Jákvætt að fulltrúum atvinnulífs hafi fjölgað á COP Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. desember 2023 19:34 Guðlaugur Þór segir mikla möguleika fyrir atvinnulífið á COP28 sem hófst í gær í Dúbaí. Vísir/Arnar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, heldur til Dúbaí eftir helgi á aðildríkjafund Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna, COP 28, sem hófst í gær. Alls eru skráðir á fundinn 84 þátttakendur frá Íslandi sem er nærri tvöföldun frá því í fyrra þegar 44 fóru á fundinn sem þá var haldinn í Egyptalandi. Meirihluti fulltrúa frá atvinnulífinu Guðlaugur Þór segir það verulega jákvætt hvað fulltrúum atvinnulífsins hefur farið fjölgandi á fundinn frá Íslandi. Stór hluti þeirra sem séu skráð á fundinn fari þangað sjálfstætt sem fulltrúar ýmissa fyrirtækja. Formleg sendinefnd Íslands er skipuð 12 fulltrúum frá forsætisráðuneytinu, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Umhverfisstofnun. „Meirihluti þeirra sem koma frá Íslandi eru frá atvinnulífinu,“ segir Guðlaugur Þór og að Íslendingar hafi margt fram að færa þegur kemur að til dæmis nýtingu jarðvarma. „Við byggjum á áratuga, eða 100 ára reynslu, á því sviði og það eitt og sér er gríðarlega mikilvægt og framlag fyrr okkur. Við höfum ekki gert nógu mikið af því að selja þetta hugvit. En það er að breytast,“ segir Guðlaugur Þór og heldur áfram: „Þegar kemur að loftslagsmálum snúast þau að langstærstum hluta um það að taka jarðefnaeldsneyti og taka það út og setja græna orku í staðinn. Síðan er til dæmis kolefnisföngum stórt atriði sem er nýtt á íslandi en byggir oft á grænni orku og er nú þegar orðin stór á Íslandi. Á Akranesi er stærsta varanlega kolefnisföngum í heimi hjá fyrirtækinu Running Tide sem byggir á þriggja milljarða króna erlendri fjárfestingu.” Fyrirtækið er eitt þeirra sem er með fulltrúa á fundinum. Breytingar þegar farnar af stað Guðlaugur segir í heildina sæki fundinn um 92 þúsund manns og að fjölmargir ólíkir viðburðir verði á fundinum. Til einföldunar megi segja að viðburðurinn snúi að stjórnmálum og svo atvinnulífinu. Spurður hvort hann sé spenntur að fara á fundinn segir Guðlaugur Þór að hann fari ekki erlendis nema hann meti það nauðsynlegt fyrir hagsmuni Íslands. „Það er enginn vafi um það að ég verð að vera þarna. Það væri eitthvað skrítið ef ég færi ekki.“ En heldurðu að það sé ekki mikill árangur af því að vera þarna? „Þetta er kannski tvenns konar. Það eru margir sem hafa áhyggjur af þeirri pólitísku niðurstöðu sem kemur út úr fundinum. En svo er bara mjög margt annað í gangi þarna og þau sem koma þarna af hálfu atvinnulífsins koma ekki á fundinn til að hafa áhrif á pólitíska yfirlýsingu. Þau koma því þau vilja fylgjast með því sem er að gerast annars staðar og mynda tengsl,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að þótt svo að þetta geti tengst þá séu þessar breytingar þegar farnar af stað. Það sé verið að setja fjármagn og hugvit í hringrásarhagkerfið, græna orku og föngunarverkefni. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu arabísku furstadæmin Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Alls eru skráðir á fundinn 84 þátttakendur frá Íslandi sem er nærri tvöföldun frá því í fyrra þegar 44 fóru á fundinn sem þá var haldinn í Egyptalandi. Meirihluti fulltrúa frá atvinnulífinu Guðlaugur Þór segir það verulega jákvætt hvað fulltrúum atvinnulífsins hefur farið fjölgandi á fundinn frá Íslandi. Stór hluti þeirra sem séu skráð á fundinn fari þangað sjálfstætt sem fulltrúar ýmissa fyrirtækja. Formleg sendinefnd Íslands er skipuð 12 fulltrúum frá forsætisráðuneytinu, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Umhverfisstofnun. „Meirihluti þeirra sem koma frá Íslandi eru frá atvinnulífinu,“ segir Guðlaugur Þór og að Íslendingar hafi margt fram að færa þegur kemur að til dæmis nýtingu jarðvarma. „Við byggjum á áratuga, eða 100 ára reynslu, á því sviði og það eitt og sér er gríðarlega mikilvægt og framlag fyrr okkur. Við höfum ekki gert nógu mikið af því að selja þetta hugvit. En það er að breytast,“ segir Guðlaugur Þór og heldur áfram: „Þegar kemur að loftslagsmálum snúast þau að langstærstum hluta um það að taka jarðefnaeldsneyti og taka það út og setja græna orku í staðinn. Síðan er til dæmis kolefnisföngum stórt atriði sem er nýtt á íslandi en byggir oft á grænni orku og er nú þegar orðin stór á Íslandi. Á Akranesi er stærsta varanlega kolefnisföngum í heimi hjá fyrirtækinu Running Tide sem byggir á þriggja milljarða króna erlendri fjárfestingu.” Fyrirtækið er eitt þeirra sem er með fulltrúa á fundinum. Breytingar þegar farnar af stað Guðlaugur segir í heildina sæki fundinn um 92 þúsund manns og að fjölmargir ólíkir viðburðir verði á fundinum. Til einföldunar megi segja að viðburðurinn snúi að stjórnmálum og svo atvinnulífinu. Spurður hvort hann sé spenntur að fara á fundinn segir Guðlaugur Þór að hann fari ekki erlendis nema hann meti það nauðsynlegt fyrir hagsmuni Íslands. „Það er enginn vafi um það að ég verð að vera þarna. Það væri eitthvað skrítið ef ég færi ekki.“ En heldurðu að það sé ekki mikill árangur af því að vera þarna? „Þetta er kannski tvenns konar. Það eru margir sem hafa áhyggjur af þeirri pólitísku niðurstöðu sem kemur út úr fundinum. En svo er bara mjög margt annað í gangi þarna og þau sem koma þarna af hálfu atvinnulífsins koma ekki á fundinn til að hafa áhrif á pólitíska yfirlýsingu. Þau koma því þau vilja fylgjast með því sem er að gerast annars staðar og mynda tengsl,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að þótt svo að þetta geti tengst þá séu þessar breytingar þegar farnar af stað. Það sé verið að setja fjármagn og hugvit í hringrásarhagkerfið, græna orku og föngunarverkefni.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu arabísku furstadæmin Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira