Robbie Keane rauk úr viðtali eftir leikinn gegn Breiðablik Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. nóvember 2023 17:17 Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv, á hliðarlínunni í leik dagsins. vísir / anton brink Maccabi Tel Aviv sótti 2-1 sigur gegn Breiðablik í 5. umferð riðlakeppni Sambands-deildarinnar. Írska knattspyrnugoðsögnin Robbie Keane þjálfar liðið og gaf sig til tals við undirritaðan strax að leik loknum en rauk út þegar talið barst að ísraelska fánanum sem leikmaður liðsins flaggaði við fögnuð opnunarmarksins. Þrátt fyrir tap hafði Breiðablik yfirhöndina lengst af í leiknum en mörkin stóðu á sér, klaufaleg mistök í öftustu línu leiddu svo til tveggja marka frá gestunum sem dugði þeim til sigurs. „Sannfærandi sigur. Maður þarf að vinna leikinn, frammistaðan var fín á köflum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, gott lið með mikla breidd og þeir veita öllum samkeppni. Það hefur líka margt gengið á þannig að ég gef leikmönnum hrós fyrir. Mér fannst við sannarlega eiga sigurinn skilið.“ Eins og Robbie sagði gekk margt á í aðdraganda leiks og á meðan honum stóð. UEFA tók á þriðjudag þá ákvörðun að leikurinn yrði spilaður kl. 13:00 á Kópavogsvelli í stað 20:00 á Laugardalsvelli eins og upphaflega stóð til. „Það líkar engum við að spila á gervigrasi, sem leikmaður viltu auðvitað vera á grasi en ákvörðunin var tekin, við kvörtum ekki og ég sagði leikmönnum bara að halda áfram að spila sinn leik og sækja úrslit. Ég er mjög ánægður með liðið og viðhorfið, þetta hafði engin áhrif á okkur.“ Fjöldi fólks kom svo saman til mótmæla fyrir utan Kópavogsvöll, palestínskum fánum var flaggað og stuðningssöngva fyrir frjálsa Palestínu mátti heyra allan leikinn. Þegar Maccabi Tel Aviv skoraði fyrsta mark leiksins ákvað Dan Biton, með aðstoð þjálfarateymisins, að flagga ísraelska fánanum að mótmælendum og stuðningsmönnum Breiðabliks. Biton fékk svo að líta gult spjald eftir atvikið. Klippa: Robbie Keane eftir Blikaleikinn Breiðablik hefur haft það í hávegum að halda pólitíkinni utan vallarins og tóku enga afstöðu í málinu fyrir leik eða á meðan honum stóð. Blaðamaður spurði því Robbie Keane hvers vegna leikmaður og þjálfari liðsins hafi ákveðið að færa pólitíkina inn á völlinn. „Þú getur talað við leikmanninn. Þetta var leikmaðurinn“ greip Keane þá inn í áður en blaðamaður gat klárað spurninguna. Fagnið umrædda.Vísir/Anton Brink Blaðamaður benti þá á að sem þjálfari liðsins væri hann í forsvari fyrir það sem gerist á meðan leik stendur og að það hafi verið meðlimur í þjálfarateymi hans sem rétti Biton fánann. „Þú verður bara að tala við leikmanninn og félagið um þetta mál. Ég get hinsvegar sagt að það eru allskyns hlutir utan vallar, en sem atvinnumenn er einbeitingin okkar á leiknum. Takk“ sagði Robbie og rauk burt áður en blaðamaður kom fleiri spurningum að. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Sambandsdeild Evrópu Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Breiðablik Tengdar fréttir Markaskorarinn ögraði með ísraelska fánanum Dan Biton, leikmaður Maccabi Tel Aviv, fagnaði marki sínu gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli með ísraelska fánann. 30. nóvember 2023 14:27 Hiti milli stuðningsmanna Ísraels og Palestínu á Kópavogsvelli Stuðningsmenn Palestínu annars vegar og Ísraelsríkis hins vegar eru samankomnir við Kópavogsvöll vegna leiks Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu. 30. nóvember 2023 13:25 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira
Þrátt fyrir tap hafði Breiðablik yfirhöndina lengst af í leiknum en mörkin stóðu á sér, klaufaleg mistök í öftustu línu leiddu svo til tveggja marka frá gestunum sem dugði þeim til sigurs. „Sannfærandi sigur. Maður þarf að vinna leikinn, frammistaðan var fín á köflum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, gott lið með mikla breidd og þeir veita öllum samkeppni. Það hefur líka margt gengið á þannig að ég gef leikmönnum hrós fyrir. Mér fannst við sannarlega eiga sigurinn skilið.“ Eins og Robbie sagði gekk margt á í aðdraganda leiks og á meðan honum stóð. UEFA tók á þriðjudag þá ákvörðun að leikurinn yrði spilaður kl. 13:00 á Kópavogsvelli í stað 20:00 á Laugardalsvelli eins og upphaflega stóð til. „Það líkar engum við að spila á gervigrasi, sem leikmaður viltu auðvitað vera á grasi en ákvörðunin var tekin, við kvörtum ekki og ég sagði leikmönnum bara að halda áfram að spila sinn leik og sækja úrslit. Ég er mjög ánægður með liðið og viðhorfið, þetta hafði engin áhrif á okkur.“ Fjöldi fólks kom svo saman til mótmæla fyrir utan Kópavogsvöll, palestínskum fánum var flaggað og stuðningssöngva fyrir frjálsa Palestínu mátti heyra allan leikinn. Þegar Maccabi Tel Aviv skoraði fyrsta mark leiksins ákvað Dan Biton, með aðstoð þjálfarateymisins, að flagga ísraelska fánanum að mótmælendum og stuðningsmönnum Breiðabliks. Biton fékk svo að líta gult spjald eftir atvikið. Klippa: Robbie Keane eftir Blikaleikinn Breiðablik hefur haft það í hávegum að halda pólitíkinni utan vallarins og tóku enga afstöðu í málinu fyrir leik eða á meðan honum stóð. Blaðamaður spurði því Robbie Keane hvers vegna leikmaður og þjálfari liðsins hafi ákveðið að færa pólitíkina inn á völlinn. „Þú getur talað við leikmanninn. Þetta var leikmaðurinn“ greip Keane þá inn í áður en blaðamaður gat klárað spurninguna. Fagnið umrædda.Vísir/Anton Brink Blaðamaður benti þá á að sem þjálfari liðsins væri hann í forsvari fyrir það sem gerist á meðan leik stendur og að það hafi verið meðlimur í þjálfarateymi hans sem rétti Biton fánann. „Þú verður bara að tala við leikmanninn og félagið um þetta mál. Ég get hinsvegar sagt að það eru allskyns hlutir utan vallar, en sem atvinnumenn er einbeitingin okkar á leiknum. Takk“ sagði Robbie og rauk burt áður en blaðamaður kom fleiri spurningum að. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.
Sambandsdeild Evrópu Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Breiðablik Tengdar fréttir Markaskorarinn ögraði með ísraelska fánanum Dan Biton, leikmaður Maccabi Tel Aviv, fagnaði marki sínu gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli með ísraelska fánann. 30. nóvember 2023 14:27 Hiti milli stuðningsmanna Ísraels og Palestínu á Kópavogsvelli Stuðningsmenn Palestínu annars vegar og Ísraelsríkis hins vegar eru samankomnir við Kópavogsvöll vegna leiks Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu. 30. nóvember 2023 13:25 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira
Markaskorarinn ögraði með ísraelska fánanum Dan Biton, leikmaður Maccabi Tel Aviv, fagnaði marki sínu gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli með ísraelska fánann. 30. nóvember 2023 14:27
Hiti milli stuðningsmanna Ísraels og Palestínu á Kópavogsvelli Stuðningsmenn Palestínu annars vegar og Ísraelsríkis hins vegar eru samankomnir við Kópavogsvöll vegna leiks Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu. 30. nóvember 2023 13:25