Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
KvöldfréttiR stöðvar 2 Sindri

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata hefur beðist afsökunar á framkomu sinni á skemmtistað í Reykjavík um helgina. Við verðum í beinni frá þinginu og förum yfir þetta mál og önnur sem hafa verið þar til umræðu í dag.

Hátt í tvö hundruð smáskjálftar mældust nærri Sýlingarfelli og Hagafelli á Reykjanesi í nótt og áfram eru taldar líkur á eldgosi yfir kvikuganginum á Reykjanesi. Við ræðum við Kristínu Jónsdóttur eldfjalla- og jarðskjálftafræðing um stöðuna í beinni.

Formaður réttindasamtakanna ÖBÍ segir stjórnvöld verða að tryggja fötluðum umsækjenda um alþjóðlega vernd, sem stendur til að skilja frá fjölskyldu sinni á morgun, viðeigandi þjónustu strax. Við fjöllum um málið en hagsmunasamtök fatlaðra segja aðskilnað mannsins frá fjölskyldunni vera ómannúðlegan.

Þá förum við yfir stöðuna í Gasa, kíkjum í partí til Haralds Þorleifssonar sem fagnaði þúsundasta rampinum í dag og hittum útgefanda Rauðu seríunnar sem er að leggja ástarsögurnar á hilluna eftir 38 ára útgáfusögu.

Í Íslandi í dag kíkjum við í morgunkaffi til Birgittu Haukdal og heyrum í henni um gagnrýnina, tónlistina og lífið sjálft.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×