakvölds Úrvalsdeildarinnar í pílukasti Það voru því þeir Hallgrímur og Hörður sem kepptu til úrslita. Hörður tók fyrsta legginn en Hallgrímur vann svo fimm af næstu sex leggjum eftir það. Spennuþrungið andrúmsloft ríkti og brekkan var orðin ansi brött fyrir Hörð. Hann klóraði vel í bakkann og vann næstu tvo leggi til að minnka muninn í 5-4. Herði gafst svo tækifæri til að jafna leikinn með útskoti á tvöföldum 20, en líkt og Páli í undanúrslitum brást honum bogalistin. Aftur hafði Hallgrímur þrjár pílur í hendi til að skjóta sig út og fagna sigri. Tvær þurfti til í þetta sinn en sigurinn engu að síður í hús. Klippa: Halli Egils hampaði sigri í Úrvalsdeildinni í pílukasti Hápunkta úrslitakvöldsins og viðtal við sigurvegarann Halla má finna í spilurunum hér að ofan. Eftirvæntingin er ekki síðri fyrir Stjörnupílunni sem fram fer annað kvöld þar sem keppendur spreyta sig sem frægir eru fyrir allt annað en pílukast. Stjörnupílan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld, laugardaginn 2. desember klukkan 19:30.
Pílukast Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira