Hættir hjá Geislavörnum eftir 38 ára starf Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2023 11:02 Sigurður M. Magnússon tók við blómvendi á síðasta starfsdegi sínum hjá Geislavörnum í morgun. Stjr Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna, lætur af störfum í dag. Hann hefur stýrt stofnuninni í 38 ár. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kvaddi Sigurð með blómvendi og kökuboði við þessi tímamót þar sem Sigurður rifjaði upp farinn veg í viðburðaríku starfi á sviði geislavarna sem spannar meira en fjóra áratugi. Sagt er frá þessu á vef stjórnarráðsins. Nýr forstjóri stofnunarinnar er Elísabet Dolinda Ólafsdóttir. Fram kemur að fyrsta íslenska löggjöfin um geislavarnir; lög um öryggisráðstafanir gegn jónandi geislun frá geislavirkum efnum eða geislatækjum, hafi samþykkt á Alþingi árið 1962. Í kjölfarið hafi dómsmálaráðherra skipað nefnd að tillögu landlæknis um framkvæmd laganna. „Geislavarnastarfið var framan af nátengt röntgendeild Landspítala, enda umsvifin mest þar á þessu sviði við röntgenrannsóknir og geislalækningar. Með lögum nr. 50/1982 var Hollustuvernd ríkisins falið að annast geislavarnir og gilti það fyrirkomulag til ársins 1986 þegar Geislavarnir ríkisins voru settar á fót sem sjálfstæð lögbundin stofnun, undir yfirstjórn heilbrigðismálaráðherra, með lögum nr. 117/1985. Sigurður M. Magnússon var skipaður af Ragnhildi Helgadóttur heilbrigðisráðherra til að veita Geislavörnum ríkisins forstöðu með skipunarbréfi sem tók gildi 1. janúar 1986. Hann hefur því leitt stofnunina og starfsemi hennar frá upphafi í samræmi við þau einföldu en skýru skilaboð sem fram komu í skipunarbréfi hans, um að halda stjórnskipunarlög ríkisins og vinna störf sín af árvekni og trúmennsku. Sigurður og Willum Þór í morgun.Stjr Trúnaðarstörf á alþjóðavettvangi Undir stjórn Sigurðar hefur stofnunin verið í fararbroddi í rekstri ríkisstofnana og notið virðingar á alþjóðavettvangi. Sigurður hefur alla tíð lagt ríka áherslu á alþjóðlegt samstarf sem hefur átt þátt í því að skapa stofnuninni sterkan starfsgrundvöll. Í embættistíð sinni hefur Sigurður m.a. gegn stöðu formanns stjórnar Samtaka evrópskra geislavarnastofnana (HERCA) í 6 ár, hann var í nokkur ár forseti Norræna geislavarnafélagsins (NSFS) og í mörg ár stjórnarformaður Norrænna kjarnaöryggisrannsókna (NKS). Árið 2015 hlaut Sigurður Bo Lindell verðlaun NSFS fyrir mikilvægt framlag til geislavarna á norrænum og alþjóðlegum vettvangi um langan tíma. Þá hefur hann verið formaður geislavarnanefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), virkur stjórnarmaður í Alþjóðageislavarnasamtökunum (IRPA) auk þess að hafa sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum, m.a. fyrir Alþjóðageislavarnaráðið (ICRP), Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og Kjarnorkumálastofnun OECD (NEA),“ segir á vef stjórnarráðsins. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tímamót Heilbrigðismál Tengdar fréttir Í forstjórastól eftir að hafa setið í öllum mögulegum stólum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Elísabetu Dolindu Ólafsdóttur forstjóra Geislavarna ríkisins frá 1. desember næstkomandi. Frá árinu 2016 hefur hún gegnt starfi aðstoðarforstjóra stofnunarinnar samhliða hlutverkum gæðastjóra og starfsmannastjóra. 18. október 2023 16:22 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Sagt er frá þessu á vef stjórnarráðsins. Nýr forstjóri stofnunarinnar er Elísabet Dolinda Ólafsdóttir. Fram kemur að fyrsta íslenska löggjöfin um geislavarnir; lög um öryggisráðstafanir gegn jónandi geislun frá geislavirkum efnum eða geislatækjum, hafi samþykkt á Alþingi árið 1962. Í kjölfarið hafi dómsmálaráðherra skipað nefnd að tillögu landlæknis um framkvæmd laganna. „Geislavarnastarfið var framan af nátengt röntgendeild Landspítala, enda umsvifin mest þar á þessu sviði við röntgenrannsóknir og geislalækningar. Með lögum nr. 50/1982 var Hollustuvernd ríkisins falið að annast geislavarnir og gilti það fyrirkomulag til ársins 1986 þegar Geislavarnir ríkisins voru settar á fót sem sjálfstæð lögbundin stofnun, undir yfirstjórn heilbrigðismálaráðherra, með lögum nr. 117/1985. Sigurður M. Magnússon var skipaður af Ragnhildi Helgadóttur heilbrigðisráðherra til að veita Geislavörnum ríkisins forstöðu með skipunarbréfi sem tók gildi 1. janúar 1986. Hann hefur því leitt stofnunina og starfsemi hennar frá upphafi í samræmi við þau einföldu en skýru skilaboð sem fram komu í skipunarbréfi hans, um að halda stjórnskipunarlög ríkisins og vinna störf sín af árvekni og trúmennsku. Sigurður og Willum Þór í morgun.Stjr Trúnaðarstörf á alþjóðavettvangi Undir stjórn Sigurðar hefur stofnunin verið í fararbroddi í rekstri ríkisstofnana og notið virðingar á alþjóðavettvangi. Sigurður hefur alla tíð lagt ríka áherslu á alþjóðlegt samstarf sem hefur átt þátt í því að skapa stofnuninni sterkan starfsgrundvöll. Í embættistíð sinni hefur Sigurður m.a. gegn stöðu formanns stjórnar Samtaka evrópskra geislavarnastofnana (HERCA) í 6 ár, hann var í nokkur ár forseti Norræna geislavarnafélagsins (NSFS) og í mörg ár stjórnarformaður Norrænna kjarnaöryggisrannsókna (NKS). Árið 2015 hlaut Sigurður Bo Lindell verðlaun NSFS fyrir mikilvægt framlag til geislavarna á norrænum og alþjóðlegum vettvangi um langan tíma. Þá hefur hann verið formaður geislavarnanefndar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), virkur stjórnarmaður í Alþjóðageislavarnasamtökunum (IRPA) auk þess að hafa sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum, m.a. fyrir Alþjóðageislavarnaráðið (ICRP), Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og Kjarnorkumálastofnun OECD (NEA),“ segir á vef stjórnarráðsins.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tímamót Heilbrigðismál Tengdar fréttir Í forstjórastól eftir að hafa setið í öllum mögulegum stólum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Elísabetu Dolindu Ólafsdóttur forstjóra Geislavarna ríkisins frá 1. desember næstkomandi. Frá árinu 2016 hefur hún gegnt starfi aðstoðarforstjóra stofnunarinnar samhliða hlutverkum gæðastjóra og starfsmannastjóra. 18. október 2023 16:22 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Í forstjórastól eftir að hafa setið í öllum mögulegum stólum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Elísabetu Dolindu Ólafsdóttur forstjóra Geislavarna ríkisins frá 1. desember næstkomandi. Frá árinu 2016 hefur hún gegnt starfi aðstoðarforstjóra stofnunarinnar samhliða hlutverkum gæðastjóra og starfsmannastjóra. 18. október 2023 16:22
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?