Viðskiptajöfnuður jákvæður um 62 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 10:47 Þjónustujöfnuður var jákvæður um 150 milljarða króna. Það má að mestu leyti rekja til erlendra ferðamanna. Vísir/Vilhelm Á þriðja ársfjórðungi 2023 var 61,8 milljarða króna afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 60,8 milljörðum króna betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 39,7 milljörðum króna betri en á sama fjórðungi árið 2022 Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands sem sýna bráðabirgðayfirlit yfir greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi 2023 og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins. Þjónusta vegur þungt Þar segir að halli á vöruskiptajöfnuði hafi verið 94,2 milljarðar en 150,3 milljarða króna afgangur hafi verið á þjónustujöfnuði. Frumþáttatekjur hafi skilað 18,8 milljarða króna afgangi en rekstrarframlög 13,1 milljarðs króna halla. Lakari afkoma erlendra fyrirtækja eykur afganginn Í skýringum með upplýsingunum segir að betri niðurstaða viðskiptajafnaðar miðað við sama ársfjórðung árið 2022 skýrist meðal annars af hagstæðari niðurstöðu frumþáttatekna, sem nemi 34,2 milljörðum króna. Það sé að mestu leyti til komið vegna lakari afkomu fyrirtækja í erlendri eigu sem flokkast undir beina fjárfestingu. Einnig hafi verið aukinn afgangur af þjónustuviðskiptum, sem nemi 32,4 milljörðum króna. Á móti vegi að halli af vöruviðskiptum jókst um 24,6 milljarða króna og af rekstrarframlögum um 2,2 milljarða króna. Hrein staða jákvæð um 1.272 milljarða Þá segir að í lok ársfjórðungsins hafi hrein staða við útlönd verið jákvæð um 1.272 milljarða króna, eða 31,2 prósent af vergri landsframleiðslu, og batnað um 145 milljarða króna eða 3,6 prósent af vergri landsframleiðslu á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins hafi numið 5.286 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins en skuldir 4.014 milljörðum króna. Á fjórðungnum hafi staðan batnað um 74 milljarða króna vegna fjármagnsviðskipta en erlendar eignir hækkað um 216 milljarða króna og skuldir um 142 milljarða króna. Gengis- og verðbreytingar hafi lækkað virði eigna á ársfjórðungnum um 103 milljarða króna og skulda um 184 milljarða króna og því leitt til 80 milljarða króna betri hreinnar erlendrar stöðu. Gengi krónunnar hafi hækkað um tæp tvö prósent miðað við gengisskráningarvog. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum hafi hækkað um 0,7 prósent milli fjórðunga en verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði lækkað um 1,1 prósent. Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands sem sýna bráðabirgðayfirlit yfir greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi 2023 og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins. Þjónusta vegur þungt Þar segir að halli á vöruskiptajöfnuði hafi verið 94,2 milljarðar en 150,3 milljarða króna afgangur hafi verið á þjónustujöfnuði. Frumþáttatekjur hafi skilað 18,8 milljarða króna afgangi en rekstrarframlög 13,1 milljarðs króna halla. Lakari afkoma erlendra fyrirtækja eykur afganginn Í skýringum með upplýsingunum segir að betri niðurstaða viðskiptajafnaðar miðað við sama ársfjórðung árið 2022 skýrist meðal annars af hagstæðari niðurstöðu frumþáttatekna, sem nemi 34,2 milljörðum króna. Það sé að mestu leyti til komið vegna lakari afkomu fyrirtækja í erlendri eigu sem flokkast undir beina fjárfestingu. Einnig hafi verið aukinn afgangur af þjónustuviðskiptum, sem nemi 32,4 milljörðum króna. Á móti vegi að halli af vöruviðskiptum jókst um 24,6 milljarða króna og af rekstrarframlögum um 2,2 milljarða króna. Hrein staða jákvæð um 1.272 milljarða Þá segir að í lok ársfjórðungsins hafi hrein staða við útlönd verið jákvæð um 1.272 milljarða króna, eða 31,2 prósent af vergri landsframleiðslu, og batnað um 145 milljarða króna eða 3,6 prósent af vergri landsframleiðslu á fjórðungnum. Erlendar eignir þjóðarbúsins hafi numið 5.286 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins en skuldir 4.014 milljörðum króna. Á fjórðungnum hafi staðan batnað um 74 milljarða króna vegna fjármagnsviðskipta en erlendar eignir hækkað um 216 milljarða króna og skuldir um 142 milljarða króna. Gengis- og verðbreytingar hafi lækkað virði eigna á ársfjórðungnum um 103 milljarða króna og skulda um 184 milljarða króna og því leitt til 80 milljarða króna betri hreinnar erlendrar stöðu. Gengi krónunnar hafi hækkað um tæp tvö prósent miðað við gengisskráningarvog. Verð á erlendum verðbréfamörkuðum hafi hækkað um 0,7 prósent milli fjórðunga en verð á bréfum á innlendum hlutabréfamarkaði lækkað um 1,1 prósent.
Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira