Skagfirðingum boðið upp á ókeypis jólahlaðborð á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. nóvember 2023 09:31 Félagar í Rótarýklúbbi Sauðárkróks, sem eru klárir í jólahlaðborðið laugardaginn 2. desember í íþróttahúsi staðarins. Reiknað er með um 600 manns í hlaðborðið, sem er í boði klúbbsins og fyrirtækja í Skagafirði. Aðsend „Eitt af stærsta markmiði Rótarýhreyfingarinnar er að láta gott af sér leiða, bæði í samfélaginu og í hinum stóra heimi. Rótarýklúbbur Sauðárkróks er með nokkur samfélagsverkefni í gangi en jólahlaðborðið okkar er það langstærsta og umfangsmesta og hefur verið síðustu 10 árin,“ segir Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og hugmyndasmiður ókeypis jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem haldið verður laugardagskvöldið 2. desember í íþróttahúsi staðarins fyrir alla áhugasama í Skagafirði. En hver er hugsunin á bak við ókeypis jólahlaðborð og hvað er þetta að gefa félögum í klúbbnum? „Hugsunin er að sjálfsögðu að láta gott af sér leiða. Það eru því miður ekki allir sem hafa ráð á að sækja jólahlaðborð en þau eru hins vegar skemmtileg í alla staði. Okkur fannst tilvalið að fara af stað með þennan viðburð og sjá hvernig þetta færi fram og hvort við réðum við þetta. En nú er þetta búið að vera í um 10 ár, fyrir utan Covid árin tvö og gefur það okkur óendanlega mikið í hvert sinn. Þetta hefur aukið samstöðuna í klúbbnum, virkjað félagana og við finnum að við höfum látið gott af okkur leiða þegar við lítum yfir salinn og sjáum bros á hverju andliti,“ segir Ómar Bragi. Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og hugmyndasmiður jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem haldið verður laugardaginn 2. desember frá klukkan 12:00 til 14:00 í íþróttahúsi staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dekkað upp fyrir 600 mannsj Rótarýfélagarnir hefja alltaf undirbúning jólahlaðborðsins á haustdögum og fá stuðning frá nokkrum góðum fyrirtækjum sem leggja klúbbnum lið og létta undir með honum og aðstoða við að undirbúa matargerðina. Borðin eru dekkuð upp fyrir um 600 manns í íþróttahúsinu þar sem jólastemningin er í algleymingi. „Þetta er alvöru jólahlaðborð, boðið upp á síld og rúgbrauð, rækjurétt, hangikjöt og laufabrauð, hamborgarhrygg, sósur og jafning með kartöflum og öllu því meðlæti sem fylgir svona veislu. Svo er að sjálfsögðu jóladrykkir, kaffi og konfekt Við erum svo heppin að í ár mætir kvennakórinn Sóldísirnar á jólahlaðborðið og syngur inn jólin fyrir gesti okkar,“ segir Ómar Bragi og bætti við að lokum. „Við Rótarýfélagar hlökkum til laugardagsins og vonum að við sjáum sem flesta gesti frá 12:00 til 14:00, það er pláss fyrir alla, unga sem aldna. Allir eru hjartanlega velkomnir.“ Íbúar sem hafa mætt á jólahlaðborðin síðustu árin eru mjög þakklátir og ánægðir með framtak Rótarýklúbbsins.Aðsend Það eru mörg handtök við undirbúning jólahlaðborðsins eins og gefur að skilja.Aðsend Skagafjörður Jólamatur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
En hver er hugsunin á bak við ókeypis jólahlaðborð og hvað er þetta að gefa félögum í klúbbnum? „Hugsunin er að sjálfsögðu að láta gott af sér leiða. Það eru því miður ekki allir sem hafa ráð á að sækja jólahlaðborð en þau eru hins vegar skemmtileg í alla staði. Okkur fannst tilvalið að fara af stað með þennan viðburð og sjá hvernig þetta færi fram og hvort við réðum við þetta. En nú er þetta búið að vera í um 10 ár, fyrir utan Covid árin tvö og gefur það okkur óendanlega mikið í hvert sinn. Þetta hefur aukið samstöðuna í klúbbnum, virkjað félagana og við finnum að við höfum látið gott af okkur leiða þegar við lítum yfir salinn og sjáum bros á hverju andliti,“ segir Ómar Bragi. Ómar Bragi Stefánsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi og hugmyndasmiður jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem haldið verður laugardaginn 2. desember frá klukkan 12:00 til 14:00 í íþróttahúsi staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dekkað upp fyrir 600 mannsj Rótarýfélagarnir hefja alltaf undirbúning jólahlaðborðsins á haustdögum og fá stuðning frá nokkrum góðum fyrirtækjum sem leggja klúbbnum lið og létta undir með honum og aðstoða við að undirbúa matargerðina. Borðin eru dekkuð upp fyrir um 600 manns í íþróttahúsinu þar sem jólastemningin er í algleymingi. „Þetta er alvöru jólahlaðborð, boðið upp á síld og rúgbrauð, rækjurétt, hangikjöt og laufabrauð, hamborgarhrygg, sósur og jafning með kartöflum og öllu því meðlæti sem fylgir svona veislu. Svo er að sjálfsögðu jóladrykkir, kaffi og konfekt Við erum svo heppin að í ár mætir kvennakórinn Sóldísirnar á jólahlaðborðið og syngur inn jólin fyrir gesti okkar,“ segir Ómar Bragi og bætti við að lokum. „Við Rótarýfélagar hlökkum til laugardagsins og vonum að við sjáum sem flesta gesti frá 12:00 til 14:00, það er pláss fyrir alla, unga sem aldna. Allir eru hjartanlega velkomnir.“ Íbúar sem hafa mætt á jólahlaðborðin síðustu árin eru mjög þakklátir og ánægðir með framtak Rótarýklúbbsins.Aðsend Það eru mörg handtök við undirbúning jólahlaðborðsins eins og gefur að skilja.Aðsend
Skagafjörður Jólamatur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira