Lögverndað siðleysi Sigríður María Eyþórsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 13:00 Klukkan tifar, það styttist í mánaðarmót. Þegar þessi orð eru skrifuð eru tæplega fjögur þúsund sálir frá kyrrlátu þorpi á suðvesturhorni lítils lands í norður Atlantshafi tvístraðar um eyjuna, margar á vergangi, húsnæðislausar og óttaslegnar með lítið í farteskinu annað en helstu nauðsynjar, kvíða og brostna framtíðardrauma. En það er þó bót í máli, eða hvað, að þessi eyja er með ríkustu landsvæðum veraldar. Hagsældin er í stóra samhenginu stórkostleg, og hún er að þakka einmitt þessu fólki og öðrum eins og þeim sem byggja þetta fámenna og harðbýla sker og vinna sig inn að beini til að tryggja sér og sínum öryggi og þolanlega tilvist á hjara veraldar. Því skyldi maður ætla að okkur væri borgið. En nei. Jafnvel í hörmungum eins og þeim sem yfir litla sjávarþorpið hafa dunið skýtur fégræðgin upp sínum ljóta kolli og á meðan brotið samfélagið hrópar á réttlæti og sanngirni, uppfullt af reiði og frústrasjónum sitja nú lífeyrissjóðirnir sílspikaðir og glottandi á fjósbitanum. Á meðan viðskiptabankarnir þrír hafa nú sýnt sóma sinn og samkennd með því að fella niður vexti og verðbætur á lánum þeirra sem fyrir hörmungunum verða bera nú lífeyrissjóðir fyrir sig lögformlegum atriðum sem, samkvæmt þeim, koma algerlega í veg fyrir að hægt sé að hnika til reglum og lögum þeirra svo koma megi lántökum þeirra til aðstoðar á ögurstundu. Höfundur spyr: Hvaða kjaftæði er þetta ? Hverskonar hundalógik er það að ekki megi frysta lán og fella niður vexti og verðbætur til fólksins sem þó hefur borgað skilmerkilega í sjóði um árabil og staðið við skuldbindingar sínar til þeirra ? Hvernig má það vera að almenn skynsemi, manngildi og nauðsyn þurfi að lúta í lægra haldi fyrir ákvörðunum og reglum sem klárlega voru ekki samin á hamfaratímum? Ef lögin eru svona meingölluð- breytið þeim! Þau eru ekki rituð í steintöflur frá Sínaifjalli. Við eftirgrennslan undirritaðrar kemur í ljós að Lífeyrissjóðurinn Gildi er kröfuhafi að rúmlega helmingi húsnæðislána í Grindavík, eða um 50 af um það bil 100 lánum. Að baki þessara lána standa hundrað heimili, hundrað fjölskyldur sem nú standa í þeim sporum að óvissan nagar, framtíðin er með öllu óviss, nema hvað að við vitum öll eitt; lífið verður aldrei eins og áður. Það er sárt. Enn sárara er þó að átta sig á því að það sem við krefjumst frá lífeyrissjóðunum okkar núna, sjóðum sem sannarlega eru til þess ætlaðir að tryggja afkomu og lífsviðurværi sjóðsfélaga myndi kosta þá aðeins 60-70 milljónir í framkvæmd. Þú last rétt kæri lesandi; að frysta lánin og að fella niður vexti og verðbætur þessara hundrað heimila í þrjá mánuði kostar minna en eitt þokkalegt einbýlishús á svæðinu.. fyrir jarðhræringar að vísu. Svo ég tali íslensku bara : Nú velti ég fyrir mér hvort lífeyrissjóðir í því formi sem þeir hafa fengið að vaða uppi undanfarna áratugi séu í raun það sem við viljum sem þjóð, sem almenningur. Er pláss í okkar samfélagi fyrir þessi bákn sem byggð voru undir þeim formerkjum að vera okkar lífsafkomutrygging og öryggisnet og en reka svo niður hælana og þráast við eins og um þeirra persónulegu bankainnistæður væri að ræða þegar til kasta kemur, en sólunda okkar lífeyrisfé eftir eigin geðþótta með misgáfulegum hætti utan þess og hlutur lífeyrisþega skertur með þeim hætti? Undirrituð skorar hér með á verkalýðshreyfinguna að efna enn á ný til mótmæla- við erum nokkuð mörg sem höfum eitthvað að segja um stöðu mála. Þetta kemur ekki bara Grindvíkum við, heldur okkur öllum sem höfum greitt í lífeyrissjóði. Við samþykkjum þetta ekki. Höfundur er tónlistarmaður frá Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Íslenskir bankar Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Klukkan tifar, það styttist í mánaðarmót. Þegar þessi orð eru skrifuð eru tæplega fjögur þúsund sálir frá kyrrlátu þorpi á suðvesturhorni lítils lands í norður Atlantshafi tvístraðar um eyjuna, margar á vergangi, húsnæðislausar og óttaslegnar með lítið í farteskinu annað en helstu nauðsynjar, kvíða og brostna framtíðardrauma. En það er þó bót í máli, eða hvað, að þessi eyja er með ríkustu landsvæðum veraldar. Hagsældin er í stóra samhenginu stórkostleg, og hún er að þakka einmitt þessu fólki og öðrum eins og þeim sem byggja þetta fámenna og harðbýla sker og vinna sig inn að beini til að tryggja sér og sínum öryggi og þolanlega tilvist á hjara veraldar. Því skyldi maður ætla að okkur væri borgið. En nei. Jafnvel í hörmungum eins og þeim sem yfir litla sjávarþorpið hafa dunið skýtur fégræðgin upp sínum ljóta kolli og á meðan brotið samfélagið hrópar á réttlæti og sanngirni, uppfullt af reiði og frústrasjónum sitja nú lífeyrissjóðirnir sílspikaðir og glottandi á fjósbitanum. Á meðan viðskiptabankarnir þrír hafa nú sýnt sóma sinn og samkennd með því að fella niður vexti og verðbætur á lánum þeirra sem fyrir hörmungunum verða bera nú lífeyrissjóðir fyrir sig lögformlegum atriðum sem, samkvæmt þeim, koma algerlega í veg fyrir að hægt sé að hnika til reglum og lögum þeirra svo koma megi lántökum þeirra til aðstoðar á ögurstundu. Höfundur spyr: Hvaða kjaftæði er þetta ? Hverskonar hundalógik er það að ekki megi frysta lán og fella niður vexti og verðbætur til fólksins sem þó hefur borgað skilmerkilega í sjóði um árabil og staðið við skuldbindingar sínar til þeirra ? Hvernig má það vera að almenn skynsemi, manngildi og nauðsyn þurfi að lúta í lægra haldi fyrir ákvörðunum og reglum sem klárlega voru ekki samin á hamfaratímum? Ef lögin eru svona meingölluð- breytið þeim! Þau eru ekki rituð í steintöflur frá Sínaifjalli. Við eftirgrennslan undirritaðrar kemur í ljós að Lífeyrissjóðurinn Gildi er kröfuhafi að rúmlega helmingi húsnæðislána í Grindavík, eða um 50 af um það bil 100 lánum. Að baki þessara lána standa hundrað heimili, hundrað fjölskyldur sem nú standa í þeim sporum að óvissan nagar, framtíðin er með öllu óviss, nema hvað að við vitum öll eitt; lífið verður aldrei eins og áður. Það er sárt. Enn sárara er þó að átta sig á því að það sem við krefjumst frá lífeyrissjóðunum okkar núna, sjóðum sem sannarlega eru til þess ætlaðir að tryggja afkomu og lífsviðurværi sjóðsfélaga myndi kosta þá aðeins 60-70 milljónir í framkvæmd. Þú last rétt kæri lesandi; að frysta lánin og að fella niður vexti og verðbætur þessara hundrað heimila í þrjá mánuði kostar minna en eitt þokkalegt einbýlishús á svæðinu.. fyrir jarðhræringar að vísu. Svo ég tali íslensku bara : Nú velti ég fyrir mér hvort lífeyrissjóðir í því formi sem þeir hafa fengið að vaða uppi undanfarna áratugi séu í raun það sem við viljum sem þjóð, sem almenningur. Er pláss í okkar samfélagi fyrir þessi bákn sem byggð voru undir þeim formerkjum að vera okkar lífsafkomutrygging og öryggisnet og en reka svo niður hælana og þráast við eins og um þeirra persónulegu bankainnistæður væri að ræða þegar til kasta kemur, en sólunda okkar lífeyrisfé eftir eigin geðþótta með misgáfulegum hætti utan þess og hlutur lífeyrisþega skertur með þeim hætti? Undirrituð skorar hér með á verkalýðshreyfinguna að efna enn á ný til mótmæla- við erum nokkuð mörg sem höfum eitthvað að segja um stöðu mála. Þetta kemur ekki bara Grindvíkum við, heldur okkur öllum sem höfum greitt í lífeyrissjóði. Við samþykkjum þetta ekki. Höfundur er tónlistarmaður frá Grindavík.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar