Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum fjöllum við um fund samninganefndar Alþýðusambands Íslands sem kom saman í morgun til að ræða hvort gera skuli hlé á samningaviðræðum við SA. 

Verkalýðsforkólfar segja mikla óvissu uppi um komandi kjarasamninga vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaganna.

Einnig segjum við frá mótmælum í dag sem beinast gegn lífeyrissjóðunum en Grindvíkingar sem eru með húsnæðislán hjá lífeyrissjóðum eru ósáttir við að fá ekki sömu lausn og lántakendur hjá bönkunum hafa þegar fengið.

Að auki fjöllum við um COP28 ráðstefnuna sem hefst í dag í Dubai og tökum stöðuna á ástandinu í Vestmannaeyjum þar sem skemmdir urðu á vatnslögninni til Eyja. Tjón varð einnig á ljósleiðarastreng og einum rafstreng.

  Og í íþróttapakkanum verður fjallað um HM kvenna í handbolta en íslenska liðið mætir til leiks í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×