Alþjóðasamtök ljúga að Palestínumönnum Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 1. desember 2023 13:01 Undanfarnar sjö vikur hafa fjölmiðlar haldið úti stöðugum fréttaflutningi um stríðsástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Margir velta réttilega fyrir sér hvers vegna engin langtímalausn hafi fundist á þessari leiðu deilu og sitt sýnist hverjum um hver beri höfuðsökina. Í þessum pistli mun ég færa rök fyrir því að sú sekt skrifist á alþjóðastofnanir, sérstaklega undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, ekki síst UNRWA. Staðreyndin er sú að þessi samtök hafa áratugum saman matað Palestínumenn af lygum. Þessar lygar eru til þess fallnar að viðhalda deilu Palestínumanna og Ísraela um ókomna tíð. Það er sérstakt áhyggjuefni að margar af eftirfarandi lygum eru nánast orðnar að heilögum kennisetningum í hugum fulltrúa Palestínumanna: 1) Að skiptingartillagan sem var dregin upp af Sameinuðu þjóðunum árið 1947 hafi falið í sér löggild landamæri. 2) Að vopnahléslínur frá 1949 milli Ísraels, Egyptalands og Jórdaníu væru löggild landamæri. 3) Að Ísrael bæri lagaleg skylda til að bjóða alla afkomendur palestínskra flóttamanna velkomna sem ríkisborgara. Allar þessar margtuggnu staðhæfingar eru rangar. En að hvaða leyti? 1) Skiptingartillaga Sameinuðu þjóðanna var einungis ráðgefandi og auk þess var henni hafnað af fulltrúum Palestínumanna. 2) Vopnahléslínurnar milli Ísraels, Egyptalands og Jórdaníu voru aldrei löggild landamæri. Vopnahléssamningarnir kváðu á um að þessar línur gætu einungis haft tímabundið gildi (Sjá grein V.2 hér og grein VI.9 hér). 3) Ísrael ber engin skylda til að veita milljónum afkomenda Palestínumanna sem hafa fæðst á erlendri grundu ríkisborgararétt (sjá bls. 191 í þessari bók). Að lokum má nefna að þær ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem eru sagðar renna stoðum undir ríki Palestínumanna fela eingöngu í sér pólitískar yfirlýsingar, ekki gild alþjóðalög (Sjá grein 3 hér). Í ljósi alls þessa er í hæsta máta fyrirlitlegt af UNRWA, Amnesty og öðrum alþjóðlegum hjálparsamtökum að gefa Palestínumönnum falskar vonir um sjálfstætt ríki og draga upp ranga mynd af alþjóðalögum. Alþjóðalög eru skýr. Þau „viðurkenna ekki almennan rétt hópa fólks til að einhliða lýsa yfir aðskilnaði frá ríki“ (Sjá grein 6 hér). Afstaða UNRWA, Amnesty og annarra slíkra samtaka gagnvart öðrum þjóðabrotum er einnig eftirtektarverð í þessu samhengi. Ekki ljúga þessi samtök að Böskum á Spáni að þeir geti eignast þjóðríki. Ekki ljúga þau heldur að Tamílum á Srí Lanka. Eða Tíbetum og Úígúrum í Kína. Eða Berbum, Koptum, Kúrdum og Rohingjum. En hvers vegna ljúga þau þá að Palestínumönnum að þeir eigi sjálfgefinn rétt til þjóðríkis? Þar sem Spánn, Srí Lanka, Kína og önnur ríki liggja ekki undir sama þrýstingi að veita minnihlutaþjóðum sjálfstæði er eina rökrétta ályktunin að það sé eitthvað sérstakt við Ísrael sem skýrir þennan afstöðumun. Það skyldi þó ekki vera vegna þess að meirihluti íbúa Ísraels eru Gyðingar? Hvernig sem því líður, hafa ofangreind alþjóðasamtök beitt öllum brögðum til að knésetja Ísrael, jafnvel með því að fara rangt með alþjóðalög. Ítrekaðar ásakanir þessara samtaka á hendur Ísraels um að brjóta alþjóðalög koma því úr hörðustu átt. Myndu Palestínumenn leggja niður vopn sín ef UNRWA og félagar létu af þessari orðræðu? Það er ólíklegt, en án skýjaborganna um sjálfstætt ríki myndu vafalaust færri Palestínumenn finna sig knúna til að stunda hryðjuverkahernað gegn Ísraelsríki. Þeir myndu í staðinn leita leiða sem fælu í sér málamiðlanir og gerðu ekki kröfu um að Ísrael myndi bókstaflega láta af hendi allt sitt landsvæði „frá ánni að sjónum“. Þessum pistli fylgir því áskorun til alþjóðastofnanna – UNRWA, Amnesty og annarra – um að hætta að ljúga að Palestínumönnum. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar sjö vikur hafa fjölmiðlar haldið úti stöðugum fréttaflutningi um stríðsástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Margir velta réttilega fyrir sér hvers vegna engin langtímalausn hafi fundist á þessari leiðu deilu og sitt sýnist hverjum um hver beri höfuðsökina. Í þessum pistli mun ég færa rök fyrir því að sú sekt skrifist á alþjóðastofnanir, sérstaklega undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, ekki síst UNRWA. Staðreyndin er sú að þessi samtök hafa áratugum saman matað Palestínumenn af lygum. Þessar lygar eru til þess fallnar að viðhalda deilu Palestínumanna og Ísraela um ókomna tíð. Það er sérstakt áhyggjuefni að margar af eftirfarandi lygum eru nánast orðnar að heilögum kennisetningum í hugum fulltrúa Palestínumanna: 1) Að skiptingartillagan sem var dregin upp af Sameinuðu þjóðunum árið 1947 hafi falið í sér löggild landamæri. 2) Að vopnahléslínur frá 1949 milli Ísraels, Egyptalands og Jórdaníu væru löggild landamæri. 3) Að Ísrael bæri lagaleg skylda til að bjóða alla afkomendur palestínskra flóttamanna velkomna sem ríkisborgara. Allar þessar margtuggnu staðhæfingar eru rangar. En að hvaða leyti? 1) Skiptingartillaga Sameinuðu þjóðanna var einungis ráðgefandi og auk þess var henni hafnað af fulltrúum Palestínumanna. 2) Vopnahléslínurnar milli Ísraels, Egyptalands og Jórdaníu voru aldrei löggild landamæri. Vopnahléssamningarnir kváðu á um að þessar línur gætu einungis haft tímabundið gildi (Sjá grein V.2 hér og grein VI.9 hér). 3) Ísrael ber engin skylda til að veita milljónum afkomenda Palestínumanna sem hafa fæðst á erlendri grundu ríkisborgararétt (sjá bls. 191 í þessari bók). Að lokum má nefna að þær ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem eru sagðar renna stoðum undir ríki Palestínumanna fela eingöngu í sér pólitískar yfirlýsingar, ekki gild alþjóðalög (Sjá grein 3 hér). Í ljósi alls þessa er í hæsta máta fyrirlitlegt af UNRWA, Amnesty og öðrum alþjóðlegum hjálparsamtökum að gefa Palestínumönnum falskar vonir um sjálfstætt ríki og draga upp ranga mynd af alþjóðalögum. Alþjóðalög eru skýr. Þau „viðurkenna ekki almennan rétt hópa fólks til að einhliða lýsa yfir aðskilnaði frá ríki“ (Sjá grein 6 hér). Afstaða UNRWA, Amnesty og annarra slíkra samtaka gagnvart öðrum þjóðabrotum er einnig eftirtektarverð í þessu samhengi. Ekki ljúga þessi samtök að Böskum á Spáni að þeir geti eignast þjóðríki. Ekki ljúga þau heldur að Tamílum á Srí Lanka. Eða Tíbetum og Úígúrum í Kína. Eða Berbum, Koptum, Kúrdum og Rohingjum. En hvers vegna ljúga þau þá að Palestínumönnum að þeir eigi sjálfgefinn rétt til þjóðríkis? Þar sem Spánn, Srí Lanka, Kína og önnur ríki liggja ekki undir sama þrýstingi að veita minnihlutaþjóðum sjálfstæði er eina rökrétta ályktunin að það sé eitthvað sérstakt við Ísrael sem skýrir þennan afstöðumun. Það skyldi þó ekki vera vegna þess að meirihluti íbúa Ísraels eru Gyðingar? Hvernig sem því líður, hafa ofangreind alþjóðasamtök beitt öllum brögðum til að knésetja Ísrael, jafnvel með því að fara rangt með alþjóðalög. Ítrekaðar ásakanir þessara samtaka á hendur Ísraels um að brjóta alþjóðalög koma því úr hörðustu átt. Myndu Palestínumenn leggja niður vopn sín ef UNRWA og félagar létu af þessari orðræðu? Það er ólíklegt, en án skýjaborganna um sjálfstætt ríki myndu vafalaust færri Palestínumenn finna sig knúna til að stunda hryðjuverkahernað gegn Ísraelsríki. Þeir myndu í staðinn leita leiða sem fælu í sér málamiðlanir og gerðu ekki kröfu um að Ísrael myndi bókstaflega láta af hendi allt sitt landsvæði „frá ánni að sjónum“. Þessum pistli fylgir því áskorun til alþjóðastofnanna – UNRWA, Amnesty og annarra – um að hætta að ljúga að Palestínumönnum. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun