Óendurgoldin ást Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar 24. nóvember 2023 12:31 Ég er 47 ára kona, sjálftitlaður heimspekingur, skáld og þýðandi og ég er í ástarsorg. Fyrsta ástin mín voru stjórnmálin eða réttara sagt baráttan fyrir betri heimi með pólitíkinni. Ein af fyrstu minningunum mínum snýst um gleðina er Francois Mitterand var kosinn forseti Frakklands 1981, ég þá fimm ára og búsett í Frakklandi. Mótmælagöngur og virk pólitísk umræða var eitthvað sem ég fékk jú með móðurmjólkinni. „Þú verður að sjá hvernig heimurinn raunverulega er,“ sagði mamma á meðan við horfðum á myndir sem fjölluðu um Víetnamstríðið. Í plötusafni foreldra minna var plata með söngvum Victor Jara og sagan af örlögum hans er greipt í huga minn. Þegar ég var tíu ára horfði ég á Klaus Barbie réttarhöldin í franska sjónvarpinu og óaði við hryllilegum stríðsglæpum sem ég gat ekki ímyndað mér að yrðu nokkru sinni endurteknir. Það var stöðugt talað um pólitík og hugsjónir á mínu heimili. Fólk var mælt eftir því hvort það læsi Þjóðviljann eða Moggann. Fylkingin, Trotskýistafélagið, MÍR og Keflavíkurgangan voru hluti af orðaforða mínum frá unga aldri. Um unglingsaldurinn var pabbi minn búinn að gefast upp á pólitíkinni. Við körpuðum æ oftar um það hvort það að kjósa skipti máli og þær umræður enduðu yfirleitt á því að ég grátbað hann um að kjósa þó það væri nú ekki nema fyrir mína hönd. Og auðvitað átti hann erfitt með að neita einkabarninu um nokkuð. Ég hafði bjargfasta trú á því að það að nýta kosningaréttinn skipti sköpum fyrir frið í heiminum. Rétt eins og Alþjóðalög og Sameinuðu þjóðirnar. Og þá erum við komin að ástarsorginni minni því rétt eins og sjálftitlaði fjöllistamaðurinn Atli Bollason hef ég orðið fyrir ósegjanlegum vonbrigðum með pólitíkina og Alþingi þessarar sjálftitluðu friðelskandi þjóðar. Því nú erum við að horfa upp á þjóðarmorð. Tölurnar um mannfallið á Gaza eru svo hryllilegar. Meira en 11.000 manneskjur þar af 5800 börn. Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðina sagði 6. nóvember að Gaza væri að breytast í barnagrafreit. Tölurnar hækka svo hratt að það er engan veginn hægt að fylgjast með. Ég finn til fullkomins magnleysis gagnvart þessari ömurlegu grimmd. Ég í minni naívísku trú hélt að það væri einmitt með pólitíkinni sem fólk hefði áhrif. Pólitíkin brást mér og hún er í dag að bregðast heillri þjóð. Þessi sama pólitík hefur brugðist þessari þjóð ítrekað síðan 1948. Í dag er verið að fremja svo alvarlega stríðsglæpi að það er er varla hægt að orða þá. Skyndilega er mannkynið komið aftur í sömu spor og í Seinni heimstyrjöldinni. Í dag sá ég líflausa barnsfætur liggja undir steypurústum á Instagram. Á meðan ég drakk morgunkaffið sá ég föður bera líflaust barnið sitt innan um húsarústir. Ég sé dáin börn, myndir af fjöldagröfum. Milljónir manns á flótta, fólk hefur ekki aðgang að vatni, mat eða öðrum nauðsynjum. Ég heyri starfandi lækna á Gaza grátbiðja einhver stjórnvöld að stoppa þennan hrylling. Mosab Abu-Toha, skáld og bókavörður líkt og ég er handsamaður af her Ísraelsmanna þegar hann er að reyna flýtja suður með fjölskyldu sinni í Gaza, ekkert heyrist frá honum í nokkra daga. Hann hefur verið að skrifa um þennan óhugnað í New Yorker, ég hef fylgt hverri einustu færslu frá honum og um hann í fjölmiðlum, ég er óttaslegin um örlög hans. Frétt berst um að hann hafi verið látinn laus, barinn af Ísraelsher. Hver var glæpurinn? Að hann sagði frá hryllingnum í fjölmiðlum, að hann fæddist á röngum stað? Það er búið að afmennska heila þjóð, rúmlega tvær milljónir manneskja. Ég horfi á þetta í beinni útsendingu daglega, ég deili fréttum á samfélagsmiðlum, ég skelf, græt og reyni að mæta á mótmæli og muna hvaða vörur ég á ekki að kaupa sem koma frá Ísrael. Ég á erfitt með að sofna á kvöldin og ég vakna leið. En ólíkt íbúum Gaza heldur líf mitt áfram eins og það rennur vatn í krananum því ég er fædd á réttum stað. Það er umhugsunarvert þegar pólítikinni er fyrst og fremst ætlað að halda í horfinu frekar en að hnekkja á hrópandi óréttlæti eins og því sem við erum að verða vitni að. Því að ekki er þetta flókið. Grímulaust ofstæki og kúgun af hendi Ísraelsstjórnar í garð Palestínumanna fer nú fram í allra augsýn, hvar öll alþjóðalög eru mölbrotin, sjúkrahús sprengd og sjúklingar reknir út á götu. Ísrael hefur verið margfordæmt fyrir aðgerðir sínar, af SÞ, Rauða krossinum og Amnesty International en landið fer samt ítrekað á svig við allar alþjóðasamþykktir. Hörmulegast er svo að horfa upp á viðbrögð alþjóðasamfélagsins sem lyftir ekki litla fingri til að skakka leikinn. Höfundur er skáld, þýðandi og bókavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ég er 47 ára kona, sjálftitlaður heimspekingur, skáld og þýðandi og ég er í ástarsorg. Fyrsta ástin mín voru stjórnmálin eða réttara sagt baráttan fyrir betri heimi með pólitíkinni. Ein af fyrstu minningunum mínum snýst um gleðina er Francois Mitterand var kosinn forseti Frakklands 1981, ég þá fimm ára og búsett í Frakklandi. Mótmælagöngur og virk pólitísk umræða var eitthvað sem ég fékk jú með móðurmjólkinni. „Þú verður að sjá hvernig heimurinn raunverulega er,“ sagði mamma á meðan við horfðum á myndir sem fjölluðu um Víetnamstríðið. Í plötusafni foreldra minna var plata með söngvum Victor Jara og sagan af örlögum hans er greipt í huga minn. Þegar ég var tíu ára horfði ég á Klaus Barbie réttarhöldin í franska sjónvarpinu og óaði við hryllilegum stríðsglæpum sem ég gat ekki ímyndað mér að yrðu nokkru sinni endurteknir. Það var stöðugt talað um pólitík og hugsjónir á mínu heimili. Fólk var mælt eftir því hvort það læsi Þjóðviljann eða Moggann. Fylkingin, Trotskýistafélagið, MÍR og Keflavíkurgangan voru hluti af orðaforða mínum frá unga aldri. Um unglingsaldurinn var pabbi minn búinn að gefast upp á pólitíkinni. Við körpuðum æ oftar um það hvort það að kjósa skipti máli og þær umræður enduðu yfirleitt á því að ég grátbað hann um að kjósa þó það væri nú ekki nema fyrir mína hönd. Og auðvitað átti hann erfitt með að neita einkabarninu um nokkuð. Ég hafði bjargfasta trú á því að það að nýta kosningaréttinn skipti sköpum fyrir frið í heiminum. Rétt eins og Alþjóðalög og Sameinuðu þjóðirnar. Og þá erum við komin að ástarsorginni minni því rétt eins og sjálftitlaði fjöllistamaðurinn Atli Bollason hef ég orðið fyrir ósegjanlegum vonbrigðum með pólitíkina og Alþingi þessarar sjálftitluðu friðelskandi þjóðar. Því nú erum við að horfa upp á þjóðarmorð. Tölurnar um mannfallið á Gaza eru svo hryllilegar. Meira en 11.000 manneskjur þar af 5800 börn. Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðina sagði 6. nóvember að Gaza væri að breytast í barnagrafreit. Tölurnar hækka svo hratt að það er engan veginn hægt að fylgjast með. Ég finn til fullkomins magnleysis gagnvart þessari ömurlegu grimmd. Ég í minni naívísku trú hélt að það væri einmitt með pólitíkinni sem fólk hefði áhrif. Pólitíkin brást mér og hún er í dag að bregðast heillri þjóð. Þessi sama pólitík hefur brugðist þessari þjóð ítrekað síðan 1948. Í dag er verið að fremja svo alvarlega stríðsglæpi að það er er varla hægt að orða þá. Skyndilega er mannkynið komið aftur í sömu spor og í Seinni heimstyrjöldinni. Í dag sá ég líflausa barnsfætur liggja undir steypurústum á Instagram. Á meðan ég drakk morgunkaffið sá ég föður bera líflaust barnið sitt innan um húsarústir. Ég sé dáin börn, myndir af fjöldagröfum. Milljónir manns á flótta, fólk hefur ekki aðgang að vatni, mat eða öðrum nauðsynjum. Ég heyri starfandi lækna á Gaza grátbiðja einhver stjórnvöld að stoppa þennan hrylling. Mosab Abu-Toha, skáld og bókavörður líkt og ég er handsamaður af her Ísraelsmanna þegar hann er að reyna flýtja suður með fjölskyldu sinni í Gaza, ekkert heyrist frá honum í nokkra daga. Hann hefur verið að skrifa um þennan óhugnað í New Yorker, ég hef fylgt hverri einustu færslu frá honum og um hann í fjölmiðlum, ég er óttaslegin um örlög hans. Frétt berst um að hann hafi verið látinn laus, barinn af Ísraelsher. Hver var glæpurinn? Að hann sagði frá hryllingnum í fjölmiðlum, að hann fæddist á röngum stað? Það er búið að afmennska heila þjóð, rúmlega tvær milljónir manneskja. Ég horfi á þetta í beinni útsendingu daglega, ég deili fréttum á samfélagsmiðlum, ég skelf, græt og reyni að mæta á mótmæli og muna hvaða vörur ég á ekki að kaupa sem koma frá Ísrael. Ég á erfitt með að sofna á kvöldin og ég vakna leið. En ólíkt íbúum Gaza heldur líf mitt áfram eins og það rennur vatn í krananum því ég er fædd á réttum stað. Það er umhugsunarvert þegar pólítikinni er fyrst og fremst ætlað að halda í horfinu frekar en að hnekkja á hrópandi óréttlæti eins og því sem við erum að verða vitni að. Því að ekki er þetta flókið. Grímulaust ofstæki og kúgun af hendi Ísraelsstjórnar í garð Palestínumanna fer nú fram í allra augsýn, hvar öll alþjóðalög eru mölbrotin, sjúkrahús sprengd og sjúklingar reknir út á götu. Ísrael hefur verið margfordæmt fyrir aðgerðir sínar, af SÞ, Rauða krossinum og Amnesty International en landið fer samt ítrekað á svig við allar alþjóðasamþykktir. Hörmulegast er svo að horfa upp á viðbrögð alþjóðasamfélagsins sem lyftir ekki litla fingri til að skakka leikinn. Höfundur er skáld, þýðandi og bókavörður.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar