Samningur RÚV og Öldu music vekur furðu Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2023 15:55 Myndin er frá undirritun samnings en þar má sjá Halldór Baldvinsson og Sölva Blöndal frá Öldu music og Einar Loga Vignisson og Rúnar Frey Gíslason frá RÚV. RÚV Ríkisútvarpið og Alda music hafa undirritað útgáfusamning um allt efni Ríkisútvarpsins. Tónlistarmenn sem og aðrir klóra sér í kollinum. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins segir að RÚV og Alda hafi ritað undir útgáfusamning um allt efni Ríkisútvarpsins. „Alda music og forverar þess hafa átt útgáfusamstarf við RÚV um áratugaskeið, um útgáfu á plötum og geisladiskum og stafræna dreifingu. Í nýjum samningi er samstarfið eflt með því að Alda kemur nánar að allri útgáfu í samstarfi við RÚV og aðra rétthafa.“ Þá er vitnað í Einar Loga Vignisson framkvæmdastjóra RÚV sölu sem segir markmiðið að efla starfræna útgáfu á eldra efni úr safni RÚV auk þess að styrkja alþjóðlega dreifingu á lögum úr Söngvakeppninni. Víst er að yfirburðir RÚV á markaði aftra mörgum að tala frjálst en þarna eru ýmsar spurningar sem standa út af svo sem hver umsvif RÚV eigi að vera á samkeppnismarkaði? Vísir hefur rætt við menn sem hafa ekki áhuga á því að tjá sig um þennan samning opinberlega. RÚV furðulega stórtækur útgefandi Vísir fann þó einn sem ekki færðist undan og spurði Sigtrygg Baldursson framkvæmdastjóra ÚTÓN hvað honum sýndist um samninginn: „Ég er ekki að fara að tjá mig um þetta fyrir hönd ÚTÓN, ég veit ekki hvort Alda er að kaupa mastersrétt af RUV eða hvort þetta er dreifingarsamningur?“ Sigtryggur segir að sér sýnist um viðleitni að ræða til að koma upptökum í umferð en það megi velta því fyrir sér hvort æskilegra hefi verið að fara með það í gegnum annað félag eða ekki.Vísir/Vilhelm Sigtryggur segir að honum sýnist um að ræða dreifingarsamning sem gangi út á það að Alda music eigi að gera aðgengilegan fjölda upptaka sem RUV hefur réttinn á. „Það er kannski það furðulegasta við þetta mál allt saman hvað RÚV er stórtækur útgefandi. RUV hefur nefnilega útgáfurétt á fjölda hljóðrita sem hafa verið gerð þar, alveg haug af stöffi. Mér sýnist þetta vera viðleitni til að koma því í umferð, hvort betra hefði verið að fara í gegnum annað félag eða ekki má velta fyrir sér.“ Einkavæða gróðann Sigtryggur segist ekki vita hvað RUV eigi að gera við upptökur sem þeir eiga réttinn á. Honum finnst reyndar að þeir ættu að reyna að finna leiðir til að koma þeim rétti til tónlistarfólksins. „En mér sýnist þetta vera dreifingarsamningur, þeir séu að reyna að koma þessu efni sem þeir (og þjóðin) eiga, í frekari spilun og frekari umferð.“ En er þetta ekki bara þetta gamla góða, að einkavæða gróðann og ríkisvæða tapið? „Jú, það er ekki langt frá því, sýnist mér,“ segir Sigtryggur og hlær. Tónlist Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Í frétt á vef Ríkisútvarpsins segir að RÚV og Alda hafi ritað undir útgáfusamning um allt efni Ríkisútvarpsins. „Alda music og forverar þess hafa átt útgáfusamstarf við RÚV um áratugaskeið, um útgáfu á plötum og geisladiskum og stafræna dreifingu. Í nýjum samningi er samstarfið eflt með því að Alda kemur nánar að allri útgáfu í samstarfi við RÚV og aðra rétthafa.“ Þá er vitnað í Einar Loga Vignisson framkvæmdastjóra RÚV sölu sem segir markmiðið að efla starfræna útgáfu á eldra efni úr safni RÚV auk þess að styrkja alþjóðlega dreifingu á lögum úr Söngvakeppninni. Víst er að yfirburðir RÚV á markaði aftra mörgum að tala frjálst en þarna eru ýmsar spurningar sem standa út af svo sem hver umsvif RÚV eigi að vera á samkeppnismarkaði? Vísir hefur rætt við menn sem hafa ekki áhuga á því að tjá sig um þennan samning opinberlega. RÚV furðulega stórtækur útgefandi Vísir fann þó einn sem ekki færðist undan og spurði Sigtrygg Baldursson framkvæmdastjóra ÚTÓN hvað honum sýndist um samninginn: „Ég er ekki að fara að tjá mig um þetta fyrir hönd ÚTÓN, ég veit ekki hvort Alda er að kaupa mastersrétt af RUV eða hvort þetta er dreifingarsamningur?“ Sigtryggur segir að sér sýnist um viðleitni að ræða til að koma upptökum í umferð en það megi velta því fyrir sér hvort æskilegra hefi verið að fara með það í gegnum annað félag eða ekki.Vísir/Vilhelm Sigtryggur segir að honum sýnist um að ræða dreifingarsamning sem gangi út á það að Alda music eigi að gera aðgengilegan fjölda upptaka sem RUV hefur réttinn á. „Það er kannski það furðulegasta við þetta mál allt saman hvað RÚV er stórtækur útgefandi. RUV hefur nefnilega útgáfurétt á fjölda hljóðrita sem hafa verið gerð þar, alveg haug af stöffi. Mér sýnist þetta vera viðleitni til að koma því í umferð, hvort betra hefði verið að fara í gegnum annað félag eða ekki má velta fyrir sér.“ Einkavæða gróðann Sigtryggur segist ekki vita hvað RUV eigi að gera við upptökur sem þeir eiga réttinn á. Honum finnst reyndar að þeir ættu að reyna að finna leiðir til að koma þeim rétti til tónlistarfólksins. „En mér sýnist þetta vera dreifingarsamningur, þeir séu að reyna að koma þessu efni sem þeir (og þjóðin) eiga, í frekari spilun og frekari umferð.“ En er þetta ekki bara þetta gamla góða, að einkavæða gróðann og ríkisvæða tapið? „Jú, það er ekki langt frá því, sýnist mér,“ segir Sigtryggur og hlær.
Tónlist Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira