Veður

Öflug hæð stjórnar veðrinu fram á helgi

Atli Ísleifsson skrifar
Gert er ráð fyrir að hiti í dag verði um frostmark.
Gert er ráð fyrir að hiti í dag verði um frostmark. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir austan golu eða kalda í dag og sums staðar éljum, en smá vætu í fyrstu vestanlands. Gert er ráð fyrir að hiti verði um eða undir frostmarki.

Á vef Veðurstofunnar segir að yfir Grænlandi sé nokkuð öflug hæð sem muni stjórna veðrinu fram á helgi.

„Norðlæg átt á landinu, yfirleitt á bilinu 5 til 13 m/s. Lengst af þurrt sunnan heiða, en él í öðrum landshlutum. Kólnandi veður,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag og föstudag (fullveldisdagurinn): Norðlæg átt 5-13 m/s og él, en yfirleitt þurrt um landið sunnanvert. Frost 0 til 8 stig.

Á laugardag og sunnudag: Norðan og norðaustan 3-10 og skýjað með köflum, en dálítil él á Norður- og Austurlandi. Kalt í veðri.

Á mánudag og þriðjudag: Norðlæg átt og él, en þurrt sunnan heiða. Kalt áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×