Rauða serían kveður eftir 38 ára göngu Bjarki Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2023 23:00 Rósa Vestfjörð Guðmundsdóttir hefur séð um útgáfu Rauðu seríunnar síðan árið 1985. Vísir/Arnar Síðustu titlar Rauðu seríunnar hafa verið gefnir út. Nú tekur við hljóðbókalestur hjá útgefandanum sem segir tilfinninguna vera skrítna enda gefið bækurnar út í 38 ár. Rauða serían hóf göngu sína á Íslandi sumarið 1985 þegar bókin Spegilmynd ástarinnar var gefin út. Hafði hugmyndin á því að gefa bækurnar út kviknað nokkrum mánuðum fyrr hjá Rósu Vestfjörð Guðmundsdóttur. Hún hafði þá rekið prentsmiðjuna Ásprent ásamt eiginmanni sínum Kára í nokkur ár. „Ég var að lesa Dag og Kári var að keyra með mér suður. Þá brýt ég Dag saman og segi við hann, eigum við ekki bara að fara að gefa út pocket-bækur. Einhverjar ódýrar pocket-bækur. Kári alltaf svo jákvæður og sagði já þú reddar þessu bara og þetta var upphafið,“ segir Rósa. Nú hefst lestur Nú 38 árum síðar eru titlarnir orðnir um það bil 2.300 talsins en sá síðasti hefur nú þegar verið gefinn út. Lesendum hefur farið fækkandi síðustu ár og kominn tími til að seríunni ljúki. Rósa ætlar þó ekki að kveðja bækurnar alveg. „Tilfinningin er ansi skrítin. En svona er lífið, það er minnkandi lestur en ég get ekki alveg hætt að vinna. Þá ætla ég að fara að lesa hljóðbækur. Ég útbjó mér stúdíó í saumaherberginu mínu. Og þá ætla ég að fara að lesa hljóðbækur,“ segir Rósa. Ætlar ekki að bora í nefið Öllum átta þýðendum Rauðu seríunnar hefur verið sagt upp, þar á meðal einum sem hafði starfað fyrir Ásprent og Rósu síðan árið 1979. En hvað tekur við fleira en lestur inn á hljóðbækur? Listin eða hjólreiðar koma sterklega til greina. „Svo eru gönguskíðin komin í nefnd,“ segir Rósa. Svo það er ekki eins og þú sért bara að fara að bora í nefið? „Ég kann ekki að sitja kyrr,“ segir Rósa að lokum og hlær. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Kynlíf Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira
Rauða serían hóf göngu sína á Íslandi sumarið 1985 þegar bókin Spegilmynd ástarinnar var gefin út. Hafði hugmyndin á því að gefa bækurnar út kviknað nokkrum mánuðum fyrr hjá Rósu Vestfjörð Guðmundsdóttur. Hún hafði þá rekið prentsmiðjuna Ásprent ásamt eiginmanni sínum Kára í nokkur ár. „Ég var að lesa Dag og Kári var að keyra með mér suður. Þá brýt ég Dag saman og segi við hann, eigum við ekki bara að fara að gefa út pocket-bækur. Einhverjar ódýrar pocket-bækur. Kári alltaf svo jákvæður og sagði já þú reddar þessu bara og þetta var upphafið,“ segir Rósa. Nú hefst lestur Nú 38 árum síðar eru titlarnir orðnir um það bil 2.300 talsins en sá síðasti hefur nú þegar verið gefinn út. Lesendum hefur farið fækkandi síðustu ár og kominn tími til að seríunni ljúki. Rósa ætlar þó ekki að kveðja bækurnar alveg. „Tilfinningin er ansi skrítin. En svona er lífið, það er minnkandi lestur en ég get ekki alveg hætt að vinna. Þá ætla ég að fara að lesa hljóðbækur. Ég útbjó mér stúdíó í saumaherberginu mínu. Og þá ætla ég að fara að lesa hljóðbækur,“ segir Rósa. Ætlar ekki að bora í nefið Öllum átta þýðendum Rauðu seríunnar hefur verið sagt upp, þar á meðal einum sem hafði starfað fyrir Ásprent og Rósu síðan árið 1979. En hvað tekur við fleira en lestur inn á hljóðbækur? Listin eða hjólreiðar koma sterklega til greina. „Svo eru gönguskíðin komin í nefnd,“ segir Rósa. Svo það er ekki eins og þú sért bara að fara að bora í nefið? „Ég kann ekki að sitja kyrr,“ segir Rósa að lokum og hlær.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Kynlíf Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira