Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Tómasson les fréttir í kvöld. vísir

Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans.

Vísindamenn telja að stór hluti kvikunnar, sem liggur undir Grindavík, sé storknuð. Við ræðum við jarðeðlisfræðing í beinni útsendingu sem ætlar að skýra stöðuna.

Langþráðir endurfundir urðu á sjúkrastofnun í Ísrael þegar börn hittu foreldra sem hafa undanfarið verið í gíslingu Hamas-samtakana. Fjölmenni var í ljósagöngu sem fór fram í Reykjavík til stuðnings Palestínu í dag.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Hellisgerði í Hafnarfirði þar sem sorgartré var tendrað nú rétt fyrir fréttir og sjáum hvernig stemningin var á bókahátíð í Hörpu í dag.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×