„Alls konar lið að kalla mig lúser“ Sæbjörn Þór Steinke skrifar 30. nóvember 2023 21:59 Maté Dalmay, þjálfari Hauka, hafði margt að segja eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Haukar voru án sigurs í síðustu fjórum leikjum þegar Höttur kom í heimsókn í níundu umferð Subway-deildarinnar. Haukar unnu leikinn með átta stigum, 93-85, og færast því fjær fallpakkanum og nær sæti í úrslitakeppninni. Þjálfari liðsins, Mate Dalmay, ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi eftir leikinn í kvöld. „Það er smá léttir, mig langar að segja að ég sé ógeðslega ánægður en þetta er meiri léttir. Við erum komnir með þrjá helvítis sigra og vonandi komnir á eitthvað ról. Þetta er mjög jákvæður sigur. Við gerðum einhverjar breytingar til að hrista aðeins upp í þessu, stundum þarf að gera það svo menn öðlist einhverja trú; fá ferska gaura inn sem eru ekki búnir að fara í gegnum eyðimerkurgöngu með liðinu. Svo erum við án David Okeke og þá vita menn að þeir þurfa að leggja á sig ruslavinnu sem verður til með hans fjarveru. Menn voru mjög samstiga í því; þú sást alls konar menn sem geta varla hoppað taka eitt og eitt frákast.“ Á þeim nótum, hvernig er staðan á David Okeke? „Ég veit það ekki. Hann er að fara í test í næstu viku og á að fá út úr testi sem hann fór í á mánudag. Spurðu mig eftir viku. Ég veit ekki hvort hann spili aftur á þessari leiktíð. Það er leikmaður sem er að spila á miðjunni hjá Manchester United, [Christian Eriksen] sem hefur glímt við samskonar vandamál. Ég veit það ekki, það eru læknar sem munu úrskurða það. Hann vill spila, körfubolti er lífið hans, við gerum bara það sem bestu hjartalæknar landsins segja og tökum þetta þaðan.“ Mate talaði um að hrista upp í hlutunum. Hann skipti við Álftanes á leikmönnum í vikunni. Daniel Love kom í Hauka frá Álftanesi og Ville Tahvanainen fór í Álftanes frá Haukum. Love átti frábæran leik og endaði sem stigahæsti maður vallarins. „Hann átti mjög góðan leik, eiginlega betri leik en maður bjóst við miðað við að hann er búinn að taka tvær æfingar með okkur. Hann er mjög góður í vörn, það var mikilvægur þáttur að fá einn sem er svolítið snöggur á löppunum, og svo komst hann á hringinn og vítalínuna sem gefur okkur betra jafnvægi.“ „Mig langar að segja einhverja geggjaða sögu að ég og Kjartan Atli [Kjartansson, þjálfari Álftaness] höfum verið að fá okkur eina rauða niðri í bæ einhvers staðar og vera tala um að gera fyrsta „trade“ á Íslandi. En þetta var ekki þannig. Hann vantaði smá skot ógn og mig vantaði gaur sem kemst á hringinn. Við ræddum aðeins saman og ákváðum: af hverju ekki? Já já (vel lukkað til þessa), þetta er einn leikur, hann var betri en ég þorði að vona, en við vorum hins vegar að spila á móti liði sem er kannski aðeins hægara á löppunum heldur en mörg önnur lið. Það opnaði alls konar leiðir fyrir hann til að sækja á körfuna. Ég hlakka til að sjá hann keyra á körfuna á móti hraðari mönnum.“ Mate er nokkuð líflegur á hliðarlínunni og sést vel á honum þegar hann er ósáttur við dómgæsluna. Hann var spurður hvort hann vildi eitthvað tjá sig um hana eftir þennan leik. „Nei nei, hún var bara allt í lagi. Ég þarf bara eitthvað aðeins að gúgla þrjár sekúndur. Dómararnir voru eitthvað að segja mér að ef leikmaður er aktífur inni í teig þá má hann vera þar að eilífu. Ég veit það ekki, þá ætla ég að fá mér einhvern 250 sm gaur sem er extra aktífur og stendur alltaf undir hringnum.“ Var búin að myndast einhver pressa á þér að fara vinna leik aftur? „Það er alls konar pressa, ekki frá stjórn Hauka, en það er bara pressa uppi í vinnu, það er pressa heima fyrir, pressa frá dóttur minni, mömmu og pabba, vinahópnum. Alls konar svona lið að kalla mig lúser.“ Þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, sagði í viðtali eftir síðasta leik síns liðs: „Hvað heitir þjálfari Hauka.“ Vissi annað hvort ekki hvað Mate hét eða þóttist ekki vita það. Talsverð umræða myndaðist í kjölfarið og margir sem vildu meina að Jóhann vissi vel hvað Mate héti. Hvað finnst Mate? „Það eru allir búnir að segja mér að ég eigi að svara og segja: „Ég veit ekki hver hann er, hann er bara bróðir Óla Óla.“ Ég held einlægt að hann hafi bara ekki munað hvað ég heiti af því ég heiti Máté. Ef ekki, þá er hann í sandkassaleik, að reyna komast inn í hausinn á mér fyrir leikinn í bikarnum.“ Haukar eru með þrjá sigra og sex tapleiki eftir níu leiki. Mate setur stefnuna á að vinna síðustu þrjá leikina fyrir jólafrí; tvo leiki í deild og einn í bikar. „Við ætlum að vinna alla leikina fyrir áramót. Eigum eftir að mæta Álftanesi einu sinni og Grindavík tvisvar. Við ætlum að fara með 5-6 og vera komnir í 8-liða úrslit í bikar.“ Mate hafði fyrir því að setja eyrnalokka í eyrun fyrir sjónvarpsviðtalið. Hvers vegna? „Fyrir leik var ég aðeins að tala við strákana að það væri ekkert svægi yfir liðinu. Við erum búnir að vera helvítis lúserar í þessum jöfnu leikjum sem við höfum tapað. Þá fóru strákarnir að tala um að ég hafi verið miklu svalari og unglegri í fyrra. Ég veit ekki hvað það er, hvort ég sé orðinn eitthvað leiðinlegur eða orðinn gamall eða eitthvað. Ég spurði hvað ég gæti gert og það var einn sem stakk upp á þessu,“ sagði þjálfarinn að lokum. Körfubolti Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Höttur 93-85 | Loks unnu Haukar leik Haukar höfðu tapað fjórum leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Hetti í Subway-deild karla. Þeirri taphrinu lauk í kvöld þar sem Haukar unnu með átta stiga mun og eru komnir á sigurbraut. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. nóvember 2023 20:25 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Þjálfari liðsins, Mate Dalmay, ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi eftir leikinn í kvöld. „Það er smá léttir, mig langar að segja að ég sé ógeðslega ánægður en þetta er meiri léttir. Við erum komnir með þrjá helvítis sigra og vonandi komnir á eitthvað ról. Þetta er mjög jákvæður sigur. Við gerðum einhverjar breytingar til að hrista aðeins upp í þessu, stundum þarf að gera það svo menn öðlist einhverja trú; fá ferska gaura inn sem eru ekki búnir að fara í gegnum eyðimerkurgöngu með liðinu. Svo erum við án David Okeke og þá vita menn að þeir þurfa að leggja á sig ruslavinnu sem verður til með hans fjarveru. Menn voru mjög samstiga í því; þú sást alls konar menn sem geta varla hoppað taka eitt og eitt frákast.“ Á þeim nótum, hvernig er staðan á David Okeke? „Ég veit það ekki. Hann er að fara í test í næstu viku og á að fá út úr testi sem hann fór í á mánudag. Spurðu mig eftir viku. Ég veit ekki hvort hann spili aftur á þessari leiktíð. Það er leikmaður sem er að spila á miðjunni hjá Manchester United, [Christian Eriksen] sem hefur glímt við samskonar vandamál. Ég veit það ekki, það eru læknar sem munu úrskurða það. Hann vill spila, körfubolti er lífið hans, við gerum bara það sem bestu hjartalæknar landsins segja og tökum þetta þaðan.“ Mate talaði um að hrista upp í hlutunum. Hann skipti við Álftanes á leikmönnum í vikunni. Daniel Love kom í Hauka frá Álftanesi og Ville Tahvanainen fór í Álftanes frá Haukum. Love átti frábæran leik og endaði sem stigahæsti maður vallarins. „Hann átti mjög góðan leik, eiginlega betri leik en maður bjóst við miðað við að hann er búinn að taka tvær æfingar með okkur. Hann er mjög góður í vörn, það var mikilvægur þáttur að fá einn sem er svolítið snöggur á löppunum, og svo komst hann á hringinn og vítalínuna sem gefur okkur betra jafnvægi.