Vissi af ölvun flugmannsins og fær aðeins þriðjung bóta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 08:22 Mennirnir voru báðir flugmenn hjá Icelandair. Vísir/Vilhelm Maður fær ekki fullar slysabætur vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í umferðarslysi árið 2017. Segir í dómnum að maðurinn hafi í aðdraganda slyssins varið löngum tíma með ökumanni bílsins, sem hafi neytt áfengis í aðdragandanum, og gerst sekur um stórkostlegt gáleysi með því að stíga upp í bílinn vitandi að ökumaðurinn væri drukkinn. Þetta kemur fram í dómi Landsréttar í málinu, sem staðfesti á föstudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá sumrinu 2022. Maðurinn sem slasaðist skaut málinu til Landsréttar í ágúst í fyrra og fór fram á að Vátryggingafélag Íslands greiddi honum 142 milljónir króna í bætur. Segir í dómnum að maðurinn hafi slasast alvarlega aðfaranótt 31. desember 2017 þegar ökutæki, sem hann var farþegi í, valt. Ökumaðurinn lýsti því fyrir dómi að kvöldið 30. desember hafi honum verið boðið í teiti heima hjá vini sínum og hann fengið sér þar bjór. Hann hafi ekki verið viss hvort sá sem slasaðist hafi séð hann drekka áfengi í teitinu en það hefði átt að vera honum ljóst. Að sögn ökumannsins voru þeir ekki vinir en þekktust aðeins og ættu nokkra sameiginlega vini. Sá sem slasaðist hafi lýst yfir áhuga á að kaupa bíl af ökumanninum og þeir því farið heim til hans með leigubíl að skoða bílinn. Ökumaðurinn hafi þessa nótt fengið dóm fyrir ölvunarakstur en hann myndi lítið eftir slysinu sjálfu og aðdraganda þess. Voru flugmenn hjá Icelandair og WOW Samkvæmt fréttum DV af málinu voru mennirnir að skoða torfærubíl, eða svokallaðan buggy-bíl. Samkvæmt heimildum DV voru mennirnir báðir flugmenn, sá sem ók bílnum hjá Icelandair og sá sem slasaðist hjá WOW, og ökumaðurinn var sendur í leyfi frá Icelandair sumarið 2022 eftir fréttaflutning DV af því að hann væri á skilorði vegna slyssins. „Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV fór flugstjórinn í nokkurra mánaða leyfi eftir slysið en hóf störf að nýju árið 2018 og hefur verið samfellt við störf sem flugstjóri hjá Icelandair allt þar til hann var settur í leyfi í gær,“ segir í frétt DV frá 14. júlí 2022. Samkvæmt heimildum fréttastofu er flugmaðurinn enn við störf og flýgur flugvélum Icelandair. Engin lífsmörk við komu lögreglu Fram kemur í lögregluskýrslu að bíllinn hafi farið upp á gangstétt, vinstra megin við akstursstefnu, lent á ljósastaur og kastast utan í klettavegg áður en bíllinn valt og staðnæmdist á hægri hlið. Þegar lögregla kom á slysstað hafi farþeginn verið fastur undir hægri hlið bílsins með andlit við jörðu. Fætur hans lágu undir ökutækinu og virtist vera mikið undið upp á líkamann, að því er fram kemur í dómnum. „Ekki var hægt að fá fram nein viðbrögð frá stefnanda, en hægri hönd hans lá út undan ökutækinu að aftanverðu. Athugað var með lífsmörk, en engin fundust. Þegar ökutækinu var velt af stefnanda hékk hann í öryggisbeltinu utan við ökutækið.“ Þá segir að maðurinn hafi verið í hjartastoppi og púls fundist aftur þegar hann var kominn á sjúkrahús, eftir endurlífgunaraðgerðir. Talið er að endurlífgun hafi staðið í um 20 mínútur. Maðurinn hafi í kjölfarið sýnt merki súrefnisþurrðar og skemmdar í heila og átt erfitt með hreyfistjórnun. Við komu á Grensásdeild Landspítala hafi hann verið bundinn hjólastól og minni hans verið verulega skert. Örorka metin 100 prósent „Við skoðun matsmanna [...] þótti stefnandi auðsýnilega mjög skertur andlega og hafa lítinn skilning. Hann átti erfitt með tal og virtist bæði vera um að ræða skilning á tali og talgetu. Hann sýndi lítil viðbrögð við spurningum og öðru sem fram fór á matsfundi.“ Segir jafnframt í dómnum að varanleg örorka mannsins hafi verið metin 100 prósent. Bætur hans voru hins vegar skertar um 2/3 vegna eigin sakar mannsins. Taldi tryggingafélagið að hann hafi orðið meðvaldur að tjóninu. „Með því að taka sér far með ökutækinu eins og ástatt var um ökumanninn hafi [hann] sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og bæri því að hluta ábyrgð á því tjóni sem hann varð fyrir við slysið.“ Samgönguslys Dómsmál Tryggingar Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
