Formaður Bændasamtaka Íslands áhyggjufullur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. nóvember 2023 14:30 Gunnar Þorgeirsson staddur á ráðstefnunni á Selfossi, ásamt Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur, bónda og sveitarstjórnarmanni í Rangárþingi ytra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Bændasamtakanna hefur áhyggjur af því að einkafyrirtæki í landbúnaði nái hæfu og vel menntuðu starfsfólki landbúnaðarins yfir til sín því þau geti borgað hærri laun en opinberi geirinn. 10 ára afmælisráðstefna Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fór fram á Selfossi í vikunni þar sem boðið var upp á fjölbreytta fyrirlestra, sem allir tengdust landbúnaði á einn eða annan hátt. Nokkur ávörp voru haldin í upphafi ráðstefnunnar, meðal annars frá Gunnari Þorgeirssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, sem var áhyggjufullur. „Ég var á ársfundi dönsku bændasamtakanna. Þar höfðu menn áhyggjur af því hvernig einkageirinn er að ná í ráðgjafa, sem starfa innan ráðgjafamiðstöðvar Danmerkur af því að þeir bjóða hærri laun. Þá veltir maður fyrir sér hvernig getum við staðið vörð um okkar frábæra starfsfólk innan RML, að þeim verði ekki bara stolið til Líflands eða Fóðurblöndunnar eða eitthvað annað af því að við höfum ekki efni á því að greiða laun,“ sagði Gunnar. Fjölmenni víða af landinu sótti 10 ára afmælisráðstefnuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Gunnar sagði að þetta mál þyrfti að hugsa vel og bregðast við því ekki megi opinberi landbúnaðurinn missa sitt besta starfsfólk. „Þetta er vandi ef við ölum upp góða ráðgjafa og svo er þeim bara kippt yfir til þeirra, sem borga betur. Þannig að ég held að við þurfum líka að huga að því hvernig búum við að okkar starfsmönnum innan RML þannig að við njótum þeirra starfskrafta þegar við erum búin að ala þau vel upp í góðum siðum til framtíðar,“ sagði formaður Bændasamtakanna. Kátir Selfyssingar, Sveinn Sigurmundsson (t.v.), framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands og Þorsteinn Ólafsson dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir mætti á ráðstefnuna með sínum aðstoðarmanni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjá meira
10 ára afmælisráðstefna Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fór fram á Selfossi í vikunni þar sem boðið var upp á fjölbreytta fyrirlestra, sem allir tengdust landbúnaði á einn eða annan hátt. Nokkur ávörp voru haldin í upphafi ráðstefnunnar, meðal annars frá Gunnari Þorgeirssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, sem var áhyggjufullur. „Ég var á ársfundi dönsku bændasamtakanna. Þar höfðu menn áhyggjur af því hvernig einkageirinn er að ná í ráðgjafa, sem starfa innan ráðgjafamiðstöðvar Danmerkur af því að þeir bjóða hærri laun. Þá veltir maður fyrir sér hvernig getum við staðið vörð um okkar frábæra starfsfólk innan RML, að þeim verði ekki bara stolið til Líflands eða Fóðurblöndunnar eða eitthvað annað af því að við höfum ekki efni á því að greiða laun,“ sagði Gunnar. Fjölmenni víða af landinu sótti 10 ára afmælisráðstefnuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Gunnar sagði að þetta mál þyrfti að hugsa vel og bregðast við því ekki megi opinberi landbúnaðurinn missa sitt besta starfsfólk. „Þetta er vandi ef við ölum upp góða ráðgjafa og svo er þeim bara kippt yfir til þeirra, sem borga betur. Þannig að ég held að við þurfum líka að huga að því hvernig búum við að okkar starfsmönnum innan RML þannig að við njótum þeirra starfskrafta þegar við erum búin að ala þau vel upp í góðum siðum til framtíðar,“ sagði formaður Bændasamtakanna. Kátir Selfyssingar, Sveinn Sigurmundsson (t.v.), framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands og Þorsteinn Ólafsson dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir mætti á ráðstefnuna með sínum aðstoðarmanni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjá meira