Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á jarðhræringunum við Grindavík og heyrum í innviðaráðherra um húsnæðismál Grindvíkinga.

Þá fjöllum við um húsnæðismarkaðinn en ný mánaðarskýrsla HMS sýnir að landsmenn flýi nú í stórum stíl í skjól verðtryggðra lána.

Að auki heyrum við í íslenskri konu sem stödd er í Síerra Leóne þar sem útgöngubann var sett á í gær.

Enn fremur verður rætt við Gunnar Marel Eggertsson skipasmið sem áætlar að smíða knörr næsta sumar.

Í íþróttapakka dagsins verður fjallað um Subway deild kvenna í körfuboltanum í gær og fjöllum um kvennalandsliðið í handbolta einnig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×