Þetta kemur fram í dómi Landsréttar í málinu, sem staðfesti á föstudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá sumrinu 2022. Maðurinn sem slasaðist skaut málinu til Landsréttar í ágúst í fyrra og fór fram á að Vátryggingafélag Íslands greiddi honum 142 milljónir króna í bætur. Segir í dómnum að maðurinn hafi slasast alvarlega aðfaranótt 31. desember 2017 þegar ökutæki, sem hann var farþegi í, valt. Ökumaðurinn lýsti því fyrir dómi að kvöldið 30. desember hafi honum verið boðið í teiti heima hjá vini sínum og hann fengið sér þar bjór. Hann hafi ekki verið viss hvort sá sem slasaðist hafi séð hann drekka áfengi í teitinu en það hefði átt að vera honum ljóst. Að sögn ökumannsins voru þeir ekki vinir en þekktust aðeins og ættu nokkra sameiginlega vini. Sá sem slasaðist hafi lýst yfir áhuga á að kaupa bíl af ökumanninum og þeir því farið heim til hans með leigubíl að skoða bílinn. Ökumaðurinn hafi þessa nótt fengið dóm fyrir ölvunarakstur en hann myndi lítið eftir slysinu sjálfu og aðdraganda þess. Voru flugmenn hjá Icelandair og WOW Samkvæmt fréttum DV af málinu voru mennirnir að skoða torfærubíl, eða svokallaðan buggy-bíl. Samkvæmt heimildum DV voru mennirnir báðir flugmenn, sá sem ók bílnum hjá Icelandair og sá sem slasaðist hjá WOW, og ökumaðurinn var sendur í leyfi frá Icelandair sumarið 2022 eftir fréttaflutning DV af því að hann væri á skilorði vegna slyssins. „Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV fór flugstjórinn í nokkurra mánaða leyfi eftir slysið en hóf störf að nýju árið 2018 og hefur verið samfellt við störf sem flugstjóri hjá Icelandair allt þar til hann var settur í leyfi í gær,“ segir í frétt DV frá 14. júlí 2022. Samkvæmt heimildum fréttastofu er flugmaðurinn enn við störf og flýgur flugvélum Icelandair. Engin lífsmörk við komu lögreglu Fram kemur í lögregluskýrslu að bíllinn hafi farið upp á gangstétt, vinstra megin við akstursstefnu, lent á ljósastaur og kastast utan í klettavegg áður en bíllinn valt og staðnæmdist á hægri hlið. Þegar lögregla kom á slysstað hafi farþeginn verið fastur undir hægri hlið bílsins með andlit við jörðu. Fætur hans lágu undir ökutækinu og virtist vera mikið undið upp á líkamann, að því er fram kemur í dómnum. „Ekki var hægt að fá fram nein viðbrögð frá stefnanda, en hægri hönd hans lá út undan ökutækinu að aftanverðu. Athugað var með lífsmörk, en engin fundust. Þegar ökutækinu var velt af stefnanda hékk hann í öryggisbeltinu utan við ökutækið.“ Þá segir að maðurinn hafi verið í hjartastoppi og púls fundist aftur þegar hann var kominn á sjúkrahús, eftir endurlífgunaraðgerðir. Talið er að endurlífgun hafi staðið í um 20 mínútur. Maðurinn hafi í kjölfarið sýnt merki súrefnisþurrðar og skemmdar í heila og átt erfitt með hreyfistjórnun. Við komu á Grensásdeild Landspítala hafi hann verið bundinn hjólastól og minni hans verið verulega skert. Örorka metin 100 prósent „Við skoðun matsmanna [...] þótti stefnandi auðsýnilega mjög skertur andlega og hafa lítinn skilning. Hann átti erfitt með tal og virtist bæði vera um að ræða skilning á tali og talgetu. Hann sýndi lítil viðbrögð við spurningum og öðru sem fram fór á matsfundi.“ Segir jafnframt í dómnum að varanleg örorka mannsins hafi verið metin 100 prósent. Bætur hans voru hins vegar skertar um 2/3 vegna eigin sakar mannsins. Taldi tryggingafélagið að hann hafi orðið meðvaldur að tjóninu. „Með því að taka sér far með ökutækinu eins og ástatt var um ökumanninn hafi [hann] sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og bæri því að hluta ábyrgð á því tjóni sem hann varð fyrir við slysið.“
Samgönguslys Dómsmál Tryggingar Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira