Verðbólga jókst verulega í kjölfar gossins í Heimaey Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2023 09:41 Gylfi Magnússon prófessor segir verðbólguna fyrir gos hafa verið um átta prósent en rokið upp í 50 prósent árið 1974 og náði hámarki í 100 prósentum áratug eftir gosið. Vísir/Vilhelm „Það er erfitt að bera saman hugsanlegar efnahagsaðgerðir nú og á tíma Vestmannaeyjagossins fyrir 50 árum vegna þess hve mikið hagkerfið hefur breyst. Sérstaklega er umgjörð peningamála nú allt önnur.“ Þetta segir í svari Gylfa Magnússonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands, í svari á Vísindavef HÍ við spurningunni um það hvaða áhrif gosið á Heimaey árið 1973 hafði á efnahagslífið á Íslandi, samanborið við hamfarirnar í Grindavík núna. Gylfi segir að á þeim tíma hafi ákvarðanir um hagstærðir á borð við vexti og gengi hafa verið teknar á vettvangi stjórnmálanna. Gripið hafi verið til margvíslegra ráðstafana, meðal annars að koma upp Viðlagasjóði sem var fjármagnaður með skatttekjum. „Nú starfar hins vegar arftaki Viðlagasjóðs, Náttúruhamfaratrygging Íslands, sem tryggingafélag og á bæði bótasjóð og er með endurtryggingar hjá erlendum aðilum. Það er því ekki sama þörf og fyrir 50 árum á bótum úr ríkissjóði, þótt það geti reynt á hann sem bakhjarl þessa tryggingafélags,“ segir í svarinu. Viðlagagjald var sett á vissa skattstofna, söluskattur hækkaður um tvö prósent og eignaskattur um 30 prósent. Þá hafi gengi krónunnar verið fellt um 10 prósent. Formlega gerði Seðlabankinn það en með samþykki ríkisstjórnarinnar. „Verðbólga hafði verið erfitt viðfangsefni fyrir gosið í Heimaey en hún jókst til muna í kjölfar þess. Þótt ekki verði hér fullyrt neitt með vissu um orsakasamband þar á milli þá hafði gosið veruleg áhrif á fjárhag hins opinbera til hins verra sem hjálpaði ekki í baráttunni við verðbólgudrauginn. Verðbólgan árin 1971 og 1972 var að jafnaði tæp 8% en rauk upp árið 1973 og var komin yfir 50% árið 1974. Hún var svo mikil áfram næstu ár og náði hámarki í 100% um áratug eftir gosið,“ segir Gylfi. „Þessi mikla verðbólga lék sparifé landsmanna grátt, enda var vöxtum haldið lágum. Raunvextir voru þannig neikvæðir árum saman sem eyðilagði sparnað og lán gufuðu upp. Nýstofnað almennt lífeyrissjóðakerfi landsmanna var meðal annars hart leikið og eignir þess litlar í lok áttunda áratugarins þrátt fyrir að hafa þá tekið á móti iðgjöldum í áratug.“ Hér má finna svarið í heild. Efnahagsmál Eldgos og jarðhræringar Heimaeyjargosið 1973 Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Þetta segir í svari Gylfa Magnússonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands, í svari á Vísindavef HÍ við spurningunni um það hvaða áhrif gosið á Heimaey árið 1973 hafði á efnahagslífið á Íslandi, samanborið við hamfarirnar í Grindavík núna. Gylfi segir að á þeim tíma hafi ákvarðanir um hagstærðir á borð við vexti og gengi hafa verið teknar á vettvangi stjórnmálanna. Gripið hafi verið til margvíslegra ráðstafana, meðal annars að koma upp Viðlagasjóði sem var fjármagnaður með skatttekjum. „Nú starfar hins vegar arftaki Viðlagasjóðs, Náttúruhamfaratrygging Íslands, sem tryggingafélag og á bæði bótasjóð og er með endurtryggingar hjá erlendum aðilum. Það er því ekki sama þörf og fyrir 50 árum á bótum úr ríkissjóði, þótt það geti reynt á hann sem bakhjarl þessa tryggingafélags,“ segir í svarinu. Viðlagagjald var sett á vissa skattstofna, söluskattur hækkaður um tvö prósent og eignaskattur um 30 prósent. Þá hafi gengi krónunnar verið fellt um 10 prósent. Formlega gerði Seðlabankinn það en með samþykki ríkisstjórnarinnar. „Verðbólga hafði verið erfitt viðfangsefni fyrir gosið í Heimaey en hún jókst til muna í kjölfar þess. Þótt ekki verði hér fullyrt neitt með vissu um orsakasamband þar á milli þá hafði gosið veruleg áhrif á fjárhag hins opinbera til hins verra sem hjálpaði ekki í baráttunni við verðbólgudrauginn. Verðbólgan árin 1971 og 1972 var að jafnaði tæp 8% en rauk upp árið 1973 og var komin yfir 50% árið 1974. Hún var svo mikil áfram næstu ár og náði hámarki í 100% um áratug eftir gosið,“ segir Gylfi. „Þessi mikla verðbólga lék sparifé landsmanna grátt, enda var vöxtum haldið lágum. Raunvextir voru þannig neikvæðir árum saman sem eyðilagði sparnað og lán gufuðu upp. Nýstofnað almennt lífeyrissjóðakerfi landsmanna var meðal annars hart leikið og eignir þess litlar í lok áttunda áratugarins þrátt fyrir að hafa þá tekið á móti iðgjöldum í áratug.“ Hér má finna svarið í heild.
Efnahagsmál Eldgos og jarðhræringar Heimaeyjargosið 1973 Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira