Ákæra mann sem grunaður er um alvarlega árás gegn fyrrverandi Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2023 22:25 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manninum. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur sem grunaður er um stórfellda líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni í ágúst síðastliðnum. Þetta staðfestir Kobrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við Vísi. Mbl greindi fyrst frá ákærunni. Í greinargerð lögreglu vegna kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum segir að hann sé grunaður um tilraun til þess að verða fyrrverandi kærustu sinni að bana með því að hafa ráðist á hana og meðal annars lamið og sparkað í höfuð hennar, reynt að kyrkja hana og hent henni í læk í skóglendi. Kolbrún kvaðst ekkert geta gefið upp um það hvort meint brot mannsins sé heimfært undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps eða líkamsárás í ákærunni Talinn líklegur til að beita konuna frekara ofbeldi Kolbrún segir að gæsluvarðhald yfir manninum hafi átt að renna út í dag, vegna þess að hann hafi sætt gæsluvarðhaldi í tólf vikur, en það hefur ítrekað verið framlengt frá því að hann var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir árásina. Héraðssaksóknari hafi því gefið út ákæru og farið fram að gæsluvarðhald verði enn framlengt. Í síðasta úrskurði Landsréttar um framlengingu frá því í byrjun mánaðar sagði að lögregla hefði framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Í matsgerðinni komi fram að „mjög mikil hætta“ væru á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Þá hefur lögregla annað mál mannsins til rannsóknar en þar er hann grunaður um brot í nánu sambandi sínu við konuna, með því að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti víðsvegar um líkamann og punktblæðingar á háls. Vitni kom konunni til bjargar Í málinu liggur fyrir framburður manns sem segist hafa orðið vitni að árásinni. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann varð var við átök. Hann hafi séð mann lemja konu og stappa ofan á höfði hennar. Maðurinn hefði síðan beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi. Í skýrslu hjá lögreglu 26. ágúst lýsti vitnið því að það hefði heyrt öskur og séð konu liggjandi í grasinu og karlmann að yfirbuga hana. Maðurinn hefði sparkað og kýlt í konuna, mestmegnis í andlit hennar. Hann hefði verið að „að reyna að kála henni í andlitið“. Hann hefði síðan farið „að kyrkja hana“ og vitnið þá öskrað. Vitnið lýsti því nánar að maðurinn hefði farið aftan að konunni og ofan á hana þar sem hún hefði legið alveg varnarlaus og sagt „ég skal bara klára þetta núna, þetta verður bara búið“. Hann hefði „basically hótað henni lífláti“, verið mjög reiður, ógnandi og árásargjarn. Hún hefði verið að reyna að losna og öskrað á hjálp. Lögreglumál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Þetta staðfestir Kobrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við Vísi. Mbl greindi fyrst frá ákærunni. Í greinargerð lögreglu vegna kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum segir að hann sé grunaður um tilraun til þess að verða fyrrverandi kærustu sinni að bana með því að hafa ráðist á hana og meðal annars lamið og sparkað í höfuð hennar, reynt að kyrkja hana og hent henni í læk í skóglendi. Kolbrún kvaðst ekkert geta gefið upp um það hvort meint brot mannsins sé heimfært undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps eða líkamsárás í ákærunni Talinn líklegur til að beita konuna frekara ofbeldi Kolbrún segir að gæsluvarðhald yfir manninum hafi átt að renna út í dag, vegna þess að hann hafi sætt gæsluvarðhaldi í tólf vikur, en það hefur ítrekað verið framlengt frá því að hann var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir árásina. Héraðssaksóknari hafi því gefið út ákæru og farið fram að gæsluvarðhald verði enn framlengt. Í síðasta úrskurði Landsréttar um framlengingu frá því í byrjun mánaðar sagði að lögregla hefði framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Í matsgerðinni komi fram að „mjög mikil hætta“ væru á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Þá hefur lögregla annað mál mannsins til rannsóknar en þar er hann grunaður um brot í nánu sambandi sínu við konuna, með því að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti víðsvegar um líkamann og punktblæðingar á háls. Vitni kom konunni til bjargar Í málinu liggur fyrir framburður manns sem segist hafa orðið vitni að árásinni. Hann hafi verið á gangi í skóglendi á höfuðborgarsvæðinu þegar hann varð var við átök. Hann hafi séð mann lemja konu og stappa ofan á höfði hennar. Maðurinn hefði síðan beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna“. Vitnið hafi þá kallað til þeirra og maðurinn litið á vitnið, staðið upp og hlaupið af vettvangi. Í skýrslu hjá lögreglu 26. ágúst lýsti vitnið því að það hefði heyrt öskur og séð konu liggjandi í grasinu og karlmann að yfirbuga hana. Maðurinn hefði sparkað og kýlt í konuna, mestmegnis í andlit hennar. Hann hefði verið að „að reyna að kála henni í andlitið“. Hann hefði síðan farið „að kyrkja hana“ og vitnið þá öskrað. Vitnið lýsti því nánar að maðurinn hefði farið aftan að konunni og ofan á hana þar sem hún hefði legið alveg varnarlaus og sagt „ég skal bara klára þetta núna, þetta verður bara búið“. Hann hefði „basically hótað henni lífláti“, verið mjög reiður, ógnandi og árásargjarn. Hún hefði verið að reyna að losna og öskrað á hjálp.
Lögreglumál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira