Lét Hvergerðinga vita í febrúar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2023 15:42 Elliði Vignisson lét bæjaryfirvöld í Hveragerði vita af fyrirhuguðu rannsóknarleyfi vegna mögulegrar virkjunar í febrúar. Vísir/Egill Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfus, segir erfitt að sitja undir ásökunum um að vilja ekki vinna með bæjarstjórninni í Hveragerði. Hann hafi sent Geir Sveinssyni, bæjarstjóra Hveragerðis, erindi um áform um rannsóknir á frekari virkjun í febrúar sem rætt hafi verið í bæjarráði Hveragerðis og samþykkt af bæjarstjórn í mars. „Það er nú þannig að 24. febrúar 2023 klukkan 13:04 þá sendi ég formlegt erindi á Hveragerði þar sem að við bentum á þessa fyrirætlan okkar í bréfi,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Hann hefur sent Vísi afrit af tölvupóstsamskiptunum. Tilefnið eru fréttir af bókun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þar sem lýst er undrun vegna áætlana Ölfuss, Orkuveitu Reykjavíkur og Títan um virkjun í Ölfusdal, án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar. Elliði bendir á að bréf hans hafi verið rætt á bæjarráðsfundi í Hveragerði þann 2. mars. Það sýni fundargögn á vef bæjarins en erindið hafi verið það fimmta á dagskrá þann daginn. Fundargerðin hafi síðan verið tekin upp í bæjarstjórn. Þar hafi erindið verið samþykkt, meðal annars af forseta bæjarstjórnar Hveragerðis, án mótmæla. Elliði er hissa á viðbrögðum nágranna sinna. Erfitt væri fyrir bæjarstjórn í Ölfusi að bera ábyrgð á því sem bæjarstjórn í Hveragerði hefði gert með erindið til hennar. „Það vakir alls ekki fyrir okkur að vera í einhverjum harðgír við nágranna okkar og samstarfsaðila en ja, það er erfitt að sitja undir ásökunum um það að vilja ekki vinna með fólki sem svarar ekki erindi.“ Deilir áhyggjum Hvergerðinga Elliði segir eðlilegt þegar um sé að ræða svo stórt mál að þá fari umræðan um víðan völl. Bæjaryfirvöld í Ölfusi séu hins vegar eingöngu að biðja um rannsóknarleyfi. „Við erum ekki að fara fram á nýtingarleyfi, þetta er rannsóknarleyfi til að kanna þekkt orkusvæði, sem meðal annars er nýtt í dag til að kynda hús í Hveragerði.“ Elliði segist skilja áhyggjur Hvergerðinga af náttúruperlum líkt og Reykjadal og segist deila þeim áhyggjum. Gríðarlegu máli skipti hvernig sé staðið að hlutunum. „Og minni svo sem á þetta að þó að bílastæðið sé í Hveragerði, þá er þetta fólk gestir Ölfussins og við tökum þessum náttúruperlum alvarlega en við gerðum það líka með orkumálin. Við tökum þeim líka alvarlega og viljum þess vegna skoða af yfirvegun og fordómalaust hvort þarna sé hægt að standa að frekari nýtingu án þess að skerða lífsgæði íbúa eða skaða náttúruna.“ Ekki of seint að taka samtalið Muntu þá í framhaldinu ræða þetta mál við kollega þína í Hveragerði? „Já, við hefðum nú helst viljað gera það þegar við sendum erindið. En ef Hvergerðingar vilja heldur gera það núna þá er það ekki of seint. Það er ekki búið að gera neitt,“ segir Elliði. „Við erum að sækja um rannsóknarleyfi á stað sem er þegar nýttur til húshitunar í Hveragerði og við vitum það að hér á svæðinu, sérstaklega uppi í Árborg, er mikil þörf fyrir varma, þannig að það væri nú algjört ábyrgðarleysi að skoða þetta ekki. En hvort að það leiði svo til nýtingar, það verða bara gögnin og áherslurnar að sýna. En þessar áhyggjur Hvergerðinga, við bara deilum þeim með þeim og gerum okkur grein fyrir því að þetta er viðkvæmt svæði og höfum þess vegna ekki í hyggju neitt annað en að ganga vel um það, bæði Hveragerðismegin og okkar megin.“ Hveragerði Ölfus Orkumál Jarðhiti Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöngum lokað „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
„Það er nú þannig að 24. febrúar 2023 klukkan 13:04 þá sendi ég formlegt erindi á Hveragerði þar sem að við bentum á þessa fyrirætlan okkar í bréfi,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Hann hefur sent Vísi afrit af tölvupóstsamskiptunum. Tilefnið eru fréttir af bókun bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þar sem lýst er undrun vegna áætlana Ölfuss, Orkuveitu Reykjavíkur og Títan um virkjun í Ölfusdal, án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar. Elliði bendir á að bréf hans hafi verið rætt á bæjarráðsfundi í Hveragerði þann 2. mars. Það sýni fundargögn á vef bæjarins en erindið hafi verið það fimmta á dagskrá þann daginn. Fundargerðin hafi síðan verið tekin upp í bæjarstjórn. Þar hafi erindið verið samþykkt, meðal annars af forseta bæjarstjórnar Hveragerðis, án mótmæla. Elliði er hissa á viðbrögðum nágranna sinna. Erfitt væri fyrir bæjarstjórn í Ölfusi að bera ábyrgð á því sem bæjarstjórn í Hveragerði hefði gert með erindið til hennar. „Það vakir alls ekki fyrir okkur að vera í einhverjum harðgír við nágranna okkar og samstarfsaðila en ja, það er erfitt að sitja undir ásökunum um það að vilja ekki vinna með fólki sem svarar ekki erindi.“ Deilir áhyggjum Hvergerðinga Elliði segir eðlilegt þegar um sé að ræða svo stórt mál að þá fari umræðan um víðan völl. Bæjaryfirvöld í Ölfusi séu hins vegar eingöngu að biðja um rannsóknarleyfi. „Við erum ekki að fara fram á nýtingarleyfi, þetta er rannsóknarleyfi til að kanna þekkt orkusvæði, sem meðal annars er nýtt í dag til að kynda hús í Hveragerði.“ Elliði segist skilja áhyggjur Hvergerðinga af náttúruperlum líkt og Reykjadal og segist deila þeim áhyggjum. Gríðarlegu máli skipti hvernig sé staðið að hlutunum. „Og minni svo sem á þetta að þó að bílastæðið sé í Hveragerði, þá er þetta fólk gestir Ölfussins og við tökum þessum náttúruperlum alvarlega en við gerðum það líka með orkumálin. Við tökum þeim líka alvarlega og viljum þess vegna skoða af yfirvegun og fordómalaust hvort þarna sé hægt að standa að frekari nýtingu án þess að skerða lífsgæði íbúa eða skaða náttúruna.“ Ekki of seint að taka samtalið Muntu þá í framhaldinu ræða þetta mál við kollega þína í Hveragerði? „Já, við hefðum nú helst viljað gera það þegar við sendum erindið. En ef Hvergerðingar vilja heldur gera það núna þá er það ekki of seint. Það er ekki búið að gera neitt,“ segir Elliði. „Við erum að sækja um rannsóknarleyfi á stað sem er þegar nýttur til húshitunar í Hveragerði og við vitum það að hér á svæðinu, sérstaklega uppi í Árborg, er mikil þörf fyrir varma, þannig að það væri nú algjört ábyrgðarleysi að skoða þetta ekki. En hvort að það leiði svo til nýtingar, það verða bara gögnin og áherslurnar að sýna. En þessar áhyggjur Hvergerðinga, við bara deilum þeim með þeim og gerum okkur grein fyrir því að þetta er viðkvæmt svæði og höfum þess vegna ekki í hyggju neitt annað en að ganga vel um það, bæði Hveragerðismegin og okkar megin.“
Hveragerði Ölfus Orkumál Jarðhiti Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöngum lokað „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira