Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2023 20:10 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Arnar Halldórsson Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. Forstjóri bandaríska sprotafyrirtækisins Earthgrid býður Íslandi að verða fyrst Evrópuríkja til að reyna kyndilborun jarðganga. Hann hefur í því skyni fundað undanfarna daga hérlendis með fulltrúum íslenskra stjórnvalda og orku- og veitufyrirtækja. Earthgrid stefnir að því að fyrsti kyndilborinn verði tilbúinn fljótlega á nýju ári. Earthgrid stefnir að því að fyrsti kyndilborinn verði tilbúinn í febrúar eða mars næstkomandi.Earthgrid Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að innviðaráðherra vonast til að þá skýrist hvort tæknin standi undir gefnum fyrirheitum. „Mér finnst allavegana tækifærið og sóknarfærið sem liggur í þessu það spennandi að við getum ekki setið hjá og fylgst ekki með. Og það er það sem við erum að gera,“ segir Sigurður Ingi. Í fyrstu hyggst Earthgrid grafa lagnagöng sem yrðu tveir og hálfur metri í þvermál. En felast í því táknræn skilaboð að ráðherrarnir Sigurður Ingi og Guðlaugur Þór skrifuðu undir viljayfirlýsingu við fyrirtækið í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar? Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið „Það er auðvitað þannig að við erum bæði núna í vandræðum með vatnsleiðslu og rafmagnsleiðslur til Vestmannaeyja vegna þess að það er erfitt að láta þær liggja í sjó. Það væri auðvitað gríðarlega spennandi að koma slíkum lögnum fyrir til langrar framtíðar í göngum,“ svarar ráðherrann. „Það hittist nú reyndar þannig á að við þurftum að vera í Vestmannaeyjum vegna jarðarfarar Árna Johnsen og það var kannski táknrænt líka þar sem hann stóð nú dálítið fyrir áhuga á jarðgöngum,“ bætir Sigurður Ingi við. Ofurheitur plasma-ljósbogi er notaður til að splundra bergið.Earthgrid Reynist tæknin raunhæf til að grafa veggöng blasa við ný tækifæri. „Samkvæmt fyrirtækinu hafa þeir verið að tala um 70 til 80 jafnvel 90 prósent ódýrari jarðgöng. Ég á nú kannski erfitt með að trúa því. En væru þau til að mynda helmingi ódýrari þá væri auðvitað möguleikinn á að fara í þessa jarðgangnaáætlun okkar, að gera hér tíu-fimmtán jarðgöng á þrjátíu árum, þá er hún auðvitað orðin miklu raunhæfari og auðveldari hérna á allan hátt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jarðgöng á Íslandi Tækni Samgöngur Vegagerð Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Tengdar fréttir Býður Íslendingum að fá fyrstu kyndilboruðu jarðgöng Evrópu Íslensk stjórnvöld eiga í viðræðum við bandarískt frumkvöðlafyrirtæki á sviði kyndilborunar um að bora jarðgöng mun ódýrar og hraðar en áður hefur þekkst. Fyrirtækið býðst til að byrja á því að bora lagnagöng til Vestmannaeyja á næsta ári á eigin ábyrgð. 26. nóvember 2023 20:10 Kanna fýsileika jarðganga til Vestmannaeyja Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um könnun á fýsileika jarðganga á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 11. október 2023 12:54 Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Forstjóri bandaríska sprotafyrirtækisins Earthgrid býður Íslandi að verða fyrst Evrópuríkja til að reyna kyndilborun jarðganga. Hann hefur í því skyni fundað undanfarna daga hérlendis með fulltrúum íslenskra stjórnvalda og orku- og veitufyrirtækja. Earthgrid stefnir að því að fyrsti kyndilborinn verði tilbúinn fljótlega á nýju ári. Earthgrid stefnir að því að fyrsti kyndilborinn verði tilbúinn í febrúar eða mars næstkomandi.Earthgrid Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að innviðaráðherra vonast til að þá skýrist hvort tæknin standi undir gefnum fyrirheitum. „Mér finnst allavegana tækifærið og sóknarfærið sem liggur í þessu það spennandi að við getum ekki setið hjá og fylgst ekki með. Og það er það sem við erum að gera,“ segir Sigurður Ingi. Í fyrstu hyggst Earthgrid grafa lagnagöng sem yrðu tveir og hálfur metri í þvermál. En felast í því táknræn skilaboð að ráðherrarnir Sigurður Ingi og Guðlaugur Þór skrifuðu undir viljayfirlýsingu við fyrirtækið í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar? Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið „Það er auðvitað þannig að við erum bæði núna í vandræðum með vatnsleiðslu og rafmagnsleiðslur til Vestmannaeyja vegna þess að það er erfitt að láta þær liggja í sjó. Það væri auðvitað gríðarlega spennandi að koma slíkum lögnum fyrir til langrar framtíðar í göngum,“ svarar ráðherrann. „Það hittist nú reyndar þannig á að við þurftum að vera í Vestmannaeyjum vegna jarðarfarar Árna Johnsen og það var kannski táknrænt líka þar sem hann stóð nú dálítið fyrir áhuga á jarðgöngum,“ bætir Sigurður Ingi við. Ofurheitur plasma-ljósbogi er notaður til að splundra bergið.Earthgrid Reynist tæknin raunhæf til að grafa veggöng blasa við ný tækifæri. „Samkvæmt fyrirtækinu hafa þeir verið að tala um 70 til 80 jafnvel 90 prósent ódýrari jarðgöng. Ég á nú kannski erfitt með að trúa því. En væru þau til að mynda helmingi ódýrari þá væri auðvitað möguleikinn á að fara í þessa jarðgangnaáætlun okkar, að gera hér tíu-fimmtán jarðgöng á þrjátíu árum, þá er hún auðvitað orðin miklu raunhæfari og auðveldari hérna á allan hátt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Jarðgöng á Íslandi Tækni Samgöngur Vegagerð Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Tengdar fréttir Býður Íslendingum að fá fyrstu kyndilboruðu jarðgöng Evrópu Íslensk stjórnvöld eiga í viðræðum við bandarískt frumkvöðlafyrirtæki á sviði kyndilborunar um að bora jarðgöng mun ódýrar og hraðar en áður hefur þekkst. Fyrirtækið býðst til að byrja á því að bora lagnagöng til Vestmannaeyja á næsta ári á eigin ábyrgð. 26. nóvember 2023 20:10 Kanna fýsileika jarðganga til Vestmannaeyja Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um könnun á fýsileika jarðganga á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 11. október 2023 12:54 Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Býður Íslendingum að fá fyrstu kyndilboruðu jarðgöng Evrópu Íslensk stjórnvöld eiga í viðræðum við bandarískt frumkvöðlafyrirtæki á sviði kyndilborunar um að bora jarðgöng mun ódýrar og hraðar en áður hefur þekkst. Fyrirtækið býðst til að byrja á því að bora lagnagöng til Vestmannaeyja á næsta ári á eigin ábyrgð. 26. nóvember 2023 20:10
Kanna fýsileika jarðganga til Vestmannaeyja Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um könnun á fýsileika jarðganga á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 11. október 2023 12:54
Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05
Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36