Banna réttindabaráttu hinsegin fólks Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2023 17:09 Frá Pétursborg árið 2013. Réttindi hinsegin fólks hafa dregist mjög saman í Rússlandi á undanförnum árum. AP Hæstiréttur Rússlands hefur samþykkt kröfu dómsmálaráðuneytisins um að skilgreina „alþjóðlegu LGBT hreyfinguna“ sem öfgasamtök. Engin slík samtök eru til en úrskurðurinn bannar í raun réttindabaráttu hinsegin fólks í Rússlandi. Óttast er að hægt yrði að nota úrskurðinn til að fangelsa fólk fyrir það að sýna regnbogafána. Úrskurðurinn er talinn veita yfirvöldum Rússlands víðar heimildir gegn óskilgreindum einstaklingum eða samtökum sem gætu verið talinn heyra undir þessa illa skilgreindu hreyfingu. Í frétt Moscow Times segir að hæstaréttardómari hafi komist að þessari niðurstöðu eftir fjögurra klukkustunda fund með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins í dag. Moscow Times segir engin samtök til í Rússlandi sem falli undir þessa skilgreiningu. Aðgerðasinnar reyndu að fá samtök skráð svo þeir gætu skráð sig sem varnaraðilar í málaferlunum en Hæstiréttur meinaði þeim aðkomu. Þegar ákvörðunin var tekin í dag var enginn í herberginu nema dómarinn og tveir starfsmenn ráðuneytisins. Engar upplýsingar hafa verið eða verða gefna upp um málaferlin, þar sem um lokað þinghald var að ræða. Oleg Nefedov, hæstaréttardómari, í dómsal í dag.AP/Alexander Zemlianichenko Ráðuneytið gaf út fyrr í dag að aðgerðir „LGBT hreyfingarinnar“ í Rússlandi ýtti undir sundrung í samfélaginu og því hafi verið reynt að fá hreyfinguna skilgreinda sem öfgasamtök. Réttindi hinsegin fólks hafa verið takmörkuð mjög eftir að Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar í fyrra. Bannaði „áróður“ í fyrra Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í desember í fyrra undir lög sem bönnuðu „LGBT áróður“, barnaníð og kynleiðréttingar, samkvæmt frétt Moscow Times. Ríkisstjórn Pútíns hefur notað ný lög sem sett voru á í kjölfar innrásarinnar og ætlað er að vernda heiður rússneska hersins gegn stökum mótmælendum, samtökum og frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi. Pútín hefur um árabil herjað á réttindi hinsegin fólks í Rússland. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja úrskurð Hæstaréttar vera skammarlegan og fáránlegan. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að hann veiti yfirvöldum í Rússlandi heimild til að banna alfarið öll samtök LGBTQ+ fólks, brjóta á réttindum þeirra og ofsækja þau. „Þetta mun hafa áhrif á fjölda fólks og afleiðingarnar munu mögulega verða ekkert annað en hræðilegar,“ sagði Marie Struthers, yfirmaður Amnesty í Austur-Evrópu og Mið-Asíu, við AP fréttaveituna. Rússland Hinsegin Vladimír Pútín Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Óttast er að hægt yrði að nota úrskurðinn til að fangelsa fólk fyrir það að sýna regnbogafána. Úrskurðurinn er talinn veita yfirvöldum Rússlands víðar heimildir gegn óskilgreindum einstaklingum eða samtökum sem gætu verið talinn heyra undir þessa illa skilgreindu hreyfingu. Í frétt Moscow Times segir að hæstaréttardómari hafi komist að þessari niðurstöðu eftir fjögurra klukkustunda fund með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins í dag. Moscow Times segir engin samtök til í Rússlandi sem falli undir þessa skilgreiningu. Aðgerðasinnar reyndu að fá samtök skráð svo þeir gætu skráð sig sem varnaraðilar í málaferlunum en Hæstiréttur meinaði þeim aðkomu. Þegar ákvörðunin var tekin í dag var enginn í herberginu nema dómarinn og tveir starfsmenn ráðuneytisins. Engar upplýsingar hafa verið eða verða gefna upp um málaferlin, þar sem um lokað þinghald var að ræða. Oleg Nefedov, hæstaréttardómari, í dómsal í dag.AP/Alexander Zemlianichenko Ráðuneytið gaf út fyrr í dag að aðgerðir „LGBT hreyfingarinnar“ í Rússlandi ýtti undir sundrung í samfélaginu og því hafi verið reynt að fá hreyfinguna skilgreinda sem öfgasamtök. Réttindi hinsegin fólks hafa verið takmörkuð mjög eftir að Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar í fyrra. Bannaði „áróður“ í fyrra Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í desember í fyrra undir lög sem bönnuðu „LGBT áróður“, barnaníð og kynleiðréttingar, samkvæmt frétt Moscow Times. Ríkisstjórn Pútíns hefur notað ný lög sem sett voru á í kjölfar innrásarinnar og ætlað er að vernda heiður rússneska hersins gegn stökum mótmælendum, samtökum og frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi. Pútín hefur um árabil herjað á réttindi hinsegin fólks í Rússland. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja úrskurð Hæstaréttar vera skammarlegan og fáránlegan. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að hann veiti yfirvöldum í Rússlandi heimild til að banna alfarið öll samtök LGBTQ+ fólks, brjóta á réttindum þeirra og ofsækja þau. „Þetta mun hafa áhrif á fjölda fólks og afleiðingarnar munu mögulega verða ekkert annað en hræðilegar,“ sagði Marie Struthers, yfirmaður Amnesty í Austur-Evrópu og Mið-Asíu, við AP fréttaveituna.
Rússland Hinsegin Vladimír Pútín Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira