Söng á stærsta dansleik Þýskalands Íris Hauksdóttir skrifar 29. nóvember 2023 07:01 Helga Dýrfinna Magnúsdóttir lifir drauminn í Þýskalandi. „Þetta gekk glimrandi vel og það er mikill heiður að fá tækifæri af þessari stærðargráðu,“ segir Helga Dýrfinna Magnúsdóttir söngkona. Dansleikurinn sem um ræðir nefnist Deutscher sportpresse ball og er haldinn í Gömlu óperunni í Frankfurt. Þangað mæta sjónvarpsstjörnur, leikarar, íþróttahetjur og stjórnmálamenn. Þetta er annað árið í röð sem Helga skemmtir á samkomunni og mun koma aftur fram að ári liðnu. Helga Dýrfinna ásamt samstarfsmanni sínum, söngvaranum Reinhard Paul sem ruddi leið hennar upp á stóra sviðið.aðsend Helga hefur undanfarna tvo áratugi búið í Þýskalandi ásamt fjölskyldu sinni, eiginmanni og tveimur drengjum. Þar starfar hún sem söngkona sem hún segir algjört draumastarf. Heimili fjölskyldunnar er staðsett rétt fyrir utan Frankfurt og segist Helga kunna afar vel við sig í þýskri sveitasælu. „Bærinn okkar heitir Aschaffenburg og er rosalega fallegur. Hér búa um sjötíu þúsund manns og allt nærumhverfið er himneskt. Gamli bærinn er dásamlegur og falleg höll sem ég hef sungið nokkrum sinnum í.“ Stærsti viðburður ferilsins Spurð hvernig hún hafi ratað á þetta stóra svið nefnir Helga góðan vin sem hún kynntist fyrir nokkrum árum. „Ég kynntist Reinhard Paul í miðjum heimsfaraldri en hann er söngvari og smellpassar við mig, bæði raddlega sem og persónulega. Hann býr að fjörutíu ára reynslu í þessum bransa og syngur á öllum flottustu stöðunum, þar á meðal þessum dansleik. Hann ruddi í raun leið mína þangað inn.“ Helga ásamt Peter Fischer en hann gengdi stöðu forseta eintracht þegar þeir unnu Evrópu mótið.aðsend Helga segir að þetta sé án nokkurs vafa stærsti viðburður síns ferils. Hvernig voru taugarnar? „Ég var mjög stressuð en líka spennt. Í ár kom þetta enn betur út en í fyrra þegar ég söng í fyrsta skipti enda var ég öruggari og vissi hvað ég væri að fara út í. Maðurinn minn var sömuleiðis mjög spenntur að sjá mig syngja þarna því ég þekki ekki alltaf á hvaða stærðargráður hver viðburður er. Ég hef margoft sungið á stórum sviðum en þetta er fyrir stærstu stjörnur Þýskalands. Það er ekki oft sem maður fær að upplifa slíkt.“ Helda Dýrfinna ásamt einum af stofnenda Deutscher sportpresse ball. aðsend Óheppilegt orðarugl í lyftuferð Á dansleiknum sem haldinn var þann 4. nóvember síðastliðinn hitti Helga fyrir borgarstjóra Frankfurts. Þau voru stödd í lyftu og Helga hafði lent í því óláni að vökvi hafði sullast yfir kjólinn hennar. „Kannski er þetta ekki fyndin saga nema hún sé sögð á þýsku en þýsk mörg orð eru keimlík í framburði þó merking þeirra sé gjörólík, segir Helga og heldur áfram. Dæmi um slík orð eru geschüttelt og geschüttet nánast alveg eins bara eitt L sem gerir muninn. Geschüttelt merkir að einhver hafi hellt yfir þig en geschüttet þýðir að einhver hafi sprautað einhverju á þig. Skemmst frá því að segja að þarna ruglaðist ég á orðunum tveimur og aumingja maðurinn hrökklaðist hálfpartinn út úr lyftunni og sagðist ómögulega vilja vita frekari smáatriði frá þessari sögu.“ Ljóst er að óheppilegt orðarugl hafi þó ekki komið í veg fyrir að Helga fengi endurráðningu því hún hefur nú skrifað undir samning og mun syngja að ári liðnu. Framundan tekur svo við verkefni sem er ekki af verri endanum en Helga, ásamt meðsöngvara sínum, fyrrnefndum Reinhard halda um borð í skemmtiferðaskip þar sem þau munu koma fram nokkur kvöld í desember. „Það er auðvitað mjög spennandi gigg, en að því loknu hlakka ég mikið til að njóta aðventunnar með strákunum mínum og nánustu fjölskyldu.“ Áhugasamir geta fylgst með ævintýrum Helgu Dýrfinnu HÉR á Instagram. Tónlist Þýskaland Íslendingar erlendis Dans Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Dansleikurinn sem um ræðir nefnist Deutscher sportpresse ball og er haldinn í Gömlu óperunni í Frankfurt. Þangað mæta sjónvarpsstjörnur, leikarar, íþróttahetjur og stjórnmálamenn. Þetta er annað árið í röð sem Helga skemmtir á samkomunni og mun koma aftur fram að ári liðnu. Helga Dýrfinna ásamt samstarfsmanni sínum, söngvaranum Reinhard Paul sem ruddi leið hennar upp á stóra sviðið.aðsend Helga hefur undanfarna tvo áratugi búið í Þýskalandi ásamt fjölskyldu sinni, eiginmanni og tveimur drengjum. Þar starfar hún sem söngkona sem hún segir algjört draumastarf. Heimili fjölskyldunnar er staðsett rétt fyrir utan Frankfurt og segist Helga kunna afar vel við sig í þýskri sveitasælu. „Bærinn okkar heitir Aschaffenburg og er rosalega fallegur. Hér búa um sjötíu þúsund manns og allt nærumhverfið er himneskt. Gamli bærinn er dásamlegur og falleg höll sem ég hef sungið nokkrum sinnum í.“ Stærsti viðburður ferilsins Spurð hvernig hún hafi ratað á þetta stóra svið nefnir Helga góðan vin sem hún kynntist fyrir nokkrum árum. „Ég kynntist Reinhard Paul í miðjum heimsfaraldri en hann er söngvari og smellpassar við mig, bæði raddlega sem og persónulega. Hann býr að fjörutíu ára reynslu í þessum bransa og syngur á öllum flottustu stöðunum, þar á meðal þessum dansleik. Hann ruddi í raun leið mína þangað inn.“ Helga ásamt Peter Fischer en hann gengdi stöðu forseta eintracht þegar þeir unnu Evrópu mótið.aðsend Helga segir að þetta sé án nokkurs vafa stærsti viðburður síns ferils. Hvernig voru taugarnar? „Ég var mjög stressuð en líka spennt. Í ár kom þetta enn betur út en í fyrra þegar ég söng í fyrsta skipti enda var ég öruggari og vissi hvað ég væri að fara út í. Maðurinn minn var sömuleiðis mjög spenntur að sjá mig syngja þarna því ég þekki ekki alltaf á hvaða stærðargráður hver viðburður er. Ég hef margoft sungið á stórum sviðum en þetta er fyrir stærstu stjörnur Þýskalands. Það er ekki oft sem maður fær að upplifa slíkt.“ Helda Dýrfinna ásamt einum af stofnenda Deutscher sportpresse ball. aðsend Óheppilegt orðarugl í lyftuferð Á dansleiknum sem haldinn var þann 4. nóvember síðastliðinn hitti Helga fyrir borgarstjóra Frankfurts. Þau voru stödd í lyftu og Helga hafði lent í því óláni að vökvi hafði sullast yfir kjólinn hennar. „Kannski er þetta ekki fyndin saga nema hún sé sögð á þýsku en þýsk mörg orð eru keimlík í framburði þó merking þeirra sé gjörólík, segir Helga og heldur áfram. Dæmi um slík orð eru geschüttelt og geschüttet nánast alveg eins bara eitt L sem gerir muninn. Geschüttelt merkir að einhver hafi hellt yfir þig en geschüttet þýðir að einhver hafi sprautað einhverju á þig. Skemmst frá því að segja að þarna ruglaðist ég á orðunum tveimur og aumingja maðurinn hrökklaðist hálfpartinn út úr lyftunni og sagðist ómögulega vilja vita frekari smáatriði frá þessari sögu.“ Ljóst er að óheppilegt orðarugl hafi þó ekki komið í veg fyrir að Helga fengi endurráðningu því hún hefur nú skrifað undir samning og mun syngja að ári liðnu. Framundan tekur svo við verkefni sem er ekki af verri endanum en Helga, ásamt meðsöngvara sínum, fyrrnefndum Reinhard halda um borð í skemmtiferðaskip þar sem þau munu koma fram nokkur kvöld í desember. „Það er auðvitað mjög spennandi gigg, en að því loknu hlakka ég mikið til að njóta aðventunnar með strákunum mínum og nánustu fjölskyldu.“ Áhugasamir geta fylgst með ævintýrum Helgu Dýrfinnu HÉR á Instagram.
Tónlist Þýskaland Íslendingar erlendis Dans Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira