Innlent

Enn þungt haldinn og haldið sofandi á gjör­gæslu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Grunur lék á um að fólk væri fast inni í húsnæðinu þegar útkall barst um eld í Stangarhyl 3 í morgun.
Grunur lék á um að fólk væri fast inni í húsnæðinu þegar útkall barst um eld í Stangarhyl 3 í morgun. Vísir

Karlmaður á fertugsaldri sem fluttur var á sjúkrahús í kjölfar bruna í húsi við Stangarhyl 3 snemma í gærmorgun liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu. Manninum er haldið sofandi. 

„Tæknideildin hefur bara verið á vettvangi í dag að rannsaka hann með tilliti til eldsupptaka. Að öðru leyti hefur engin frekari rannsókn farið fram í dag,“ segir Eiríkur Valberg, lögreglufullltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild. 

Greint var frá því í gær að íbúi í húsinu, sem vaknaði við reykskynjara, hafi séð eld í þurrkara í eldhúsi hússins. Eiríkur segir þetta eitt af því sem tæknideild sé að skoða. 

Sex bjuggu á efri hæð hússins við Stangarhyl þar sem eldurinn kom upp og varð altjón á hæðinni. Eigandi hússins útvegaði íbúum gistingu í nótt. Húsið er ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, ítrekaði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær ábyrgð leiguasala.

„Það sem er náttúrulega lykilatriði er að eigandi húsnæðis verður bara að vita að það er ábyrgðarhlutverk að leigja,“ sagði Jón Viðar.


Tengdar fréttir

Leigusalar verði að átta sig á ábyrgðinni

Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans

Veit ekki til þess að húsnæðið sé samþykkt til búsetu

Deildarstjóri á aðgerðarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segist ekki vita til þess að húsnæðið við Stangarhyl 3 í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, sé samþykkt til búsetu. Maður á fertugsaldri er þungt haldinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×