Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum fjöllum við um mál Eddu Bjarkar Arnardóttir sem situr nú í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði en norsk yfirvöld vilja fá hana framselda. 

Við ræðum við systur Eddu en hún og fleira stuðningsfólk hennar mætti á Hólmsheiði í nótt til að koma í veg fyrir að hægt væri að flytja hana með flugi í morgun til Ósló.

Einnig fjöllum við um mál Lífeyrissjóðs verslunarmanna en miklar líkur eru á því að dómi héraðsdóms verði áfrýjað eftir að dómurinn ógilti í gær breytingu lífeyrisréttinda eftir aldurshópum.

Þá fjöllum við um ástandið á Gasa en vopnahléi sem staðið hefur síðustu viku lauk í morgun og hafa Ísrealar gert ítrekaðar loftárásir á svæðið.

Að auki segjum við frá uppákomu í Árbæjarsafni í kvöld í tilefni fullveldisdagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag.

Í íþróttunum verður tap kvennalandsliðsins í handbolta í gær tekið fyrir og hitað upp fyrir fyrsta Garðabæjarslaginn í sögu körfuboltans þar sem Stjarnan og Álftanes mætast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×