“ „Mig langar að segja einhverja geggjaða sögu að ég og Kjartan Atli [Kjartansson, þjálfari Álftaness] höfum verið að fá okkur eina rauða niðri í bæ einhvers staðar og vera tala um að gera fyrsta „trade“ á Íslandi. En þetta var ekki þannig. Hann vantaði smá skot ógn og mig vantaði gaur sem kemst á hringinn. Við ræddum aðeins saman og ákváðum: af hverju ekki? Já já (vel lukkað til þessa), þetta er einn leikur, hann var betri en ég þorði að vona, en við vorum hins vegar að spila á móti liði sem er kannski aðeins hægara á löppunum heldur en mörg önnur lið. Það opnaði alls konar leiðir fyrir hann til að sækja á körfuna. Ég hlakka til að sjá hann keyra á körfuna á móti hraðari mönnum.“ Mate er nokkuð líflegur á hliðarlínunni og sést vel á honum þegar hann er ósáttur við dómgæsluna. Hann var spurður hvort hann vildi eitthvað tjá sig um hana eftir þennan leik. „Nei nei, hún var bara allt í lagi. Ég þarf bara eitthvað aðeins að gúgla þrjár sekúndur. Dómararnir voru eitthvað að segja mér að ef leikmaður er aktífur inni í teig þá má hann vera þar að eilífu. Ég veit það ekki, þá ætla ég að fá mér einhvern 250 sm gaur sem er extra aktífur og stendur alltaf undir hringnum.“ Var búin að myndast einhver pressa á þér að fara vinna leik aftur? „Það er alls konar pressa, ekki frá stjórn Hauka, en það er bara pressa uppi í vinnu, það er pressa heima fyrir, pressa frá dóttur minni, mömmu og pabba, vinahópnum. Alls konar svona lið að kalla mig lúser.“ Þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, sagði í viðtali eftir síðasta leik síns liðs: „Hvað heitir þjálfari Hauka.“ Vissi annað hvort ekki hvað Mate hét eða þóttist ekki vita það. Talsverð umræða myndaðist í kjölfarið og margir sem vildu meina að Jóhann vissi vel hvað Mate héti. Hvað finnst Mate? „Það eru allir búnir að segja mér að ég eigi að svara og segja: „Ég veit ekki hver hann er, hann er bara bróðir Óla Óla.“ Ég held einlægt að hann hafi bara ekki munað hvað ég heiti af því ég heiti Máté. Ef ekki, þá er hann í sandkassaleik, að reyna komast inn í hausinn á mér fyrir leikinn í bikarnum.“ Haukar eru með þrjá sigra og sex tapleiki eftir níu leiki. Mate setur stefnuna á að vinna síðustu þrjá leikina fyrir jólafrí; tvo leiki í deild og einn í bikar. „Við ætlum að vinna alla leikina fyrir áramót. Eigum eftir að mæta Álftanesi einu sinni og Grindavík tvisvar. Við ætlum að fara með 5-6 og vera komnir í 8-liða úrslit í bikar.“ Mate hafði fyrir því að setja eyrnalokka í eyrun fyrir sjónvarpsviðtalið. Hvers vegna? „Fyrir leik var ég aðeins að tala við strákana að það væri ekkert svægi yfir liðinu. Við erum búnir að vera helvítis lúserar í þessum jöfnu leikjum sem við höfum tapað. Þá fóru strákarnir að tala um að ég hafi verið miklu svalari og unglegri í fyrra. Ég veit ekki hvað það er, hvort ég sé orðinn eitthvað leiðinlegur eða orðinn gamall eða eitthvað. Ég spurði hvað ég gæti gert og það var einn sem stakk upp á þessu,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Höttur 93-85 | Loks unnu Haukar leik Haukar höfðu tapað fjórum leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Hetti í Subway-deild karla. Þeirri taphrinu lauk í kvöld þar sem Haukar unnu með átta stiga mun og eru komnir á sigurbraut. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. nóvember 2023 20:25 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Höttur 93-85 | Loks unnu Haukar leik Haukar höfðu tapað fjórum leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Hetti í Subway-deild karla. Þeirri taphrinu lauk í kvöld þar sem Haukar unnu með átta stiga mun og eru komnir á sigurbraut. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. nóvember 2023 20:25
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum