Jákvætt að fulltrúum atvinnulífs hafi fjölgað á COP Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. desember 2023 19:34 Guðlaugur Þór segir mikla möguleika fyrir atvinnulífið á COP28 sem hófst í gær í Dúbaí. Vísir/Arnar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, heldur til Dúbaí eftir helgi á aðildríkjafund Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna, COP 28, sem hófst í gær. Alls eru skráðir á fundinn 84 þátttakendur frá Íslandi sem er nærri tvöföldun frá því í fyrra þegar 44 fóru á fundinn sem þá var haldinn í Egyptalandi. Meirihluti fulltrúa frá atvinnulífinu Guðlaugur Þór segir það verulega jákvætt hvað fulltrúum atvinnulífsins hefur farið fjölgandi á fundinn frá Íslandi. Stór hluti þeirra sem séu skráð á fundinn fari þangað sjálfstætt sem fulltrúar ýmissa fyrirtækja. Formleg sendinefnd Íslands er skipuð 12 fulltrúum frá forsætisráðuneytinu, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Umhverfisstofnun. „Meirihluti þeirra sem koma frá Íslandi eru frá atvinnulífinu,“ segir Guðlaugur Þór og að Íslendingar hafi margt fram að færa þegur kemur að til dæmis nýtingu jarðvarma. „Við byggjum á áratuga, eða 100 ára reynslu, á því sviði og það eitt og sér er gríðarlega mikilvægt og framlag fyrr okkur. Við höfum ekki gert nógu mikið af því að selja þetta hugvit. En það er að breytast,“ segir Guðlaugur Þór og heldur áfram: „Þegar kemur að loftslagsmálum snúast þau að langstærstum hluta um það að taka jarðefnaeldsneyti og taka það út og setja græna orku í staðinn. Síðan er til dæmis kolefnisföngum stórt atriði sem er nýtt á íslandi en byggir oft á grænni orku og er nú þegar orðin stór á Íslandi. Á Akranesi er stærsta varanlega kolefnisföngum í heimi hjá fyrirtækinu Running Tide sem byggir á þriggja milljarða króna erlendri fjárfestingu.” Fyrirtækið er eitt þeirra sem er með fulltrúa á fundinum. Breytingar þegar farnar af stað Guðlaugur segir í heildina sæki fundinn um 92 þúsund manns og að fjölmargir ólíkir viðburðir verði á fundinum. Til einföldunar megi segja að viðburðurinn snúi að stjórnmálum og svo atvinnulífinu. Spurður hvort hann sé spenntur að fara á fundinn segir Guðlaugur Þór að hann fari ekki erlendis nema hann meti það nauðsynlegt fyrir hagsmuni Íslands. „Það er enginn vafi um það að ég verð að vera þarna. Það væri eitthvað skrítið ef ég færi ekki.“ En heldurðu að það sé ekki mikill árangur af því að vera þarna? „Þetta er kannski tvenns konar. Það eru margir sem hafa áhyggjur af þeirri pólitísku niðurstöðu sem kemur út úr fundinum. En svo er bara mjög margt annað í gangi þarna og þau sem koma þarna af hálfu atvinnulífsins koma ekki á fundinn til að hafa áhrif á pólitíska yfirlýsingu. Þau koma því þau vilja fylgjast með því sem er að gerast annars staðar og mynda tengsl,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að þótt svo að þetta geti tengst þá séu þessar breytingar þegar farnar af stað. Það sé verið að setja fjármagn og hugvit í hringrásarhagkerfið, græna orku og föngunarverkefni. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu arabísku furstadæmin Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Alls eru skráðir á fundinn 84 þátttakendur frá Íslandi sem er nærri tvöföldun frá því í fyrra þegar 44 fóru á fundinn sem þá var haldinn í Egyptalandi. Meirihluti fulltrúa frá atvinnulífinu Guðlaugur Þór segir það verulega jákvætt hvað fulltrúum atvinnulífsins hefur farið fjölgandi á fundinn frá Íslandi. Stór hluti þeirra sem séu skráð á fundinn fari þangað sjálfstætt sem fulltrúar ýmissa fyrirtækja. Formleg sendinefnd Íslands er skipuð 12 fulltrúum frá forsætisráðuneytinu, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Umhverfisstofnun. „Meirihluti þeirra sem koma frá Íslandi eru frá atvinnulífinu,“ segir Guðlaugur Þór og að Íslendingar hafi margt fram að færa þegur kemur að til dæmis nýtingu jarðvarma. „Við byggjum á áratuga, eða 100 ára reynslu, á því sviði og það eitt og sér er gríðarlega mikilvægt og framlag fyrr okkur. Við höfum ekki gert nógu mikið af því að selja þetta hugvit. En það er að breytast,“ segir Guðlaugur Þór og heldur áfram: „Þegar kemur að loftslagsmálum snúast þau að langstærstum hluta um það að taka jarðefnaeldsneyti og taka það út og setja græna orku í staðinn. Síðan er til dæmis kolefnisföngum stórt atriði sem er nýtt á íslandi en byggir oft á grænni orku og er nú þegar orðin stór á Íslandi. Á Akranesi er stærsta varanlega kolefnisföngum í heimi hjá fyrirtækinu Running Tide sem byggir á þriggja milljarða króna erlendri fjárfestingu.” Fyrirtækið er eitt þeirra sem er með fulltrúa á fundinum. Breytingar þegar farnar af stað Guðlaugur segir í heildina sæki fundinn um 92 þúsund manns og að fjölmargir ólíkir viðburðir verði á fundinum. Til einföldunar megi segja að viðburðurinn snúi að stjórnmálum og svo atvinnulífinu. Spurður hvort hann sé spenntur að fara á fundinn segir Guðlaugur Þór að hann fari ekki erlendis nema hann meti það nauðsynlegt fyrir hagsmuni Íslands. „Það er enginn vafi um það að ég verð að vera þarna. Það væri eitthvað skrítið ef ég færi ekki.“ En heldurðu að það sé ekki mikill árangur af því að vera þarna? „Þetta er kannski tvenns konar. Það eru margir sem hafa áhyggjur af þeirri pólitísku niðurstöðu sem kemur út úr fundinum. En svo er bara mjög margt annað í gangi þarna og þau sem koma þarna af hálfu atvinnulífsins koma ekki á fundinn til að hafa áhrif á pólitíska yfirlýsingu. Þau koma því þau vilja fylgjast með því sem er að gerast annars staðar og mynda tengsl,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að þótt svo að þetta geti tengst þá séu þessar breytingar þegar farnar af stað. Það sé verið að setja fjármagn og hugvit í hringrásarhagkerfið, græna orku og föngunarverkefni.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu arabísku furstadæmin Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira