Halda spilunum þétt að sér | Stjarna Slóvena tæp Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2023 15:50 Ana Gros er á meðal betri leikmanna heims. Hún hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. EPA-EFE/FILIP SINGER Slóvenía er fyrsti andstæðingur Íslands á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Meiðsli hafa herjað á útilínu liðsins sem er þó ljóst að er afar sterkur andstæðingur. Stjarna liðsins hefur glímt við meiðsli síðustu vikur. Slóvenía hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarin ár og lenti liðið í áttunda sæti á EM á heimavelli í fyrra. Erfitt er að rýna í slóvenska liðið, einnig fyrir starfsteymi Íslands hvað leikgreiningu varðar, þar sem forráðamenn liðsins ákváðu að spila enga æfingaleiki í aðdraganda móts. Meiðsli herja á útilínu liðsins og er útlit fyrir að Svartfellingurinn Dragan Adzic, þjálfari liðsins, hafi viljað nýta allan þann tíma sem hann hefur til að drilla liðið á æfingum frekar en að spila leiki. Leikstjórnandinn Elizabeth Omoregie er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður, sem leikur með CSM Búkarest í Rúmeníu, en ljóst er að hún missir af HM vegna meiðsla. Sömu sögu er að segja af öðrum leikstjórnanda liðsins, Ninu Zulic, sem hefur skorað yfir 120 landsliðsmörk. Hún er einnig er meidd líkt og Nusa Fegic, þriðji meiddi miðjumaður slóvenska liðsins. Nina Spreitzer, leikmaður Krim í heimalandinu, er raunar eini hreinræktaði leikstjórnandinn í 20 kvenna leikmannahópi Slóveníu. Sú hefur verið rulluspilari og verið á eftir áðurnefndum konum í goggunarröðinni og fær tækifæri til að sýna sig og sanna á komandi móti. Sú hefur leikið 54 landsleiki og skorað í þeim 28 mörk. Ana Gros er langstærsta stjarna slóvenska liðsins. Hægri skyttan hefur skorað yfir 700 mörk fyrir landsliðið í 140 landsleikjum og hefur unnið deildartitla víða um Evrópu og sankað að sér markatitlum í Frakklandi, til að mynda. Sú er tæp fyrir fyrsta leik vegna meiðsla í læri. Samkvæmt slóvenskum fjölmiðlum hefur hún ekki æft með liðinu heldur fylgt eigin endurhæfingaráætlun og segir á vef slóvenska handboltasambandsins að hún hafi farið víða um Evrópu að hitta sérfræðinga til að fá bót meina sinna fyrir mótið stóra sem fram undan er. Aðspurður um skyttuna sterku í dag sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson: „Það er kannski gert meira úr þessu en efni standa til. Ég geri ráð fyrir henni í þessum leik, alveg pottþétt,“ „Hún er hugsanlega ekki hundrað prósent en Ana Gros áttatíu prósent er bara frábær leikmaður og ég á von á henni á vellinum á morgun.“ Burtséð frá því er ljóst að verkefnið er strembið gegn sterku slóvensku liði sem óljóst er hvernig mun stilla upp gegn Íslandi á morgun. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 á morgun og verður gerð góð skil á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira
Slóvenía hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarin ár og lenti liðið í áttunda sæti á EM á heimavelli í fyrra. Erfitt er að rýna í slóvenska liðið, einnig fyrir starfsteymi Íslands hvað leikgreiningu varðar, þar sem forráðamenn liðsins ákváðu að spila enga æfingaleiki í aðdraganda móts. Meiðsli herja á útilínu liðsins og er útlit fyrir að Svartfellingurinn Dragan Adzic, þjálfari liðsins, hafi viljað nýta allan þann tíma sem hann hefur til að drilla liðið á æfingum frekar en að spila leiki. Leikstjórnandinn Elizabeth Omoregie er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður, sem leikur með CSM Búkarest í Rúmeníu, en ljóst er að hún missir af HM vegna meiðsla. Sömu sögu er að segja af öðrum leikstjórnanda liðsins, Ninu Zulic, sem hefur skorað yfir 120 landsliðsmörk. Hún er einnig er meidd líkt og Nusa Fegic, þriðji meiddi miðjumaður slóvenska liðsins. Nina Spreitzer, leikmaður Krim í heimalandinu, er raunar eini hreinræktaði leikstjórnandinn í 20 kvenna leikmannahópi Slóveníu. Sú hefur verið rulluspilari og verið á eftir áðurnefndum konum í goggunarröðinni og fær tækifæri til að sýna sig og sanna á komandi móti. Sú hefur leikið 54 landsleiki og skorað í þeim 28 mörk. Ana Gros er langstærsta stjarna slóvenska liðsins. Hægri skyttan hefur skorað yfir 700 mörk fyrir landsliðið í 140 landsleikjum og hefur unnið deildartitla víða um Evrópu og sankað að sér markatitlum í Frakklandi, til að mynda. Sú er tæp fyrir fyrsta leik vegna meiðsla í læri. Samkvæmt slóvenskum fjölmiðlum hefur hún ekki æft með liðinu heldur fylgt eigin endurhæfingaráætlun og segir á vef slóvenska handboltasambandsins að hún hafi farið víða um Evrópu að hitta sérfræðinga til að fá bót meina sinna fyrir mótið stóra sem fram undan er. Aðspurður um skyttuna sterku í dag sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson: „Það er kannski gert meira úr þessu en efni standa til. Ég geri ráð fyrir henni í þessum leik, alveg pottþétt,“ „Hún er hugsanlega ekki hundrað prósent en Ana Gros áttatíu prósent er bara frábær leikmaður og ég á von á henni á vellinum á morgun.“ Burtséð frá því er ljóst að verkefnið er strembið gegn sterku slóvensku liði sem óljóst er hvernig mun stilla upp gegn Íslandi á morgun. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 á morgun og verður gerð góð skil á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira