Lögverndað siðleysi Sigríður María Eyþórsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 13:00 Klukkan tifar, það styttist í mánaðarmót. Þegar þessi orð eru skrifuð eru tæplega fjögur þúsund sálir frá kyrrlátu þorpi á suðvesturhorni lítils lands í norður Atlantshafi tvístraðar um eyjuna, margar á vergangi, húsnæðislausar og óttaslegnar með lítið í farteskinu annað en helstu nauðsynjar, kvíða og brostna framtíðardrauma. En það er þó bót í máli, eða hvað, að þessi eyja er með ríkustu landsvæðum veraldar. Hagsældin er í stóra samhenginu stórkostleg, og hún er að þakka einmitt þessu fólki og öðrum eins og þeim sem byggja þetta fámenna og harðbýla sker og vinna sig inn að beini til að tryggja sér og sínum öryggi og þolanlega tilvist á hjara veraldar. Því skyldi maður ætla að okkur væri borgið. En nei. Jafnvel í hörmungum eins og þeim sem yfir litla sjávarþorpið hafa dunið skýtur fégræðgin upp sínum ljóta kolli og á meðan brotið samfélagið hrópar á réttlæti og sanngirni, uppfullt af reiði og frústrasjónum sitja nú lífeyrissjóðirnir sílspikaðir og glottandi á fjósbitanum. Á meðan viðskiptabankarnir þrír hafa nú sýnt sóma sinn og samkennd með því að fella niður vexti og verðbætur á lánum þeirra sem fyrir hörmungunum verða bera nú lífeyrissjóðir fyrir sig lögformlegum atriðum sem, samkvæmt þeim, koma algerlega í veg fyrir að hægt sé að hnika til reglum og lögum þeirra svo koma megi lántökum þeirra til aðstoðar á ögurstundu. Höfundur spyr: Hvaða kjaftæði er þetta ? Hverskonar hundalógik er það að ekki megi frysta lán og fella niður vexti og verðbætur til fólksins sem þó hefur borgað skilmerkilega í sjóði um árabil og staðið við skuldbindingar sínar til þeirra ? Hvernig má það vera að almenn skynsemi, manngildi og nauðsyn þurfi að lúta í lægra haldi fyrir ákvörðunum og reglum sem klárlega voru ekki samin á hamfaratímum? Ef lögin eru svona meingölluð- breytið þeim! Þau eru ekki rituð í steintöflur frá Sínaifjalli. Við eftirgrennslan undirritaðrar kemur í ljós að Lífeyrissjóðurinn Gildi er kröfuhafi að rúmlega helmingi húsnæðislána í Grindavík, eða um 50 af um það bil 100 lánum. Að baki þessara lána standa hundrað heimili, hundrað fjölskyldur sem nú standa í þeim sporum að óvissan nagar, framtíðin er með öllu óviss, nema hvað að við vitum öll eitt; lífið verður aldrei eins og áður. Það er sárt. Enn sárara er þó að átta sig á því að það sem við krefjumst frá lífeyrissjóðunum okkar núna, sjóðum sem sannarlega eru til þess ætlaðir að tryggja afkomu og lífsviðurværi sjóðsfélaga myndi kosta þá aðeins 60-70 milljónir í framkvæmd. Þú last rétt kæri lesandi; að frysta lánin og að fella niður vexti og verðbætur þessara hundrað heimila í þrjá mánuði kostar minna en eitt þokkalegt einbýlishús á svæðinu.. fyrir jarðhræringar að vísu. Svo ég tali íslensku bara : Nú velti ég fyrir mér hvort lífeyrissjóðir í því formi sem þeir hafa fengið að vaða uppi undanfarna áratugi séu í raun það sem við viljum sem þjóð, sem almenningur. Er pláss í okkar samfélagi fyrir þessi bákn sem byggð voru undir þeim formerkjum að vera okkar lífsafkomutrygging og öryggisnet og en reka svo niður hælana og þráast við eins og um þeirra persónulegu bankainnistæður væri að ræða þegar til kasta kemur, en sólunda okkar lífeyrisfé eftir eigin geðþótta með misgáfulegum hætti utan þess og hlutur lífeyrisþega skertur með þeim hætti? Undirrituð skorar hér með á verkalýðshreyfinguna að efna enn á ný til mótmæla- við erum nokkuð mörg sem höfum eitthvað að segja um stöðu mála. Þetta kemur ekki bara Grindvíkum við, heldur okkur öllum sem höfum greitt í lífeyrissjóði. Við samþykkjum þetta ekki. Höfundur er tónlistarmaður frá Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Íslenskir