Var með sannar glæpasögur á heilanum og langaði að prófa að myrða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2023 11:31 Jung var með sannar glæpasögur á heilanum og langaði að prófa að fremja morð. Lögreglan í Busan Jung Yoo-jung, 23 ára gömul kona, hefur verið dæmd í lífstíðarfangelsi í Suður-Kóreu fyrir að myrða ókunnuga manneskju. Sagðist hún hafa framið morðið „af forvitni“. Jung, sem var atvinnulaus og bjó hjá afa sínum, var mikil áhugamanneskja um sannar glæpasögur og varði miklum tíma í að horfa á þætti og lesa bækur um efnið. Hún er einnig sögð hafa skorað hátt á prófum þar sem skimað er eftir siðblindu. Saksóknarar sögðu Jung hafa verið forvitna um þá upplifun að fremja morð og hafa verið með það á heilanum prófa að myrða. Í þessum tilgangi hafi hún varið mánuðum í að leita að fórnarlambi á netinu. Jung setti sig í samband við yfir 50 manneskjur í gegnum smáforrit þar sem fólk getur auglýst og leitað eftir einkakennurum í ýmsum fögum og þóttist vera móðir framhaldsskólanema sem þarfnaðist aukatíma í ensku. Hún fann að lokum 26 ára konu sem bjó í borginni Busan og sagðist bjóða upp á kennslu á heimili sínu. Jung mætti heim til konunnar klædd í skólabúning en þegar inn var komið réðist hún á fórnarlambið og stakk hana yfir 100 sinnum, jafnvel eftir að konan var látin. Hún bútaði líkið síðan niður og tók leigubíl að skóglendi við á þar sem hún dreifði hluta líkamsleifana. Það varð henni að falli að hún sást á öryggismyndavélum þar sem hún fór nokkrum sinnum inn og út af heimili fórnarlambsins, sem hefur ekki verið nafngreint. Jung játaði en sagðist hafa verið andlega veik þegar hún framdi morðið. Saksóknarar sögðu það hins vegar augljóslega hafa verið vandlega skipulagt og Jung gæti því ekki borið við geðveiki. Farið var fram á dauðadóm en Jung var dæmd í lífstíðarfangelsi. Fangi var síðast tekinn af lífi í landinu árið 1997. Erlend sakamál Suður-Kórea Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Jung, sem var atvinnulaus og bjó hjá afa sínum, var mikil áhugamanneskja um sannar glæpasögur og varði miklum tíma í að horfa á þætti og lesa bækur um efnið. Hún er einnig sögð hafa skorað hátt á prófum þar sem skimað er eftir siðblindu. Saksóknarar sögðu Jung hafa verið forvitna um þá upplifun að fremja morð og hafa verið með það á heilanum prófa að myrða. Í þessum tilgangi hafi hún varið mánuðum í að leita að fórnarlambi á netinu. Jung setti sig í samband við yfir 50 manneskjur í gegnum smáforrit þar sem fólk getur auglýst og leitað eftir einkakennurum í ýmsum fögum og þóttist vera móðir framhaldsskólanema sem þarfnaðist aukatíma í ensku. Hún fann að lokum 26 ára konu sem bjó í borginni Busan og sagðist bjóða upp á kennslu á heimili sínu. Jung mætti heim til konunnar klædd í skólabúning en þegar inn var komið réðist hún á fórnarlambið og stakk hana yfir 100 sinnum, jafnvel eftir að konan var látin. Hún bútaði líkið síðan niður og tók leigubíl að skóglendi við á þar sem hún dreifði hluta líkamsleifana. Það varð henni að falli að hún sást á öryggismyndavélum þar sem hún fór nokkrum sinnum inn og út af heimili fórnarlambsins, sem hefur ekki verið nafngreint. Jung játaði en sagðist hafa verið andlega veik þegar hún framdi morðið. Saksóknarar sögðu það hins vegar augljóslega hafa verið vandlega skipulagt og Jung gæti því ekki borið við geðveiki. Farið var fram á dauðadóm en Jung var dæmd í lífstíðarfangelsi. Fangi var síðast tekinn af lífi í landinu árið 1997.
Erlend sakamál Suður-Kórea Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira