Rauða serían kveður eftir 38 ára göngu Bjarki Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2023 23:00 Rósa Vestfjörð Guðmundsdóttir hefur séð um útgáfu Rauðu seríunnar síðan árið 1985. Vísir/Arnar Síðustu titlar Rauðu seríunnar hafa verið gefnir út. Nú tekur við hljóðbókalestur hjá útgefandanum sem segir tilfinninguna vera skrítna enda gefið bækurnar út í 38 ár. Rauða serían hóf göngu sína á Íslandi sumarið 1985 þegar bókin Spegilmynd ástarinnar var gefin út. Hafði hugmyndin á því að gefa bækurnar út kviknað nokkrum mánuðum fyrr hjá Rósu Vestfjörð Guðmundsdóttur. Hún hafði þá rekið prentsmiðjuna Ásprent ásamt eiginmanni sínum Kára í nokkur ár. „Ég var að lesa Dag og Kári var að keyra með mér suður. Þá brýt ég Dag saman og segi við hann, eigum við ekki bara að fara að gefa út pocket-bækur. Einhverjar ódýrar pocket-bækur. Kári alltaf svo jákvæður og sagði já þú reddar þessu bara og þetta var upphafið,“ segir Rósa. Nú hefst lestur Nú 38 árum síðar eru titlarnir orðnir um það bil 2.300 talsins en sá síðasti hefur nú þegar verið gefinn út. Lesendum hefur farið fækkandi síðustu ár og kominn tími til að seríunni ljúki. Rósa ætlar þó ekki að kveðja bækurnar alveg. „Tilfinningin er ansi skrítin. En svona er lífið, það er minnkandi lestur en ég get ekki alveg hætt að vinna. Þá ætla ég að fara að lesa hljóðbækur. Ég útbjó mér stúdíó í saumaherberginu mínu. Og þá ætla ég að fara að lesa hljóðbækur,“ segir Rósa. Ætlar ekki að bora í nefið Öllum átta þýðendum Rauðu seríunnar hefur verið sagt upp, þar á meðal einum sem hafði starfað fyrir Ásprent og Rósu síðan árið 1979. En hvað tekur við fleira en lestur inn á hljóðbækur? Listin eða hjólreiðar koma sterklega til greina. „Svo eru gönguskíðin komin í nefnd,“ segir Rósa. Svo það er ekki eins og þú sért bara að fara að bora í nefið? „Ég kann ekki að sitja kyrr,“ segir Rósa að lokum og hlær. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Kynlíf Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Rauða serían hóf göngu sína á Íslandi sumarið 1985 þegar bókin Spegilmynd ástarinnar var gefin út. Hafði hugmyndin á því að gefa bækurnar út kviknað nokkrum mánuðum fyrr hjá Rósu Vestfjörð Guðmundsdóttur. Hún hafði þá rekið prentsmiðjuna Ásprent ásamt eiginmanni sínum Kára í nokkur ár. „Ég var að lesa Dag og Kári var að keyra með mér suður. Þá brýt ég Dag saman og segi við hann, eigum við ekki bara að fara að gefa út pocket-bækur. Einhverjar ódýrar pocket-bækur. Kári alltaf svo jákvæður og sagði já þú reddar þessu bara og þetta var upphafið,“ segir Rósa. Nú hefst lestur Nú 38 árum síðar eru titlarnir orðnir um það bil 2.300 talsins en sá síðasti hefur nú þegar verið gefinn út. Lesendum hefur farið fækkandi síðustu ár og kominn tími til að seríunni ljúki. Rósa ætlar þó ekki að kveðja bækurnar alveg. „Tilfinningin er ansi skrítin. En svona er lífið, það er minnkandi lestur en ég get ekki alveg hætt að vinna. Þá ætla ég að fara að lesa hljóðbækur. Ég útbjó mér stúdíó í saumaherberginu mínu. Og þá ætla ég að fara að lesa hljóðbækur,“ segir Rósa. Ætlar ekki að bora í nefið Öllum átta þýðendum Rauðu seríunnar hefur verið sagt upp, þar á meðal einum sem hafði starfað fyrir Ásprent og Rósu síðan árið 1979. En hvað tekur við fleira en lestur inn á hljóðbækur? Listin eða hjólreiðar koma sterklega til greina. „Svo eru gönguskíðin komin í nefnd,“ segir Rósa. Svo það er ekki eins og þú sért bara að fara að bora í nefið? „Ég kann ekki að sitja kyrr,“ segir Rósa að lokum og hlær.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Kynlíf Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira