Íslenski boltinn

Ole kveður KR

Aron Guðmundsson skrifar
Ole Martin Nesselquist
Ole Martin Nesselquist Vísir/Sigurjón

Ole Martin Nes­selquist og Knatt­spyrnu­fé­lag Reykja­víkur hafa komist að sam­komu­lagi um samnings­lok þar sem að Ole Martin óskaði eftir leyfi frá fé­laginu til þess að gerast aðal­þjálfari hjá liði í heima­landi sínu, Noregi.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá KR en Ole Martin kom til KR í upp­hafi árs 2023 og samdi til loka árs 2025. Fyrr í dag fóru há­værar sögu­sagnir á kreik þess efnis að Ole Martin væri á förum frá KR.

„Þegar tæki­færi bjóðast þá er það stefna KR að ekki standa í vegi fyrir því að þjálfarar eða leik­menn fái tæki­færi að taka skref fram á við í sinni þróun. KR þakkar Ole Martin fyrir frá­bært starf í þágu fé­lagsins og óskar honum um leið vel­farnaðar í nýju starfi.“

Ole Martin skilar einnig kveðju til KR-inga í yfir­lýsingunni:

„Mig langar að þakka öllum KR-ingum fyrir skemmti­legt og spennandi ár sem senn er að líða. Ég naut hverrar stundar að vera hluti af KR-fjöl­skyldunni og að búa í Vestur­bænum. Nú er tíminn réttur fyrir mig að taka næsta skref á ferlinum, en ég mun alltaf hugsa til baka til míns tíma hjá KR með hlý­hug. 

Þá langar mig að þakka fyrir tæki­færið sem ég fékk hjá KR og þakka öllum leik­mönnum og starfs­fólki KR fyrir að gera árið ó­gleyman­legt. Að lokum vil ég óska Gegg, öðrum þjálfurum og leik­mönnum alls hins besta á nýju ári og er viss um að það séu bjartir tímar fram­undan hjá KR.“ segir Ole Martin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×