bankar Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Skoðun Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Klukkan tifar, það styttist í mánaðarmót. Þegar þessi orð eru skrifuð eru tæplega fjögur þúsund sálir frá kyrrlátu þorpi á suðvesturhorni lítils lands í norður Atlantshafi tvístraðar um eyjuna, margar á vergangi, húsnæðislausar og óttaslegnar með lítið í farteskinu annað en helstu nauðsynjar, kvíða og brostna framtíðardrauma. En það er þó bót í máli, eða hvað, að þessi eyja er með ríkustu landsvæðum veraldar. Hagsældin er í stóra samhenginu stórkostleg, og hún er að þakka einmitt þessu fólki og öðrum eins og þeim sem byggja þetta fámenna og harðbýla sker og vinna sig inn að beini til að tryggja sér og sínum öryggi og þolanlega tilvist á hjara veraldar. Því skyldi maður ætla að okkur væri borgið. En nei. Jafnvel í hörmungum eins og þeim sem yfir litla sjávarþorpið hafa dunið skýtur fégræðgin upp sínum ljóta kolli og á meðan brotið samfélagið hrópar á réttlæti og sanngirni, uppfullt af reiði og frústrasjónum sitja nú lífeyrissjóðirnir sílspikaðir og glottandi á fjósbitanum. Á meðan viðskiptabankarnir þrír hafa nú sýnt sóma sinn og samkennd með því að fella niður vexti og verðbætur á lánum þeirra sem fyrir hörmungunum verða bera nú lífeyrissjóðir fyrir sig lögformlegum atriðum sem, samkvæmt þeim, koma algerlega í veg fyrir að hægt sé að hnika til reglum og lögum þeirra svo koma megi lántökum þeirra til aðstoðar á ögurstundu. Höfundur spyr: Hvaða kjaftæði er þetta ? Hverskonar hundalógik er það að ekki megi frysta lán og fella niður vexti og verðbætur til fólksins sem þó hefur borgað skilmerkilega í sjóði um árabil og staðið við skuldbindingar sínar til þeirra ? Hvernig má það vera að almenn skynsemi, manngildi og nauðsyn þurfi að lúta í lægra haldi fyrir ákvörðunum og reglum sem klárlega voru ekki samin á hamfaratímum? Ef lögin eru svona meingölluð- breytið þeim! Þau eru ekki rituð í steintöflur frá Sínaifjalli. Við eftirgrennslan undirritaðrar kemur í ljós að Lífeyrissjóðurinn Gildi er kröfuhafi að rúmlega helmingi húsnæðislána í Grindavík, eða um 50 af um það bil 100 lánum. Að baki þessara lána standa hundrað heimili, hundrað fjölskyldur sem nú standa í þeim sporum að óvissan nagar, framtíðin er með öllu óviss, nema hvað að við vitum öll eitt; lífið verður aldrei eins og áður. Það er sárt. Enn sárara er þó að átta sig á því að það sem við krefjumst frá lífeyrissjóðunum okkar núna, sjóðum sem sannarlega eru til þess ætlaðir að tryggja afkomu og lífsviðurværi sjóðsfélaga myndi kosta þá aðeins 60-70 milljónir í framkvæmd. Þú last rétt kæri lesandi; að frysta lánin og að fella niður vexti og verðbætur þessara hundrað heimila í þrjá mánuði kostar minna en eitt þokkalegt einbýlishús á svæðinu.. fyrir jarðhræringar að vísu. Svo ég tali íslensku bara : Nú velti ég fyrir mér hvort lífeyrissjóðir í því formi sem þeir hafa fengið að vaða uppi undanfarna áratugi séu í raun það sem við viljum sem þjóð, sem almenningur. Er pláss í okkar samfélagi fyrir þessi bákn sem byggð voru undir þeim formerkjum að vera okkar lífsafkomutrygging og öryggisnet og en reka svo niður hælana og þráast við eins og um þeirra persónulegu bankainnistæður væri að ræða þegar til kasta kemur, en sólunda okkar lífeyrisfé eftir eigin geðþótta með misgáfulegum hætti utan þess og hlutur lífeyrisþega skertur með þeim hætti? Undirrituð skorar hér með á verkalýðshreyfinguna að efna enn á ný til mótmæla- við erum nokkuð mörg sem höfum eitthvað að segja um stöðu mála. Þetta kemur ekki bara Grindvíkum við, heldur okkur öllum sem höfum greitt í lífeyrissjóði. Við samþykkjum þetta ekki. Höfundur er tónlistarmaður frá Grindavík.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun